FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 21:02 Ásmundur Einar Daðason mennta-og barnamálaráðherra var meðal þeirra sem tók fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Vísir/Berghildur Mikil ánægja ríkir í Breiðholti með þá ákvörðun ríkis og borgar að stækka Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Fulltrúar Framsóknarflokksins tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni sem ráðgert er að rísi 2026. Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti var tekin í dag. Byggingin verður tæplega 2700 fermetrar og er ætluð fyrir verknám í húsasmíði, rafvirkjun og listgreinar. Mennta- og barnamálaráðherra, borgarstjóri og fleiri tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni. Þá tók ráðherra fyrstu stóru skóflustungurnar á gröfu. Framsóknarflokkurinn hefur verið iðinn við að hefja nýjar framkvæmdir síðustu vikur. Ráðherrann tók líka fyrstu skóflustunguna að nýjum þjóðarleikvangi í október og notaði líka traktor. Þá er stutt síðan formaður flokksins tók slíkt verkefni að sér þegar ákveðið var að byggja nýja Ölfursárbrú. Bylting fyrir Breiðholtið Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið eftir tvö ár. Lengi hefur verið beðið eftir þessari viðbót, enda ríkti mikil ánægja í skólanum í dag með byrjun framkvæmda. Það voru þau Óskar Jósefsson forstjóri FSRE, Lovísa Eðvarðsdóttir formaður nemendaráðs skólans, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sem tóku fyrstu skóflustungurnar að nýrri byggingu fyrir starfsnám í FB.Vísir/Berghildur Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautarskólans í Breiðholti segir að rætt hafi verið um nauðsyn þess að byggja við skólann síðan árið 2015. „Þetta er langþráð. Búið að vera langt ferli og mikið fagnaðarefni fyrir skólann, fyrir Breiðholtið og íslenskt menntakerfi. Við erum með yfir 400 nemendur sem eru að læra rafvirkjun hjá okkur og hátt í 400 sem eru að læra húsasmíði Þá erum við með mjög sterka listnámsbraut. Allt þetta verður undir í þessu nýju byggingu. Þetta verður bylting fyrir okkur,“ segir Guðrún. Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti var tekin í dag. Byggingin verður tæplega 2700 fermetrar og er ætluð fyrir verknám í húsasmíði, rafvirkjun og listgreinar. Mennta- og barnamálaráðherra, borgarstjóri og fleiri tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni. Þá tók ráðherra fyrstu stóru skóflustungurnar á gröfu. Framsóknarflokkurinn hefur verið iðinn við að hefja nýjar framkvæmdir síðustu vikur. Ráðherrann tók líka fyrstu skóflustunguna að nýjum þjóðarleikvangi í október og notaði líka traktor. Þá er stutt síðan formaður flokksins tók slíkt verkefni að sér þegar ákveðið var að byggja nýja Ölfursárbrú. Bylting fyrir Breiðholtið Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið eftir tvö ár. Lengi hefur verið beðið eftir þessari viðbót, enda ríkti mikil ánægja í skólanum í dag með byrjun framkvæmda. Það voru þau Óskar Jósefsson forstjóri FSRE, Lovísa Eðvarðsdóttir formaður nemendaráðs skólans, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari, Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sem tóku fyrstu skóflustungurnar að nýrri byggingu fyrir starfsnám í FB.Vísir/Berghildur Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautarskólans í Breiðholti segir að rætt hafi verið um nauðsyn þess að byggja við skólann síðan árið 2015. „Þetta er langþráð. Búið að vera langt ferli og mikið fagnaðarefni fyrir skólann, fyrir Breiðholtið og íslenskt menntakerfi. Við erum með yfir 400 nemendur sem eru að læra rafvirkjun hjá okkur og hátt í 400 sem eru að læra húsasmíði Þá erum við með mjög sterka listnámsbraut. Allt þetta verður undir í þessu nýju byggingu. Þetta verður bylting fyrir okkur,“ segir Guðrún.
Framsóknarflokkurinn Skóla- og menntamál Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira