Harry Potter í ástralska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 06:33 Harry Potter lék sinn fyrsta landsleik á dögunum og hafði líka húmor fyrir nafninu sínu. Getty/Ross Parker Harry Potter lék á dögunum sinn fyrsta landsleik fyrir ástralska landsliðið í ruðningi. Hann skoraði við það tilefni á blaðamenn að finna upp á einhverjum frumlegum orðaleikjum með nafnið hans. Potter, sem er 26 ára gamall, gerði gott betur en að að spila fyrsta landsleikinn sinn því hann skoraði snertimark (try) í þessum 27-13 sigri á Skotum. Potter er fæddur á Englandi og gat valið um það hvort hann spilaði fyrir landslið Englands eða landslið Ástralíu. Hann ólst upp í Englandi til tíu ára aldurs en flutti síðan til Ástralíu. Val hans vakti auðvitað mikla athygli enda ástralska liðið komið til Englands að spila og hann með þetta fræga nafn. Potter fæddur í desember 1997 en fyrsta bókin um Harry Potter eftir J. K. Rowling, Harry Potter og viskusteinninn, kom út í júní sama ár. Tilviljun? Ekki vitað en leikmaðurinn ræddi nafnið sitt á blaðamannafundi. Þessi fyrsti landsleikur hans var spilaður í Edinburgh í Skotlandi en það einmitt í þeirri borg sem Rowling samdi flestar bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter. Það þarf kannski ekki að koma óvart að Potter er með gælunafnið „Wizard“ eða „Galdramaðurinn“. Potter er því búinn að heyra mikið af Harry Potter gríni í gegnum tíðina. „Þetta er góð áskorun fyrir blaðamenn að reyna að finna upp á einhverjum nýjum Harry Potter orðaleikjum,“ sagði Potter léttur á blaðamannafundi. „Ég er búin að hlusta á þetta í 26 ár og þetta er allt saman frekar fyndið. Ég tek hattinn minn ofan fyrir einhverju frumlegu,“ sagði Potter. View this post on Instagram A post shared by Rugby JOE (@rugbyjoe) Rugby Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Potter, sem er 26 ára gamall, gerði gott betur en að að spila fyrsta landsleikinn sinn því hann skoraði snertimark (try) í þessum 27-13 sigri á Skotum. Potter er fæddur á Englandi og gat valið um það hvort hann spilaði fyrir landslið Englands eða landslið Ástralíu. Hann ólst upp í Englandi til tíu ára aldurs en flutti síðan til Ástralíu. Val hans vakti auðvitað mikla athygli enda ástralska liðið komið til Englands að spila og hann með þetta fræga nafn. Potter fæddur í desember 1997 en fyrsta bókin um Harry Potter eftir J. K. Rowling, Harry Potter og viskusteinninn, kom út í júní sama ár. Tilviljun? Ekki vitað en leikmaðurinn ræddi nafnið sitt á blaðamannafundi. Þessi fyrsti landsleikur hans var spilaður í Edinburgh í Skotlandi en það einmitt í þeirri borg sem Rowling samdi flestar bækurnar um galdrastrákinn Harry Potter. Það þarf kannski ekki að koma óvart að Potter er með gælunafnið „Wizard“ eða „Galdramaðurinn“. Potter er því búinn að heyra mikið af Harry Potter gríni í gegnum tíðina. „Þetta er góð áskorun fyrir blaðamenn að reyna að finna upp á einhverjum nýjum Harry Potter orðaleikjum,“ sagði Potter léttur á blaðamannafundi. „Ég er búin að hlusta á þetta í 26 ár og þetta er allt saman frekar fyndið. Ég tek hattinn minn ofan fyrir einhverju frumlegu,“ sagði Potter. View this post on Instagram A post shared by Rugby JOE (@rugbyjoe)
Rugby Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira