Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar 25. nóvember 2024 11:04 Rammaáætlun er ein aðalorsök þess að mjög erfiðlega gengur að fá leyfi til að byggja upp græna raforkuframleiðslu. Rammaáætlun, lög nr. 48 frá 2011, er leyfisveitingaferli sem í sinni einföldustu mynd svarar tveimur spurningum, 1) á að nota ákveðið land fyrir græna orku eða 2) friða það. Samkvæmt lögunum er ný verkefnastjórn skipuð á 4 ára fresti. Stysti mögulegi afgreiðslutími rammaáætlunar er því 4 ár. Tölfræðileg samatekt á þriðju rammaáætlun (R3) sem samþykkt var af Alþingi vorið 2022 sýnir hins vegar að meðalafgreiðslutími rammaáætlunar er 16 ár og dæmi er um að verkefni hafi verið þar í 23 ár. Þar við bætist sá tími sem tekur að breyta skipulagi, rannsaka umhverfisáhrif (mat á umhverfisáhrifum), og byggingartími verkefnisins. Afleiðingin er raforkuskortur og tekjutap þjóðarinnar Tafir í leyfisveitingaferlinu hafa valdið því að ekki er byggð ný græn orka. Afleiðingarnar sjást í raforkuskorti undanfarna vetur. Áætlanir eru um að þjóðhagslegur kostnaður sé kominn í um 22-27 milljarða króna nú þegar og ekki sér fyrir endann á orkuskortinum sem gæti varað í mörg ár enn, í 5 ár í viðbót segir Landsnet. Samanlagt tap þjóðarinnar þessi ár gæti því hlaupið á um 82-112 milljörðum króna yfir þennan tíma ef miðað er við þjóðhagslegt tap undanfarinna ára. Til að setja þetta tap í samhengi þá er þetta jafnvirði aflaverðmætis allra frystitogara Íslands í 2 til 3 ár (aflaverðmætið 2023 var 39 milljarðar, heimild: aflafrettir.is). Til að bíta höfuðið af skömminni þá gengur þessi þróun þvert gegn lögbundnum markmiðum um loftslagsmarkmið. Ef þau markmið nást ekki mun þjóðin þurfa að borga sektir þar til þau nást. Sektirnar geta numið 1 til 10 milljörðum á hverju ári (heimild: ræða umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra). Afnema rammaáætlun Það er löngu tímabært að fella rammaáætlun niður, þessa mestu blýhúðun löggjafarinnar, og taka upp einfaldara og skilvirkara kerfi. ESB er með áform um að leyfi til grænnar orku taki ekki lengri tíma en 2 ár. Þá hefur Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor í auðlindafræði sett fram tillögu sem gengur ögn lengra um 1 leyfi fyrir græna orku sem tekur 1 ár að sækja. Rammaáætlun - samantekt: Tekur 16-23 ár að svarar einni spurningu, hvort friða eigi land eða nýta það til grænnar orku. Tefur uppbyggingu grænnar orku um 16-23 ár sem var meðaltími verkefna sem hlutu afgreiðslu í ramma 3. Skerðir réttindi einkaaðila til að nota land sitt til að skapa eigin atvinnu en slík skerðing gæti kostað ríkissjóð tugi milljarða í bætur á ári hverju. Eykur á friðun lands en í dag er þegar búið að friða um 36% af Íslandi og stefnir í 50%, en á sama tíma er allt fótspor grænnar raforkuframleiðslu um 0.6%. Ekki má nýta friðað land til grænnar raforku. Önnur lög tryggja gæði umhverfisins betur t.d. lög um mat á umhverfisáhrifum. Hvaðan á raforkan að koma? Bent hefur verið á að auðveldara er að byggja orkuver sem notar svarta díselolíu til að framleiða orku heldur en orkuver sem framleiða græna orku. Dæmi er um verkefni sem tók aðeins 2 ár frá hugmynd til framleiðslu raforku (10,8 MW díselorkuver Landsnets, 6 díselvélar). Til samanburðar þá taka verkefni í grænni raforku 20 til 32 ár í núverandi blýhúðuðu kerfi. Hvaðan eiga framtíðarkynslóðir þá að fá raforku ef áratugi tekur að fá leyfi fyrir grænni orku? Er verið að þvinga framtíðar kynslóðir yfir í svarta díselorku? Lokaorð Hér í eina tíð voru vextir ákveðnir af Alþingi með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina. Það verklag er fyrir löngu aflagt. Er ekki kominn tími til að færa græna raforku frá Alþingi með því að fella niður rammaáætlun og afnema þannig mestu blýhúðun löggjafarinnar til að koma í veg fyrir stórtjón þjóðarinnar og loftslagsslys? Höfundur er framkvæmdastjóri StormOrku ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Vindorka Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Rammaáætlun er ein aðalorsök þess að mjög erfiðlega gengur að fá leyfi til að byggja upp græna raforkuframleiðslu. Rammaáætlun, lög nr. 48 frá 2011, er leyfisveitingaferli sem í sinni einföldustu mynd svarar tveimur spurningum, 1) á að nota ákveðið land fyrir græna orku eða 2) friða það. Samkvæmt lögunum er ný verkefnastjórn skipuð á 4 ára fresti. Stysti mögulegi afgreiðslutími rammaáætlunar er því 4 ár. Tölfræðileg samatekt á þriðju rammaáætlun (R3) sem samþykkt var af Alþingi vorið 2022 sýnir hins vegar að meðalafgreiðslutími rammaáætlunar er 16 ár og dæmi er um að verkefni hafi verið þar í 23 ár. Þar við bætist sá tími sem tekur að breyta skipulagi, rannsaka umhverfisáhrif (mat á umhverfisáhrifum), og byggingartími verkefnisins. Afleiðingin er raforkuskortur og tekjutap þjóðarinnar Tafir í leyfisveitingaferlinu hafa valdið því að ekki er byggð ný græn orka. Afleiðingarnar sjást í raforkuskorti undanfarna vetur. Áætlanir eru um að þjóðhagslegur kostnaður sé kominn í um 22-27 milljarða króna nú þegar og ekki sér fyrir endann á orkuskortinum sem gæti varað í mörg ár enn, í 5 ár í viðbót segir Landsnet. Samanlagt tap þjóðarinnar þessi ár gæti því hlaupið á um 82-112 milljörðum króna yfir þennan tíma ef miðað er við þjóðhagslegt tap undanfarinna ára. Til að setja þetta tap í samhengi þá er þetta jafnvirði aflaverðmætis allra frystitogara Íslands í 2 til 3 ár (aflaverðmætið 2023 var 39 milljarðar, heimild: aflafrettir.is). Til að bíta höfuðið af skömminni þá gengur þessi þróun þvert gegn lögbundnum markmiðum um loftslagsmarkmið. Ef þau markmið nást ekki mun þjóðin þurfa að borga sektir þar til þau nást. Sektirnar geta numið 1 til 10 milljörðum á hverju ári (heimild: ræða umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra). Afnema rammaáætlun Það er löngu tímabært að fella rammaáætlun niður, þessa mestu blýhúðun löggjafarinnar, og taka upp einfaldara og skilvirkara kerfi. ESB er með áform um að leyfi til grænnar orku taki ekki lengri tíma en 2 ár. Þá hefur Aðalheiður Jóhannsdóttir prófessor í auðlindafræði sett fram tillögu sem gengur ögn lengra um 1 leyfi fyrir græna orku sem tekur 1 ár að sækja. Rammaáætlun - samantekt: Tekur 16-23 ár að svarar einni spurningu, hvort friða eigi land eða nýta það til grænnar orku. Tefur uppbyggingu grænnar orku um 16-23 ár sem var meðaltími verkefna sem hlutu afgreiðslu í ramma 3. Skerðir réttindi einkaaðila til að nota land sitt til að skapa eigin atvinnu en slík skerðing gæti kostað ríkissjóð tugi milljarða í bætur á ári hverju. Eykur á friðun lands en í dag er þegar búið að friða um 36% af Íslandi og stefnir í 50%, en á sama tíma er allt fótspor grænnar raforkuframleiðslu um 0.6%. Ekki má nýta friðað land til grænnar raforku. Önnur lög tryggja gæði umhverfisins betur t.d. lög um mat á umhverfisáhrifum. Hvaðan á raforkan að koma? Bent hefur verið á að auðveldara er að byggja orkuver sem notar svarta díselolíu til að framleiða orku heldur en orkuver sem framleiða græna orku. Dæmi er um verkefni sem tók aðeins 2 ár frá hugmynd til framleiðslu raforku (10,8 MW díselorkuver Landsnets, 6 díselvélar). Til samanburðar þá taka verkefni í grænni raforku 20 til 32 ár í núverandi blýhúðuðu kerfi. Hvaðan eiga framtíðarkynslóðir þá að fá raforku ef áratugi tekur að fá leyfi fyrir grænni orku? Er verið að þvinga framtíðar kynslóðir yfir í svarta díselorku? Lokaorð Hér í eina tíð voru vextir ákveðnir af Alþingi með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina. Það verklag er fyrir löngu aflagt. Er ekki kominn tími til að færa græna raforku frá Alþingi með því að fella niður rammaáætlun og afnema þannig mestu blýhúðun löggjafarinnar til að koma í veg fyrir stórtjón þjóðarinnar og loftslagsslys? Höfundur er framkvæmdastjóri StormOrku ehf.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun