Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar 26. nóvember 2024 17:13 Við þekkjum öll stöðuna í dag. Meðan íbúar allra nágrannalanda okkar eru að greiða mánaðarlega 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar og 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja er sagan önnur hér á landi. Hér á landi eru tölurnar líkari martröð en raunveruleika: Mánaðarleg greiðsla af 2ja herbergja íbúð er 450 þús.kr. og 600 þús.kr. af 3ja herbergja íbúð! Þessu verðum við að breyta og það strax – Ekki eftir 12 ár , kannski, eins og sumir boða. En hvernig má þetta vera? Skýringin er einföld : Hjá nágrannaþjóðum okkar gildir það siðferði að heimili og fyrirtæki þoli ekki hærri stýrivexti en 4%. Allt þar yfir sé óraunhæft og hvorki fólki né fyrirtækjum bjóðandi. Þegar verðbólga hleypur upp í 12% eins og gerðist síðustu misseri þá er lánastofnunum og fjármagnseigendum gert að taka á sig allt umfram áðurnefnd 4%. Þetta vita allir og enginn gerir athugasemdir við þessa nálgun, enda tryggir þetta að allra hagur sé að ná niður verðbólgu. Hér á landi er nálgunin heldur betur öðruvísi: Allur skaði af verðbólgu skal greiddur af heimilum og fyrirtækjum. Hver einasta króna og gott betur. Samhliða skal fjármagnseigendum og lánastofnunum ekki aðeins tryggðar verðbætur, heldur einnig rausnarleg raunávöxtun. Þetta þýðir að meðan íslenskum heimilum og fyrirtækjum blæðir út, þá hagnast bankar og fjármagnseigendur sem aldrei fyrr. Hvatinn til að ná niður verðbólgu er því enginn – Hrun heimila og minni fyrirtækja blasir við. Græðgin er allsráðandi og siðferðið ekkert. En örvæntið ei – Það er til einföld lausn Auðvitað er til einföld lausn á þessum málum. Þess vegna stofnuðum við XL - Lýðræðisflokkinn Og stefna okkar er einföld: Við breytum lögum um Seðlabanka og setjum 4% þak á stýrivexti og jafnframt verði framvegis notast við vísitölu neysluverðs án húsnæðisliðar. Samhliða verður lögum um lífeyrissjóði breytt og liður um 3,5% raunávöxtun tekinn út, enda aldrei gert gagn heldur beinlínis skaða landsmenn. Þannig tryggjum við íslenskum heimilum og fyrirtækjum sömu vaxtakjör og þekkjast í öllum okkar nágrannalöndum: Við borgum framvegis 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar - EKKI 450 þús.kr. Við borgum framvegis 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja íbúðar – EKKI 600 þús.kr. Lögin er einfalt að setja og þau taka gildi strax. Einfalt – Auðvelt – Áhrifaríkt Landsbankinn verður samfélagsbanki Til þess að tryggja eðlileg bankaviðskipti til framtíðar fyrir íslensk heimili og fyrirtæki verður Landsbankinn framvegis rekinn sem samfélagsbanki sem hefur aðeins eitt hlutverk: Að gæta hagsmuna íslenskra heimila og fyrirtækja. Núverandi hlutverk bankans hefur verið að verja hagsmuni vafasamra fjárfesta, samanber kaup bankans á tryggingarfélaginu TM. En einn daginn verður klárlega skrifuð bók um þá misnotkun banka í þjóðareign. Slíkt má aldrei endurtaka sig. Það verður gott og gaman að búa á Íslandi Með þessum einföldu en gríðarlega mikilvægu breytingum verður loks gott og gaman að búa á Íslandi, Fyrir okkur öll. Það er nefnilega enginn hókus pókus við þessa leið og við erum sannarlega ekki að finna upp hjólið: Við erum einfaldlega að taka upp peningamálasiðferði nágrannaþjóða okkar. Það er allt og sumt. Allir flokkar á Alþingi í dag hafa brugðist þjóðinni Það er engum vafa bundið að allir flokkar sem á Alþingi eru í dag hafa brugðist íslenskum heimilum , bændum og fyrirtækjum. Með því að sitja aðgerðalaus og leggja ekki fram eitt einasta þingmál vegna þessa augljósa misréttis sem verið að að beita íslensk heimili, bændur og fyrirtæki eru þingmenn að bregðast okkur öllum. Kjósum breytingar – Kjósum XL Til þess að breyta þessu þurfum við aðeins að gera eitt: Kjósa breytingar – Annars breytist aldrei neitt Til þess þarf hugrekki, hugrekki sem við vitum að þið kjósnedur góðir eruð ríkir af. Gerum lífið betra Kjósum XL Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Landsbankinn Baldur Borgþórsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll stöðuna í dag. Meðan íbúar allra nágrannalanda okkar eru að greiða mánaðarlega 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar og 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja er sagan önnur hér á landi. Hér á landi eru tölurnar líkari martröð en raunveruleika: Mánaðarleg greiðsla af 2ja herbergja íbúð er 450 þús.kr. og 600 þús.kr. af 3ja herbergja íbúð! Þessu verðum við að breyta og það strax – Ekki eftir 12 ár , kannski, eins og sumir boða. En hvernig má þetta vera? Skýringin er einföld : Hjá nágrannaþjóðum okkar gildir það siðferði að heimili og fyrirtæki þoli ekki hærri stýrivexti en 4%. Allt þar yfir sé óraunhæft og hvorki fólki né fyrirtækjum bjóðandi. Þegar verðbólga hleypur upp í 12% eins og gerðist síðustu misseri þá er lánastofnunum og fjármagnseigendum gert að taka á sig allt umfram áðurnefnd 4%. Þetta vita allir og enginn gerir athugasemdir við þessa nálgun, enda tryggir þetta að allra hagur sé að ná niður verðbólgu. Hér á landi er nálgunin heldur betur öðruvísi: Allur skaði af verðbólgu skal greiddur af heimilum og fyrirtækjum. Hver einasta króna og gott betur. Samhliða skal fjármagnseigendum og lánastofnunum ekki aðeins tryggðar verðbætur, heldur einnig rausnarleg raunávöxtun. Þetta þýðir að meðan íslenskum heimilum og fyrirtækjum blæðir út, þá hagnast bankar og fjármagnseigendur sem aldrei fyrr. Hvatinn til að ná niður verðbólgu er því enginn – Hrun heimila og minni fyrirtækja blasir við. Græðgin er allsráðandi og siðferðið ekkert. En örvæntið ei – Það er til einföld lausn Auðvitað er til einföld lausn á þessum málum. Þess vegna stofnuðum við XL - Lýðræðisflokkinn Og stefna okkar er einföld: Við breytum lögum um Seðlabanka og setjum 4% þak á stýrivexti og jafnframt verði framvegis notast við vísitölu neysluverðs án húsnæðisliðar. Samhliða verður lögum um lífeyrissjóði breytt og liður um 3,5% raunávöxtun tekinn út, enda aldrei gert gagn heldur beinlínis skaða landsmenn. Þannig tryggjum við íslenskum heimilum og fyrirtækjum sömu vaxtakjör og þekkjast í öllum okkar nágrannalöndum: Við borgum framvegis 150 þús.kr. af láni 2ja herbergja íbúðar - EKKI 450 þús.kr. Við borgum framvegis 200 þús.kr. af láni 3ja herbergja íbúðar – EKKI 600 þús.kr. Lögin er einfalt að setja og þau taka gildi strax. Einfalt – Auðvelt – Áhrifaríkt Landsbankinn verður samfélagsbanki Til þess að tryggja eðlileg bankaviðskipti til framtíðar fyrir íslensk heimili og fyrirtæki verður Landsbankinn framvegis rekinn sem samfélagsbanki sem hefur aðeins eitt hlutverk: Að gæta hagsmuna íslenskra heimila og fyrirtækja. Núverandi hlutverk bankans hefur verið að verja hagsmuni vafasamra fjárfesta, samanber kaup bankans á tryggingarfélaginu TM. En einn daginn verður klárlega skrifuð bók um þá misnotkun banka í þjóðareign. Slíkt má aldrei endurtaka sig. Það verður gott og gaman að búa á Íslandi Með þessum einföldu en gríðarlega mikilvægu breytingum verður loks gott og gaman að búa á Íslandi, Fyrir okkur öll. Það er nefnilega enginn hókus pókus við þessa leið og við erum sannarlega ekki að finna upp hjólið: Við erum einfaldlega að taka upp peningamálasiðferði nágrannaþjóða okkar. Það er allt og sumt. Allir flokkar á Alþingi í dag hafa brugðist þjóðinni Það er engum vafa bundið að allir flokkar sem á Alþingi eru í dag hafa brugðist íslenskum heimilum , bændum og fyrirtækjum. Með því að sitja aðgerðalaus og leggja ekki fram eitt einasta þingmál vegna þessa augljósa misréttis sem verið að að beita íslensk heimili, bændur og fyrirtæki eru þingmenn að bregðast okkur öllum. Kjósum breytingar – Kjósum XL Til þess að breyta þessu þurfum við aðeins að gera eitt: Kjósa breytingar – Annars breytist aldrei neitt Til þess þarf hugrekki, hugrekki sem við vitum að þið kjósnedur góðir eruð ríkir af. Gerum lífið betra Kjósum XL Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun