Harry Potter í ástralska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 06:33 Harry Potter lék sinn fyrsta landsleik á dögunum og hafði líka húmor fyrir nafninu sínu. Getty/Ross Parker Harry Potter lék á dögunum sinn fyrsta landsleik fyrir ástralska landsliðið í ruðningi. Hann skoraði við það tilefni á blaðamenn að finna upp á einhverjum frumlegum orðaleikjum með nafnið hans. Potter, sem er 26 ára gamall, gerði gott betur en að að spila fyrsta landsleikinn sinn því hann skoraði snertimark (try) í þessum 27-13 sigri á Skotum. Potter er fæddur á Englandi og gat valið um það hvort hann spilaði fyrir landslið Englands eða landslið Ástralíu. Hann ólst upp í Englandi til tíu ára aldurs en flutti síðan til Ástralíu. Val hans vakti auðvitað mikla athygli enda ástralska liðið komið til Englands að spila og hann með þetta fræga nafn. Potter fæddur í desember 1997 en fyrsta bókin um Harry Potter eftir J. K. Rowling, Harry Potter og viskusteinninn, kom út í júní sama ár. Tilviljun? Ekki vitað en leikmaðurinn ræddi nafnið sitt á blaðamannafundi. Þessi fyrsti landsleikur hans var spilaður í Edinburgh í Skotlandi en það einmitt í þeirri borg sem Rowling samdi flestar bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter. Það þarf kannski ekki að koma óvart að Potter er með gælunafnið „Wizard“ eða „Galdramaðurinn“. Potter er því búinn að heyra mikið af Harry Potter gríni í gegnum tíðina. „Þetta er góð áskorun fyrir blaðamenn að reyna að finna upp á einhverjum nýjum Harry Potter orðaleikjum,“ sagði Potter léttur á blaðamannafundi. „Ég er búin að hlusta á þetta í 26 ár og þetta er allt saman frekar fyndið. Ég tek hattinn minn ofan fyrir einhverju frumlegu,“ sagði Potter. View this post on Instagram A post shared by Rugby JOE (@rugbyjoe) Rugby Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira
Potter, sem er 26 ára gamall, gerði gott betur en að að spila fyrsta landsleikinn sinn því hann skoraði snertimark (try) í þessum 27-13 sigri á Skotum. Potter er fæddur á Englandi og gat valið um það hvort hann spilaði fyrir landslið Englands eða landslið Ástralíu. Hann ólst upp í Englandi til tíu ára aldurs en flutti síðan til Ástralíu. Val hans vakti auðvitað mikla athygli enda ástralska liðið komið til Englands að spila og hann með þetta fræga nafn. Potter fæddur í desember 1997 en fyrsta bókin um Harry Potter eftir J. K. Rowling, Harry Potter og viskusteinninn, kom út í júní sama ár. Tilviljun? Ekki vitað en leikmaðurinn ræddi nafnið sitt á blaðamannafundi. Þessi fyrsti landsleikur hans var spilaður í Edinburgh í Skotlandi en það einmitt í þeirri borg sem Rowling samdi flestar bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter. Það þarf kannski ekki að koma óvart að Potter er með gælunafnið „Wizard“ eða „Galdramaðurinn“. Potter er því búinn að heyra mikið af Harry Potter gríni í gegnum tíðina. „Þetta er góð áskorun fyrir blaðamenn að reyna að finna upp á einhverjum nýjum Harry Potter orðaleikjum,“ sagði Potter léttur á blaðamannafundi. „Ég er búin að hlusta á þetta í 26 ár og þetta er allt saman frekar fyndið. Ég tek hattinn minn ofan fyrir einhverju frumlegu,“ sagði Potter. View this post on Instagram A post shared by Rugby JOE (@rugbyjoe)
Rugby Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Sjá meira