Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2024 08:51 Það er auðvelt að skapa sér velvild og vinsældir um hríð með því að ráðast gegn ímynduðum óvini. Oft ráða skammtímahagsmunir ferðinni þegar slíkt er viðhaft. Formaður flokks fólksins gerir nú tilraun til að gera sér mat úr óánægju einhverra með lífeyrssjóðakerfið með því að boða sérstaka skattlagningu á lífeyrissjóði upp á níutíu milljarða á hverju ári inn í framtíðina. Rétt er að minna á þá staðreynd að lífeyrissjóðir eiga ekki peninga. Þeir eru eftirlaunasjóðir íslensks erfiðisfólks og hafa þann eina tilgang að ávaxta sjóðina sem best til að eiga fyrir lífeyris - og örorkuréttindum framtíðarinnar. Greinarhöfundur hefur ekki sparað gagnrýni á fjárfestingar lífeyrissjóðanna í gegnum tíðina en hefur aldrei dottið í hug að skerða fjárfestingargetu sjóðanna með misvitrum tillögum. Miðað við ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna tapast rúmir tveir milljarðar á hverju ári ef níutíu milljörðum er kippt út úr ávöxtunarfé sjóðanna. Framtíðargeta sjóðanna til útgreiðslu lífeyris og örorkubóta versnar að sama skapi. Tryggingavernd sjóðeigenda rýrna samsvarandi. Það eru vond skilaboð nú þegar eldra fólk er stærri hluti þjóðarinnar en áður var og mun fara mjög fjölgandi á næstu árum og áratugum. Verra er þó þegar fólk og flokkar sem segjast andvíg skerðingum á kjörum almennings fara fram með eina stærstu skerðingartillögu sem sést hefur. Í því felst alvarlegur tvískinnungur. Það er þó af hinu góða að tillögur flokksformannsins komi fram fyrir kosningar þannig að kjósendur sjái með eigin augum hversu vart er að treysta fagurgala um fólk fyrst og annað seinna. Eftirlaunafólk og fólk sem nú er á vinnumarkaði og greiðir í lífeyrissjóð er greinilega ekki í fyrsta sæti hjá flokki fólksins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að skapa sér velvild og vinsældir um hríð með því að ráðast gegn ímynduðum óvini. Oft ráða skammtímahagsmunir ferðinni þegar slíkt er viðhaft. Formaður flokks fólksins gerir nú tilraun til að gera sér mat úr óánægju einhverra með lífeyrssjóðakerfið með því að boða sérstaka skattlagningu á lífeyrissjóði upp á níutíu milljarða á hverju ári inn í framtíðina. Rétt er að minna á þá staðreynd að lífeyrissjóðir eiga ekki peninga. Þeir eru eftirlaunasjóðir íslensks erfiðisfólks og hafa þann eina tilgang að ávaxta sjóðina sem best til að eiga fyrir lífeyris - og örorkuréttindum framtíðarinnar. Greinarhöfundur hefur ekki sparað gagnrýni á fjárfestingar lífeyrissjóðanna í gegnum tíðina en hefur aldrei dottið í hug að skerða fjárfestingargetu sjóðanna með misvitrum tillögum. Miðað við ávöxtunarkröfu lífeyrissjóðanna tapast rúmir tveir milljarðar á hverju ári ef níutíu milljörðum er kippt út úr ávöxtunarfé sjóðanna. Framtíðargeta sjóðanna til útgreiðslu lífeyris og örorkubóta versnar að sama skapi. Tryggingavernd sjóðeigenda rýrna samsvarandi. Það eru vond skilaboð nú þegar eldra fólk er stærri hluti þjóðarinnar en áður var og mun fara mjög fjölgandi á næstu árum og áratugum. Verra er þó þegar fólk og flokkar sem segjast andvíg skerðingum á kjörum almennings fara fram með eina stærstu skerðingartillögu sem sést hefur. Í því felst alvarlegur tvískinnungur. Það er þó af hinu góða að tillögur flokksformannsins komi fram fyrir kosningar þannig að kjósendur sjái með eigin augum hversu vart er að treysta fagurgala um fólk fyrst og annað seinna. Eftirlaunafólk og fólk sem nú er á vinnumarkaði og greiðir í lífeyrissjóð er greinilega ekki í fyrsta sæti hjá flokki fólksins. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar