Um 85.000 konur voru drepnar af karlmönnum árið 2023, þar af 51.100 eða 60 prósent af nákomnum.
Nyaradzayi Gumbonzvanda, aðstoðarframkvæmdastjóri UN Women, segir tölurnar sýna að heimilið, sá staður þar sem konum ætti að líða hvað best og vera hvað öruggastar, sé í raun sá staður sem er þeim hættulegastur.
Tölurnar í skýrslunni séu endurspegli líklega aðeins toppinn á ísjakanum, þar sem sums staðar séu dauðsföll kvenna ekki skráð og þá sé dánarmeinið ekki endilega skráð sem kynbundið ofbeldi.
Af heildarfjöldanum voru 21.700 konur drepnar í Afríku. Í Evrópu og Norður- og Suður-Ameríku voru það oftast makar sem drápu konuna en annars staðar nánir fjölskyldumeðlimir.
Gögn frá þremur ríkjum; Frakklandi, Suður-Afríku og Kólumbíu sýndu að umtalsverður fjöldi þeirra kvenna sem var drepinn hafði áður leitað til yfirvalda vegna heimilisofbeldis.
Guardian fjallar ítarlega um málið.