Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. nóvember 2024 07:22 Clare Nowland var þekkt í heimabæ sínum og fór meðal annars í fallhlífarstökk þegar hún varð áttræð. AP/ABC Kristian White, 34 ára lögreglumaður, hefur verið fundinn sekur um að hafa banað Clare Nowland, 95 ára, þegar hann skaut hana með rafbyssu. Nowland féll, fékk höfuðhögg og lést í kjölfarið. Atvikið átti sér stað á hjúkrunarheimili í bænum Cooma í Ástralíu þann 17. maí 2023. Nowland, sem hafði ekki verið formlega greind með heilabilun en hafði sýnt einkenni um nokkurra mánaða skeið, hafði þá verið á rölti um heimilið vopnuð hnífum. Nowland hafði meðal annars farið með hnífana inn á herbergi annars heimilismanns en sá sagðist ekki hafa upplifað að honum stæði hætt af henni. Enda var hún, eins og ákæruvaldið benti á, ekki aðeins 95 ára heldur 48 kíló og gekk með aðstoð göngugrindar. Þegar lögregla kom á staðinn var Nowland ítrekað sagt að leggja hnífinn sem hún bar frá sér en varð ekki við því. Á myndskeiði sést hvernig hún nálgast lögregluþjónana og lyftir hnífnum en hafa ber í huga að það tók hana mínútu að komast einn metra. White varaði Nowland við því að hann hefði miðað vopninu að henni en sagði svo „skítt með það“ og hleypti af, á meðan Nowland var enn í 1,5 til 2 metra fjarlægð. Lögmenn White sögðu hann hafa verið að afstýra hættuástandi en ákæruvaldið var ósammála. „Hvern gat hún skaðað á þessum tíma? Engan,“ sagði saksóknarinn Brett Hatfield. Aðeins þrjár mínútur hefðu liðið frá því að White gekk fram á Nowland og þar til hann hleypti af og hann sýnt pirring og óþolinmæði. Tvo vitni, lögreglumaður og sjúkraflutningamaður, sögðust einnig hafa upplifað að Nowland ógnaði öryggi þeirra en féllust þó á að þau hefðu auðveldlega getað komið sér undan. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Atvikið átti sér stað á hjúkrunarheimili í bænum Cooma í Ástralíu þann 17. maí 2023. Nowland, sem hafði ekki verið formlega greind með heilabilun en hafði sýnt einkenni um nokkurra mánaða skeið, hafði þá verið á rölti um heimilið vopnuð hnífum. Nowland hafði meðal annars farið með hnífana inn á herbergi annars heimilismanns en sá sagðist ekki hafa upplifað að honum stæði hætt af henni. Enda var hún, eins og ákæruvaldið benti á, ekki aðeins 95 ára heldur 48 kíló og gekk með aðstoð göngugrindar. Þegar lögregla kom á staðinn var Nowland ítrekað sagt að leggja hnífinn sem hún bar frá sér en varð ekki við því. Á myndskeiði sést hvernig hún nálgast lögregluþjónana og lyftir hnífnum en hafa ber í huga að það tók hana mínútu að komast einn metra. White varaði Nowland við því að hann hefði miðað vopninu að henni en sagði svo „skítt með það“ og hleypti af, á meðan Nowland var enn í 1,5 til 2 metra fjarlægð. Lögmenn White sögðu hann hafa verið að afstýra hættuástandi en ákæruvaldið var ósammála. „Hvern gat hún skaðað á þessum tíma? Engan,“ sagði saksóknarinn Brett Hatfield. Aðeins þrjár mínútur hefðu liðið frá því að White gekk fram á Nowland og þar til hann hleypti af og hann sýnt pirring og óþolinmæði. Tvo vitni, lögreglumaður og sjúkraflutningamaður, sögðust einnig hafa upplifað að Nowland ógnaði öryggi þeirra en féllust þó á að þau hefðu auðveldlega getað komið sér undan.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira