Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar 27. nóvember 2024 14:22 Í rúma fjóra áratugi hefur íþróttafólk úr röðum fatlaðra borið hróður Íslands víða. Afrekin eru mörg hver glæsileg og 98 verðlaun sem okkar fremsta fólk hefur unnið til á Ólympíumótum fatlaðra (Paralympics). Einstaklega glæsilegur árangur og hefur Ísland átt magnaða einstaklinga í fremstu röð á borð við Kristínu Rós Hákonardóttur, Hauk Gunnarsson, Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur, Geir Sverrisson, Ólaf Eiríksson, Jón Margeir Sverrisson og Helga Sveinsson svo fáeinir séu nefndir. Okkar fremsta fólk hefur ekki aðeins fyllt þjóðina stolti heldur einnig þjónað sem fyrirmyndir og kyndilberar vonar fyrir fyrir allt fólk í landinu, fatlað jafnt sem ófatlað. Þrátt fyrir góðan árangur á alþjóðasviðinu er almenn íþrótta- og lýðheilsuiðkun fatlaðra afar takmörkuð á Íslandi. Í dag eru um það bil 4% fatlaðra einstaklinga sem stunda íþróttir með skipulögðum hætti! Hérlendis er áætlað að við séum með hátt í 3000 börn með fatlanir sem ekki eru hluti af íþróttahreyfingunni og æfa ekki reglulega samanborið við 70-80% þátttöku ófatlaðra barna að jafnaði. Hættan hér er sú að án íþrótta- og eða lýðheilsuúrræða sé kostnaður við daglega lyfjanotkun, sérfræðiþjónustu og innlagnir að fara ört vaxandi. Hjá því má komast með t.d. íþróttaiðkun en rannsóknir annarra íþróttasamband fatlaðra á Norðurlöndum hafa sýnt að íþróttaiðkun fólks með fatlanir dregur úr daglegri lyfjanotkun, fækkar innlögnum og eykur atvinnuþátttöku fatlaðra. Stöðuna bárum við fyrst upp við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og óhætt er að segja að erindi Íþróttasambands fatlaðra hafi verið vel tekið. Í samstarfi okkar með Ásmundi hefur margt áunnist og þá einna helst hans forysta við að efla og tryggja réttindi fatlaðs fólks í íþróttum á eigin forsendum. Í kjölfarið hófst samstarf sem ber nafnið „Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið“ sem miðar að því að efla íþróttaþátttöku fatlaðs fólks. Einn þekktasti hluti þessa verkefnis er „Allir með“- verkefnið sem ÍF stýrir í dag. Ásmundur hafði þá með sér tvo aðra ráðherra sem eru Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra sem allir lögðu hönd á plóg við að gera „Allir með“ að veruleika. Verkefnið hefur einnig notið stuðnings frá ÍSÍ og UMFÍ. Sérstök íþróttafélög fyrir fólk með fatlanir eru víða til og hafa mörg hver starfað vel og lengi og tvö þeirra, ÍFR og Akur, fagna í ár 50 ára afmæli. Staðreyndin er sú að félög fatlaðra er ekki að finna í hverju einasta sveitarfélagi á Íslandi og því er mikilvægt að sveitarfélög, skólar og íþróttafélög komi með Íþróttasambandi fatlaðra að „Allir með“ verkefninu og tryggi fjölbreytt úrræði í sinni sveit. Þar hefur stofnun starfsstöðva til stuðnings íþróttahéruðunum gegnt lykilhlutverki og vottur um enn eitt verkefnið þar sem Ásmundur Einar er í forsvari fyrir. Starfsstöðvarnar þjóna sem miðstöðvar fyrir þróun íþróttastarfs með jöfnum tækifærum fyrir alla óháð búsetu eða aðstæðum. Íþróttasamband fatlaðra leggur nú allt í sölurnar við að efla grasrótina og fjölga tækifærum fyrir fötluð börn og ungmenni til íþrótta- og lýðheilsuiðkunar. Afreksíþróttir jafnt sem almenningsíþróttir eru þar að leiðarljósi en jafn viðamikið verkefni mun taka tíma en ábatinn af því tengist þjóðarheill, heilbrigð sál í hraustum líkama. Við vonum að viðlíka framktakssemi á borð við þá sem ráðherra hefur sýnt af sér verið haldið áfram en að þessu sögðu viljum við hjá Íþróttasambandi fatlaðra jafnframt þakka fyrir þau mikilvægu skref sem þegar hafa verið tekin undir forystu Ásmundar Einars og hans ráðuneytis. Í lokin er vert að nefna að nýverið var ritað undir tímamótasamning um aukin fjárframlög til íþróttahreyfingarinnar þar sem áralangri baráttu ÍSÍ og sérsambandanna um aukið fjármagn til starfseminnar var svarað. Þar á nýjan leik sýndi Ásmundur Einar viljann í verki og viðurkenningu á mikilvægi íþrótta í okkar samfélagi. Með íþróttakveðju,Ólafur Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs Íþróttasambands fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í rúma fjóra áratugi hefur íþróttafólk úr röðum fatlaðra borið hróður Íslands víða. Afrekin eru mörg hver glæsileg og 98 verðlaun sem okkar fremsta fólk hefur unnið til á Ólympíumótum fatlaðra (Paralympics). Einstaklega glæsilegur árangur og hefur Ísland átt magnaða einstaklinga í fremstu röð á borð við Kristínu Rós Hákonardóttur, Hauk Gunnarsson, Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur, Geir Sverrisson, Ólaf Eiríksson, Jón Margeir Sverrisson og Helga Sveinsson svo fáeinir séu nefndir. Okkar fremsta fólk hefur ekki aðeins fyllt þjóðina stolti heldur einnig þjónað sem fyrirmyndir og kyndilberar vonar fyrir fyrir allt fólk í landinu, fatlað jafnt sem ófatlað. Þrátt fyrir góðan árangur á alþjóðasviðinu er almenn íþrótta- og lýðheilsuiðkun fatlaðra afar takmörkuð á Íslandi. Í dag eru um það bil 4% fatlaðra einstaklinga sem stunda íþróttir með skipulögðum hætti! Hérlendis er áætlað að við séum með hátt í 3000 börn með fatlanir sem ekki eru hluti af íþróttahreyfingunni og æfa ekki reglulega samanborið við 70-80% þátttöku ófatlaðra barna að jafnaði. Hættan hér er sú að án íþrótta- og eða lýðheilsuúrræða sé kostnaður við daglega lyfjanotkun, sérfræðiþjónustu og innlagnir að fara ört vaxandi. Hjá því má komast með t.d. íþróttaiðkun en rannsóknir annarra íþróttasamband fatlaðra á Norðurlöndum hafa sýnt að íþróttaiðkun fólks með fatlanir dregur úr daglegri lyfjanotkun, fækkar innlögnum og eykur atvinnuþátttöku fatlaðra. Stöðuna bárum við fyrst upp við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og óhætt er að segja að erindi Íþróttasambands fatlaðra hafi verið vel tekið. Í samstarfi okkar með Ásmundi hefur margt áunnist og þá einna helst hans forysta við að efla og tryggja réttindi fatlaðs fólks í íþróttum á eigin forsendum. Í kjölfarið hófst samstarf sem ber nafnið „Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið“ sem miðar að því að efla íþróttaþátttöku fatlaðs fólks. Einn þekktasti hluti þessa verkefnis er „Allir með“- verkefnið sem ÍF stýrir í dag. Ásmundur hafði þá með sér tvo aðra ráðherra sem eru Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra sem allir lögðu hönd á plóg við að gera „Allir með“ að veruleika. Verkefnið hefur einnig notið stuðnings frá ÍSÍ og UMFÍ. Sérstök íþróttafélög fyrir fólk með fatlanir eru víða til og hafa mörg hver starfað vel og lengi og tvö þeirra, ÍFR og Akur, fagna í ár 50 ára afmæli. Staðreyndin er sú að félög fatlaðra er ekki að finna í hverju einasta sveitarfélagi á Íslandi og því er mikilvægt að sveitarfélög, skólar og íþróttafélög komi með Íþróttasambandi fatlaðra að „Allir með“ verkefninu og tryggi fjölbreytt úrræði í sinni sveit. Þar hefur stofnun starfsstöðva til stuðnings íþróttahéruðunum gegnt lykilhlutverki og vottur um enn eitt verkefnið þar sem Ásmundur Einar er í forsvari fyrir. Starfsstöðvarnar þjóna sem miðstöðvar fyrir þróun íþróttastarfs með jöfnum tækifærum fyrir alla óháð búsetu eða aðstæðum. Íþróttasamband fatlaðra leggur nú allt í sölurnar við að efla grasrótina og fjölga tækifærum fyrir fötluð börn og ungmenni til íþrótta- og lýðheilsuiðkunar. Afreksíþróttir jafnt sem almenningsíþróttir eru þar að leiðarljósi en jafn viðamikið verkefni mun taka tíma en ábatinn af því tengist þjóðarheill, heilbrigð sál í hraustum líkama. Við vonum að viðlíka framktakssemi á borð við þá sem ráðherra hefur sýnt af sér verið haldið áfram en að þessu sögðu viljum við hjá Íþróttasambandi fatlaðra jafnframt þakka fyrir þau mikilvægu skref sem þegar hafa verið tekin undir forystu Ásmundar Einars og hans ráðuneytis. Í lokin er vert að nefna að nýverið var ritað undir tímamótasamning um aukin fjárframlög til íþróttahreyfingarinnar þar sem áralangri baráttu ÍSÍ og sérsambandanna um aukið fjármagn til starfseminnar var svarað. Þar á nýjan leik sýndi Ásmundur Einar viljann í verki og viðurkenningu á mikilvægi íþrótta í okkar samfélagi. Með íþróttakveðju,Ólafur Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs Íþróttasambands fatlaðra.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun