Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 27. nóvember 2024 15:11 Flest börn sem komin eru á ákveðinn aldur eru á samfélagsmiðlum í gegnum símana sína. Mörg eru á samfélagsmiðlum marga tíma á sólarhring. Stór hópur barna geta ekki hugsað sér að skilja við símann nema kannski í örstutta stund og fengju þau að ráða myndu þau aldrei skilja við hann. Í gegnum samfélagsmiðla eru börn í samskiptum við aðra krakka, þau meðtaka alls konar skilaboð og deila sömuleiðis bæði texta og myndum. „Lækin“ skipta börn máli. „Lækin“ stýra jafnvel líðan barns frá mínútu til mínútu. Samfélagsmiðlar hafa gríðarlegt aðdráttarafl og láta fráhvarfseinkenni fljótt á sér kræla ef barn og sími eru lengi aðskilin. Þá myndast jafnvel pirringur, óþreyja og ergelsi. Samhliða aukinni notkun barna á samfélagsmiðlum hafa annars konar samskipti þurft undan að láta og margt sem áður þótti eftirsóknarvert og jafnvel skemmtilegt þykir nú ekki jafn spennandi, jafnvel leiðinlegt og grámyglulegt. Fái barn að gefa sig alfarið að samfélagsmiðlum og netinu má telja líklegt að eitthvað annað í lífi barnsins þurfi undan að láta. Verðum að setja mörk En þetta er sá raunveruleiki sem við búum við í dag og hann þurfum við að „tækla“ eins vel og hægt er með hagsmuni barna að leiðarljósi. Meðal þess sem foreldrar þurfa að beita sér fyrir er að ungt barn hafi ekki óheftan aðgang að neti án nokkurs eftirlits. Netið er eins og stórborg sem bæði býður upp á skemmtanir, fræðslu en einnig miklar hættur. Setja þarf takmörk á skjátíma barna, setja þak sem hæfir aldri og þroska barns. Best er ef hægt er að setja reglur í sátt og samlyndi við barnið. Þetta er mikilvægt því rannsóknir hafa ítrekað staðfest að andlegri líðan barna hefur hrakað og svefntími þeirra minnkað, m.a. vegna mikillar skjánotkunar. Óhófleg skjánotkun, jafnvel á annan tug klukkutíma á sólarhring, hefur eðlilega áhrif á annað í lífi barnsins s.s. námsáhuga og skólaástundun. Flokkur fólksins, bæði í borgarstjórn og á Alþingi, vill leyfa börnum að njóta fullrar einbeitingar í grunnskólum. Það næst einungis ef síminn er skilinn eftir utan skóla. Flokkur fólksins vill sjá stjórnvöld axla ábyrgð í þessu máli og gefa út tilmæli um samræmdar reglur. Það myndi létta á stjórnendum, foreldrum og auðvelda alla framkvæmd. Síminn og samfélagsmiðlar eru aldrei besti vinurinn Á sama tíma og við viljum leyfa börnum í samræmi við aldur þeirra og þroska að njóta tækni og nýsköpunar og sækja sér fræðslu sem víðast þurfum við einnig að gæta öryggis þeirra á netinu og á samfélagsmiðlum. Það þarf að kenna þeim að flokka upplýsingar og vera varkár, t.d. ekki trúa og treysta öllum sem setja sig í samband við þau. Umfram allt þarf að brýna fyrir þeim að senda aldrei neikvæð, vafasöm skilaboð eða myndir af sér sem þau vilja ekki að komi fyrir augu almennings. Við þurfum jafnframt að ræða við börnin um að símanotkun og samskipti á netinu geta aldrei komið í staðinn fyrir vin, persónuleg samskipti eða nánd. Börnum sem finnst þau eigi marga góða vini á netinu upplifa sig engu að síður oft einmana og einangruð og finna til kvíða og þunglyndis. Flokkur fólksins var stofnaður til að taka utan um börnin Flokkur fólksins hefur látið að sér kveða í þessum málum. Við skiljum að þetta er nýr og breyttur veruleiki sem við þurfum að læra á og aðlagast. Nú líður að kosningum til Alþingis. Flokkur fólksins, komist hann til áhrifa mun ávallt setja velferð barna í forgang. Flokkurinn var stofnaður til að taka utan um börn og barnafjölskyldur og þá sem minna mega sín í samfélaginu. Flokkurinn hefur aldrei þau ár sem hann hefur verið á Alþingi vikið frá þessu markmiði sínu. Sama má segja um Flokk fólksins í borgarstjórn. Oddviti hans í borgarstjórn sem einnig er sálfræðingur með áratuga reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum er nú jafnframt frambjóðandi og skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík suður í komandi Alþingiskosningum. Flokkur fólksins er með reynslu og raunverulegar lausnir byggðar á réttlæti og sanngirni. Góðar stundir Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi Flokks fólksins í komandi Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Símanotkun barna Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Flest börn sem komin eru á ákveðinn aldur eru á samfélagsmiðlum í gegnum símana sína. Mörg eru á samfélagsmiðlum marga tíma á sólarhring. Stór hópur barna geta ekki hugsað sér að skilja við símann nema kannski í örstutta stund og fengju þau að ráða myndu þau aldrei skilja við hann. Í gegnum samfélagsmiðla eru börn í samskiptum við aðra krakka, þau meðtaka alls konar skilaboð og deila sömuleiðis bæði texta og myndum. „Lækin“ skipta börn máli. „Lækin“ stýra jafnvel líðan barns frá mínútu til mínútu. Samfélagsmiðlar hafa gríðarlegt aðdráttarafl og láta fráhvarfseinkenni fljótt á sér kræla ef barn og sími eru lengi aðskilin. Þá myndast jafnvel pirringur, óþreyja og ergelsi. Samhliða aukinni notkun barna á samfélagsmiðlum hafa annars konar samskipti þurft undan að láta og margt sem áður þótti eftirsóknarvert og jafnvel skemmtilegt þykir nú ekki jafn spennandi, jafnvel leiðinlegt og grámyglulegt. Fái barn að gefa sig alfarið að samfélagsmiðlum og netinu má telja líklegt að eitthvað annað í lífi barnsins þurfi undan að láta. Verðum að setja mörk En þetta er sá raunveruleiki sem við búum við í dag og hann þurfum við að „tækla“ eins vel og hægt er með hagsmuni barna að leiðarljósi. Meðal þess sem foreldrar þurfa að beita sér fyrir er að ungt barn hafi ekki óheftan aðgang að neti án nokkurs eftirlits. Netið er eins og stórborg sem bæði býður upp á skemmtanir, fræðslu en einnig miklar hættur. Setja þarf takmörk á skjátíma barna, setja þak sem hæfir aldri og þroska barns. Best er ef hægt er að setja reglur í sátt og samlyndi við barnið. Þetta er mikilvægt því rannsóknir hafa ítrekað staðfest að andlegri líðan barna hefur hrakað og svefntími þeirra minnkað, m.a. vegna mikillar skjánotkunar. Óhófleg skjánotkun, jafnvel á annan tug klukkutíma á sólarhring, hefur eðlilega áhrif á annað í lífi barnsins s.s. námsáhuga og skólaástundun. Flokkur fólksins, bæði í borgarstjórn og á Alþingi, vill leyfa börnum að njóta fullrar einbeitingar í grunnskólum. Það næst einungis ef síminn er skilinn eftir utan skóla. Flokkur fólksins vill sjá stjórnvöld axla ábyrgð í þessu máli og gefa út tilmæli um samræmdar reglur. Það myndi létta á stjórnendum, foreldrum og auðvelda alla framkvæmd. Síminn og samfélagsmiðlar eru aldrei besti vinurinn Á sama tíma og við viljum leyfa börnum í samræmi við aldur þeirra og þroska að njóta tækni og nýsköpunar og sækja sér fræðslu sem víðast þurfum við einnig að gæta öryggis þeirra á netinu og á samfélagsmiðlum. Það þarf að kenna þeim að flokka upplýsingar og vera varkár, t.d. ekki trúa og treysta öllum sem setja sig í samband við þau. Umfram allt þarf að brýna fyrir þeim að senda aldrei neikvæð, vafasöm skilaboð eða myndir af sér sem þau vilja ekki að komi fyrir augu almennings. Við þurfum jafnframt að ræða við börnin um að símanotkun og samskipti á netinu geta aldrei komið í staðinn fyrir vin, persónuleg samskipti eða nánd. Börnum sem finnst þau eigi marga góða vini á netinu upplifa sig engu að síður oft einmana og einangruð og finna til kvíða og þunglyndis. Flokkur fólksins var stofnaður til að taka utan um börnin Flokkur fólksins hefur látið að sér kveða í þessum málum. Við skiljum að þetta er nýr og breyttur veruleiki sem við þurfum að læra á og aðlagast. Nú líður að kosningum til Alþingis. Flokkur fólksins, komist hann til áhrifa mun ávallt setja velferð barna í forgang. Flokkurinn var stofnaður til að taka utan um börn og barnafjölskyldur og þá sem minna mega sín í samfélaginu. Flokkurinn hefur aldrei þau ár sem hann hefur verið á Alþingi vikið frá þessu markmiði sínu. Sama má segja um Flokk fólksins í borgarstjórn. Oddviti hans í borgarstjórn sem einnig er sálfræðingur með áratuga reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum er nú jafnframt frambjóðandi og skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík suður í komandi Alþingiskosningum. Flokkur fólksins er með reynslu og raunverulegar lausnir byggðar á réttlæti og sanngirni. Góðar stundir Höfundur er sálfræðingur og frambjóðandi Flokks fólksins í komandi Alþingiskosningum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun