Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. nóvember 2024 15:30 Einar kannast ekki við að það eigi að gera brjóstmynd af honum líkt og er af sumum öðrum borgarstjórum í Ráðhúsinu. Vísir/Vilhelm/Anton Brink Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir það aldrei hafa komið til tals og hvað þá til framkvæmdar að láta gera brjóstmynd úr bronsi af sjálfum sér til að skreyta Ráðhús Reykjavíkur. Þessu greinir hann frá í færslu á Facebook-síðu sinni. Einar sá sig knúinn til að tjá sig um orðróm varðandi afsteypu eftir umræðu Ólafar Skaftadóttur og Kristínar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum Komið gott sem þær halda úti. Þar ræddu þær fjölmörg skilaboð sem þeim hafði borist þess efnis að Einar hygðist reisa brjóstmynd af sjálfum sér í ráðhúsinu. „Endurgjöf um afsteypu. Nú rignir yfir mig fyrirspurnum vegna fullyrðinga fréttastofu „Komið gott“ um að ég hafi látið gera brjóstmynd úr bronsi af sjálfum mér í Ráðhúsi Reykjavíkur – og það á kostnað skattgreiðenda. Í stuttu máli þá hefur það aldrei komið til tals hvað þá til framkvæmdar. Síðasta styttan var gerð á tímum Davíðs Oddssonar en síðan var sú hefð aflögð,“ segir Einar í færslu sinni. Skjáskot af færslu Einar.skjáskot Einar tekur fram í færslunni að hann sé dyggur hlustandi Komið gott og hrósar bæði Ólöfu og Kristínu fyrir kímni sína og hnyttni. Hann taki öllu sem þær segi með fyrirvara en tekur fram að rétt sé að „afsteypa þessa vitleysu“ fyrst að hann er búinn að fá spurningar um þetta mál héðan og þaðan. „Kæru vinkonur. Fyrst ég er með ykkur taggaðar hérna í þessum status þá vil ég nefna að ég heyrði af áhyggjum ykkar yfir lýsingunni í Hljómskálagarðinum. Ég læt laga það. Hvet ykkur svo til að kíkja á Jólaþorpið á Austurvelli um helgina, það verður æðislega fínt. Svo væri mjög gaman að bjóða ykkur í heimsókn í Ráðhúsið til þess að skoða bronsstyttur fyrri tíma.“ Ólöf Skaftadóttir, ein þáttastjórnenda Komið gott, birti þessa skoplegu ljósmynd sem athugasemd við færslu Einars.Skjáskot Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Þessu greinir hann frá í færslu á Facebook-síðu sinni. Einar sá sig knúinn til að tjá sig um orðróm varðandi afsteypu eftir umræðu Ólafar Skaftadóttur og Kristínar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum Komið gott sem þær halda úti. Þar ræddu þær fjölmörg skilaboð sem þeim hafði borist þess efnis að Einar hygðist reisa brjóstmynd af sjálfum sér í ráðhúsinu. „Endurgjöf um afsteypu. Nú rignir yfir mig fyrirspurnum vegna fullyrðinga fréttastofu „Komið gott“ um að ég hafi látið gera brjóstmynd úr bronsi af sjálfum mér í Ráðhúsi Reykjavíkur – og það á kostnað skattgreiðenda. Í stuttu máli þá hefur það aldrei komið til tals hvað þá til framkvæmdar. Síðasta styttan var gerð á tímum Davíðs Oddssonar en síðan var sú hefð aflögð,“ segir Einar í færslu sinni. Skjáskot af færslu Einar.skjáskot Einar tekur fram í færslunni að hann sé dyggur hlustandi Komið gott og hrósar bæði Ólöfu og Kristínu fyrir kímni sína og hnyttni. Hann taki öllu sem þær segi með fyrirvara en tekur fram að rétt sé að „afsteypa þessa vitleysu“ fyrst að hann er búinn að fá spurningar um þetta mál héðan og þaðan. „Kæru vinkonur. Fyrst ég er með ykkur taggaðar hérna í þessum status þá vil ég nefna að ég heyrði af áhyggjum ykkar yfir lýsingunni í Hljómskálagarðinum. Ég læt laga það. Hvet ykkur svo til að kíkja á Jólaþorpið á Austurvelli um helgina, það verður æðislega fínt. Svo væri mjög gaman að bjóða ykkur í heimsókn í Ráðhúsið til þess að skoða bronsstyttur fyrri tíma.“ Ólöf Skaftadóttir, ein þáttastjórnenda Komið gott, birti þessa skoplegu ljósmynd sem athugasemd við færslu Einars.Skjáskot
Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira