Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 21:01 Þegar rætt er um það sem kallað hefur verið "skólaforðun" er mikilvægt að átta sig á að hugtakið sjálft getur gefið ranga mynd af vanda barnanna. Skólaforðun er í raun ekki bara viðnám barns gegn skóla, heldur viðbragð við aðstæðum sem barn upplifir óyfirstíganlegar, kvíðvænlegar og valda því vanlíðan. Þetta á frekar rætur að rekja til aðstæðna sem þurfa úrbóta, frekar en vandamáls sem barnið sjálft ætti að „yfirstíga“. Aðeins með því að breyta nálgun okkar getum við raunverulega stutt börn og fjölskyldur þeirra í þessum sporum. Aðstæður barna sem þrífast ekki í skólakerfinu eru ekki einungis áskorun foreldra heldur verkefni skólans og samfélagsins í heild. Að mæta þessum börnum og taka utan um þau kallar á samþættingu þjónustu sem byggir á skilningi, samkennd og lausnamiðuðum aðferðum. Í þessu samhengi leika farsældarlögin stórt hlutverk. Farsældarlögin: Grundvöllur snemmíhlutunar Með lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem tóku gildi árið 2021, hefur opnast nýr farvegur fyrir samtal milli kerfa og snemmíhlutun. Lögin gera ráð fyrir að börn og fjölskyldur þeirra fái stuðning við hæfi án tafar og hindrana. Áður en farsældarlögin komu til sögunnar var algengt að foreldrar fengju ekki þá þjónustu sem þau þurftu, fyrr en of seint. Þau sátu oft ein uppi með vandamál sem þau skorti verkfæri til að leysa. Nú er þó hægt að grípa inn í fyrr með markvissari þjónustu og þrepaskiptu ferli sem hjálpar börnum og fjölskyldum þeirra að takast á við áskoranir sem þessa. Stuðningur við foreldra: Lífsnauðsynlegur þáttur Fyrir foreldra er „skólaforðun“ barns oft ógnvænleg lífsreynsla. Hún leiðir til endurtekinna og krefjandi samskipta við skóla, heilbrigðisþjónustu og jafnvel barnavernd. Daglegt líf getur breyst í sífellda baráttu, þar sem morgnar einkennast af áhyggjum og árekstrum við barn sem upplifir vanmátt gagnvart að fara í skóla. Á meðan foreldrarnir reyna að gera sitt besta, finna þeir oft fyrir mikilli vanmáttarkennd og jafnvel fordómum. Í stað þess að fá skilning og stuðning, mæta þau stundum því viðhorfi að vandamálið liggi hjá þeim eða í uppeldisaðferðum þeirra. Þetta skapar mikla streitu og hefur áhrif á samskipti og líðan innan fjölskyldunnar. Hvað þarf til og af hverju skiptir máli að kjósa Framsókn? Til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við skólaforðun þarf að leggja aukna áherslu á að efla samstarf milli kerfa, fræða samfélagið og tryggja aðgengi að sérfræðiaðstoð. Með farsældarlögunum hefur grunnur verið lagður að nýrri nálgun sem byggir á samkennd og lausnamiðuðum aðgerðum, þar sem skólinn, heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinna saman. Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi í þessum breytingum og er lögð sérstök áhersla á að styrkja fjölskyldur og tryggja að börn fái þann stuðning sem þau þurfa. En ferlinu er ekki lokið. Við verðum að halda áfram að þróa kerfið, bæta þjónustuna og tryggja að stuðningurinn nái til allra sem þurfa á honum að halda. Þetta kallar á meiri tíma, fjármagn og pólitískan vilja til að fylgja farsældarlögunum eftir af fullum krafti. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt að hann skilur þörfina fyrir samþættingu þjónustu og snemmíhlutun og hefur lagt áherslu á að gera líf barna og fjölskyldna þeirra betra. Þess vegna skiptir máli að kjósa Framsókn. Með því að veita flokknum umboð til að halda áfram að byggja upp farsældarkerfið og vinna að betri framtíð fyrir börn okkar tryggjum við að ekkert foreldri standi eitt í erfiðum aðstæðum. Framsókn er flokkur lausna, skilnings og raunverulegs stuðnings – og sú framtíðarsýn mun gera gæfumuninn fyrir fjölskyldur um allt land. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um það sem kallað hefur verið "skólaforðun" er mikilvægt að átta sig á að hugtakið sjálft getur gefið ranga mynd af vanda barnanna. Skólaforðun er í raun ekki bara viðnám barns gegn skóla, heldur viðbragð við aðstæðum sem barn upplifir óyfirstíganlegar, kvíðvænlegar og valda því vanlíðan. Þetta á frekar rætur að rekja til aðstæðna sem þurfa úrbóta, frekar en vandamáls sem barnið sjálft ætti að „yfirstíga“. Aðeins með því að breyta nálgun okkar getum við raunverulega stutt börn og fjölskyldur þeirra í þessum sporum. Aðstæður barna sem þrífast ekki í skólakerfinu eru ekki einungis áskorun foreldra heldur verkefni skólans og samfélagsins í heild. Að mæta þessum börnum og taka utan um þau kallar á samþættingu þjónustu sem byggir á skilningi, samkennd og lausnamiðuðum aðferðum. Í þessu samhengi leika farsældarlögin stórt hlutverk. Farsældarlögin: Grundvöllur snemmíhlutunar Með lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem tóku gildi árið 2021, hefur opnast nýr farvegur fyrir samtal milli kerfa og snemmíhlutun. Lögin gera ráð fyrir að börn og fjölskyldur þeirra fái stuðning við hæfi án tafar og hindrana. Áður en farsældarlögin komu til sögunnar var algengt að foreldrar fengju ekki þá þjónustu sem þau þurftu, fyrr en of seint. Þau sátu oft ein uppi með vandamál sem þau skorti verkfæri til að leysa. Nú er þó hægt að grípa inn í fyrr með markvissari þjónustu og þrepaskiptu ferli sem hjálpar börnum og fjölskyldum þeirra að takast á við áskoranir sem þessa. Stuðningur við foreldra: Lífsnauðsynlegur þáttur Fyrir foreldra er „skólaforðun“ barns oft ógnvænleg lífsreynsla. Hún leiðir til endurtekinna og krefjandi samskipta við skóla, heilbrigðisþjónustu og jafnvel barnavernd. Daglegt líf getur breyst í sífellda baráttu, þar sem morgnar einkennast af áhyggjum og árekstrum við barn sem upplifir vanmátt gagnvart að fara í skóla. Á meðan foreldrarnir reyna að gera sitt besta, finna þeir oft fyrir mikilli vanmáttarkennd og jafnvel fordómum. Í stað þess að fá skilning og stuðning, mæta þau stundum því viðhorfi að vandamálið liggi hjá þeim eða í uppeldisaðferðum þeirra. Þetta skapar mikla streitu og hefur áhrif á samskipti og líðan innan fjölskyldunnar. Hvað þarf til og af hverju skiptir máli að kjósa Framsókn? Til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við skólaforðun þarf að leggja aukna áherslu á að efla samstarf milli kerfa, fræða samfélagið og tryggja aðgengi að sérfræðiaðstoð. Með farsældarlögunum hefur grunnur verið lagður að nýrri nálgun sem byggir á samkennd og lausnamiðuðum aðgerðum, þar sem skólinn, heilbrigðiskerfið og félagsþjónustan vinna saman. Framsóknarflokkurinn hefur verið í fararbroddi í þessum breytingum og er lögð sérstök áhersla á að styrkja fjölskyldur og tryggja að börn fái þann stuðning sem þau þurfa. En ferlinu er ekki lokið. Við verðum að halda áfram að þróa kerfið, bæta þjónustuna og tryggja að stuðningurinn nái til allra sem þurfa á honum að halda. Þetta kallar á meiri tíma, fjármagn og pólitískan vilja til að fylgja farsældarlögunum eftir af fullum krafti. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt að hann skilur þörfina fyrir samþættingu þjónustu og snemmíhlutun og hefur lagt áherslu á að gera líf barna og fjölskyldna þeirra betra. Þess vegna skiptir máli að kjósa Framsókn. Með því að veita flokknum umboð til að halda áfram að byggja upp farsældarkerfið og vinna að betri framtíð fyrir börn okkar tryggjum við að ekkert foreldri standi eitt í erfiðum aðstæðum. Framsókn er flokkur lausna, skilnings og raunverulegs stuðnings – og sú framtíðarsýn mun gera gæfumuninn fyrir fjölskyldur um allt land. Höfundur skipar 8. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun