Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2024 06:43 Gisele Pelicot hefur öðlast sérstakan sess í hugum margra kvenna, fyrir að krefjast þess að réttarhöldin fari fram fyrir opnum dyrum. Hún hefur verið viðstödd alla meðferð málsins og var fagnað með lófataki við komuna í gær. Getty/Arnold Jerocki Ákæruvaldið í Avignon í Frakklandi hefur farið fram á að Domnique Pelicot, sem hefur játað að hafa byrlað fyrir eiginkonu sinni og nauðgað henni, auk þess að bjóða öðrum að gera slíkt hið sama, verði dæmdur í 20 ára fangelsi. Um er að ræða hámarksrefsingu fyrir brotin en aðstoðarríkissaksóknarinn Laure Chabaud segir að jafnvel þótt um sé að ræða langan dóm sé hann hvergi nærri nógu þungur. Pelicot hefði svalað nautum sínum með því að ráðast gegn og niðurlægja þá manneskju sem hann sagðist unna mest. Pelicot deildi upplýsingum um brot sín í spjallhópum á netinu og bauð öðrum mönnum að taka þátt í þeim. Talið er að allt að 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominique og 50 öðrum. Flestir hafa játað að hafa brotið gegn Gisele en neita að hafa gerst sekir um nauðgun, þar sem þeir hafi ekki haft vitneskju um að hún væri ekki viljugur þátttakandi í kynlífsathöfnunum. Meðferð málsins hefur nú staðið yfir í 50 daga og ríkissaksóknarinn Jean-Francois Mayet sagði af því tilefni að það hefði haft veruleg áhrif á samfélagið í Frakklandi og hugmyndir um sambönd og samskipti fólks. „Þetta snýst ekki bara um sekt eða sýknu, þetta snýst um að gera grundvallarbreytingar á sambandi karla og kvenna,“ sagði hann. Forsætisráðherrann Michel Barnier sagðist sannfærður um að málið myndi marka kaflaskil. Stjórnvöld hafa heitið aðgerðum og hyggjast meðal annars ráðast í vitundarvakningarátak um lyfin sem gjarnan eru notuð eru til að byrla fyrir konum. Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Um er að ræða hámarksrefsingu fyrir brotin en aðstoðarríkissaksóknarinn Laure Chabaud segir að jafnvel þótt um sé að ræða langan dóm sé hann hvergi nærri nógu þungur. Pelicot hefði svalað nautum sínum með því að ráðast gegn og niðurlægja þá manneskju sem hann sagðist unna mest. Pelicot deildi upplýsingum um brot sín í spjallhópum á netinu og bauð öðrum mönnum að taka þátt í þeim. Talið er að allt að 70 menn hafi brotið gegn Gisele Pelicot en réttarhöldin sem nú standa yfir beinast gegn Dominique og 50 öðrum. Flestir hafa játað að hafa brotið gegn Gisele en neita að hafa gerst sekir um nauðgun, þar sem þeir hafi ekki haft vitneskju um að hún væri ekki viljugur þátttakandi í kynlífsathöfnunum. Meðferð málsins hefur nú staðið yfir í 50 daga og ríkissaksóknarinn Jean-Francois Mayet sagði af því tilefni að það hefði haft veruleg áhrif á samfélagið í Frakklandi og hugmyndir um sambönd og samskipti fólks. „Þetta snýst ekki bara um sekt eða sýknu, þetta snýst um að gera grundvallarbreytingar á sambandi karla og kvenna,“ sagði hann. Forsætisráðherrann Michel Barnier sagðist sannfærður um að málið myndi marka kaflaskil. Stjórnvöld hafa heitið aðgerðum og hyggjast meðal annars ráðast í vitundarvakningarátak um lyfin sem gjarnan eru notuð eru til að byrla fyrir konum.
Frakkland Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira