Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar 27. nóvember 2024 14:22 Í rúma fjóra áratugi hefur íþróttafólk úr röðum fatlaðra borið hróður Íslands víða. Afrekin eru mörg hver glæsileg og 98 verðlaun sem okkar fremsta fólk hefur unnið til á Ólympíumótum fatlaðra (Paralympics). Einstaklega glæsilegur árangur og hefur Ísland átt magnaða einstaklinga í fremstu röð á borð við Kristínu Rós Hákonardóttur, Hauk Gunnarsson, Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur, Geir Sverrisson, Ólaf Eiríksson, Jón Margeir Sverrisson og Helga Sveinsson svo fáeinir séu nefndir. Okkar fremsta fólk hefur ekki aðeins fyllt þjóðina stolti heldur einnig þjónað sem fyrirmyndir og kyndilberar vonar fyrir fyrir allt fólk í landinu, fatlað jafnt sem ófatlað. Þrátt fyrir góðan árangur á alþjóðasviðinu er almenn íþrótta- og lýðheilsuiðkun fatlaðra afar takmörkuð á Íslandi. Í dag eru um það bil 4% fatlaðra einstaklinga sem stunda íþróttir með skipulögðum hætti! Hérlendis er áætlað að við séum með hátt í 3000 börn með fatlanir sem ekki eru hluti af íþróttahreyfingunni og æfa ekki reglulega samanborið við 70-80% þátttöku ófatlaðra barna að jafnaði. Hættan hér er sú að án íþrótta- og eða lýðheilsuúrræða sé kostnaður við daglega lyfjanotkun, sérfræðiþjónustu og innlagnir að fara ört vaxandi. Hjá því má komast með t.d. íþróttaiðkun en rannsóknir annarra íþróttasamband fatlaðra á Norðurlöndum hafa sýnt að íþróttaiðkun fólks með fatlanir dregur úr daglegri lyfjanotkun, fækkar innlögnum og eykur atvinnuþátttöku fatlaðra. Stöðuna bárum við fyrst upp við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og óhætt er að segja að erindi Íþróttasambands fatlaðra hafi verið vel tekið. Í samstarfi okkar með Ásmundi hefur margt áunnist og þá einna helst hans forysta við að efla og tryggja réttindi fatlaðs fólks í íþróttum á eigin forsendum. Í kjölfarið hófst samstarf sem ber nafnið „Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið“ sem miðar að því að efla íþróttaþátttöku fatlaðs fólks. Einn þekktasti hluti þessa verkefnis er „Allir með“- verkefnið sem ÍF stýrir í dag. Ásmundur hafði þá með sér tvo aðra ráðherra sem eru Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra sem allir lögðu hönd á plóg við að gera „Allir með“ að veruleika. Verkefnið hefur einnig notið stuðnings frá ÍSÍ og UMFÍ. Sérstök íþróttafélög fyrir fólk með fatlanir eru víða til og hafa mörg hver starfað vel og lengi og tvö þeirra, ÍFR og Akur, fagna í ár 50 ára afmæli. Staðreyndin er sú að félög fatlaðra er ekki að finna í hverju einasta sveitarfélagi á Íslandi og því er mikilvægt að sveitarfélög, skólar og íþróttafélög komi með Íþróttasambandi fatlaðra að „Allir með“ verkefninu og tryggi fjölbreytt úrræði í sinni sveit. Þar hefur stofnun starfsstöðva til stuðnings íþróttahéruðunum gegnt lykilhlutverki og vottur um enn eitt verkefnið þar sem Ásmundur Einar er í forsvari fyrir. Starfsstöðvarnar þjóna sem miðstöðvar fyrir þróun íþróttastarfs með jöfnum tækifærum fyrir alla óháð búsetu eða aðstæðum. Íþróttasamband fatlaðra leggur nú allt í sölurnar við að efla grasrótina og fjölga tækifærum fyrir fötluð börn og ungmenni til íþrótta- og lýðheilsuiðkunar. Afreksíþróttir jafnt sem almenningsíþróttir eru þar að leiðarljósi en jafn viðamikið verkefni mun taka tíma en ábatinn af því tengist þjóðarheill, heilbrigð sál í hraustum líkama. Við vonum að viðlíka framktakssemi á borð við þá sem ráðherra hefur sýnt af sér verið haldið áfram en að þessu sögðu viljum við hjá Íþróttasambandi fatlaðra jafnframt þakka fyrir þau mikilvægu skref sem þegar hafa verið tekin undir forystu Ásmundar Einars og hans ráðuneytis. Í lokin er vert að nefna að nýverið var ritað undir tímamótasamning um aukin fjárframlög til íþróttahreyfingarinnar þar sem áralangri baráttu ÍSÍ og sérsambandanna um aukið fjármagn til starfseminnar var svarað. Þar á nýjan leik sýndi Ásmundur Einar viljann í verki og viðurkenningu á mikilvægi íþrótta í okkar samfélagi. Með íþróttakveðju,Ólafur Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs Íþróttasambands fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í rúma fjóra áratugi hefur íþróttafólk úr röðum fatlaðra borið hróður Íslands víða. Afrekin eru mörg hver glæsileg og 98 verðlaun sem okkar fremsta fólk hefur unnið til á Ólympíumótum fatlaðra (Paralympics). Einstaklega glæsilegur árangur og hefur Ísland átt magnaða einstaklinga í fremstu röð á borð við Kristínu Rós Hákonardóttur, Hauk Gunnarsson, Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur, Geir Sverrisson, Ólaf Eiríksson, Jón Margeir Sverrisson og Helga Sveinsson svo fáeinir séu nefndir. Okkar fremsta fólk hefur ekki aðeins fyllt þjóðina stolti heldur einnig þjónað sem fyrirmyndir og kyndilberar vonar fyrir fyrir allt fólk í landinu, fatlað jafnt sem ófatlað. Þrátt fyrir góðan árangur á alþjóðasviðinu er almenn íþrótta- og lýðheilsuiðkun fatlaðra afar takmörkuð á Íslandi. Í dag eru um það bil 4% fatlaðra einstaklinga sem stunda íþróttir með skipulögðum hætti! Hérlendis er áætlað að við séum með hátt í 3000 börn með fatlanir sem ekki eru hluti af íþróttahreyfingunni og æfa ekki reglulega samanborið við 70-80% þátttöku ófatlaðra barna að jafnaði. Hættan hér er sú að án íþrótta- og eða lýðheilsuúrræða sé kostnaður við daglega lyfjanotkun, sérfræðiþjónustu og innlagnir að fara ört vaxandi. Hjá því má komast með t.d. íþróttaiðkun en rannsóknir annarra íþróttasamband fatlaðra á Norðurlöndum hafa sýnt að íþróttaiðkun fólks með fatlanir dregur úr daglegri lyfjanotkun, fækkar innlögnum og eykur atvinnuþátttöku fatlaðra. Stöðuna bárum við fyrst upp við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og óhætt er að segja að erindi Íþróttasambands fatlaðra hafi verið vel tekið. Í samstarfi okkar með Ásmundi hefur margt áunnist og þá einna helst hans forysta við að efla og tryggja réttindi fatlaðs fólks í íþróttum á eigin forsendum. Í kjölfarið hófst samstarf sem ber nafnið „Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið“ sem miðar að því að efla íþróttaþátttöku fatlaðs fólks. Einn þekktasti hluti þessa verkefnis er „Allir með“- verkefnið sem ÍF stýrir í dag. Ásmundur hafði þá með sér tvo aðra ráðherra sem eru Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson þáverandi félags- og vinnumarkaðsráðherra sem allir lögðu hönd á plóg við að gera „Allir með“ að veruleika. Verkefnið hefur einnig notið stuðnings frá ÍSÍ og UMFÍ. Sérstök íþróttafélög fyrir fólk með fatlanir eru víða til og hafa mörg hver starfað vel og lengi og tvö þeirra, ÍFR og Akur, fagna í ár 50 ára afmæli. Staðreyndin er sú að félög fatlaðra er ekki að finna í hverju einasta sveitarfélagi á Íslandi og því er mikilvægt að sveitarfélög, skólar og íþróttafélög komi með Íþróttasambandi fatlaðra að „Allir með“ verkefninu og tryggi fjölbreytt úrræði í sinni sveit. Þar hefur stofnun starfsstöðva til stuðnings íþróttahéruðunum gegnt lykilhlutverki og vottur um enn eitt verkefnið þar sem Ásmundur Einar er í forsvari fyrir. Starfsstöðvarnar þjóna sem miðstöðvar fyrir þróun íþróttastarfs með jöfnum tækifærum fyrir alla óháð búsetu eða aðstæðum. Íþróttasamband fatlaðra leggur nú allt í sölurnar við að efla grasrótina og fjölga tækifærum fyrir fötluð börn og ungmenni til íþrótta- og lýðheilsuiðkunar. Afreksíþróttir jafnt sem almenningsíþróttir eru þar að leiðarljósi en jafn viðamikið verkefni mun taka tíma en ábatinn af því tengist þjóðarheill, heilbrigð sál í hraustum líkama. Við vonum að viðlíka framktakssemi á borð við þá sem ráðherra hefur sýnt af sér verið haldið áfram en að þessu sögðu viljum við hjá Íþróttasambandi fatlaðra jafnframt þakka fyrir þau mikilvægu skref sem þegar hafa verið tekin undir forystu Ásmundar Einars og hans ráðuneytis. Í lokin er vert að nefna að nýverið var ritað undir tímamótasamning um aukin fjárframlög til íþróttahreyfingarinnar þar sem áralangri baráttu ÍSÍ og sérsambandanna um aukið fjármagn til starfseminnar var svarað. Þar á nýjan leik sýndi Ásmundur Einar viljann í verki og viðurkenningu á mikilvægi íþrótta í okkar samfélagi. Með íþróttakveðju,Ólafur Magnússon Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála- og afrekssviðs Íþróttasambands fatlaðra.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun