Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 09:02 Femicide watch í Danmörku 308 konur hafa verið myrtar í Danmörku frá aldamótum vegna kyns síns, það er 308 kvennamorð (e. femicide) hafa verið framin í Danmörku á 21. öldinni. Kvennamorð er kynbundið ofbeldi þar sem konur eða stúlkur eru myrtar vegna kyns síns. Af þessum 308 kvennamorðum í Danmörku 2000-2023 voru 203 eða tveir þriðju framin af maka eða fyrrverandi maka. Í yfirgnæfandi meirihluta morða í nánum samböndum eru það karlmenn sem myrða konur. Kvennamorð á Íslandi Á Íslandi eru sem betur fer fá morð framin þrátt fyrir ógnvænlega fjölgun undanfarið. Hluti þessara morða eru kvennamorð þar sem úreltar hugmyndir feðraveldisins eru orsakavaldurinn. Íslensk rannsókn á morðum á konum 1994-2014 sýndi að sex kvennamorð voru framin á tímabilinu. Hefðirnar: konur sem eign Samkvæmt hefðunum má karlmaður fara með eign sína eins og honum sýnist og konur voru og eru enn í sumum löndum eign karlmanna. Þannig miðuðu fyrstu lög um nauðganir við skaða sem feður/eiginmenn/bræður brotaþola urðu fyrir vegna brotsins, skaði brotaþolans skipti ekki máli. Í 43 löndum í heiminum er nauðgun innan hjónabands ekki lögbrot og í 20 löndum geta nauðgarar sloppið við refsingu ef þeir fallast á að giftast þolandanum. Af þessu hugarfari eimir enn á Norðurlöndunum og það lýsir sé í kynbundu ofbeldi, en tíðni morða í nánum samböndum er svipuð á öllum Norðurlöndunum og hefur lækkað sem betur fer á undanförnum árum þó nú séu blikur á lofti. Ranghugmyndir sem milda viðhorf til kvennamorða Karlmönnum sem myrða konurnar sínar hefur á stundum verið mætt með meiri samúð og skilningi heldur en öðrum morðingjum. Líklega spila þar að minnsta kosti tvær ranghugmyndir inn í. Sú fyrri er að kona sé eign maka síns, arfleið þess tíma þegar konur voru gefnar eiginmönnum sínum af feðrum. Við sjáum þetta enn í flestum brúðkaupum þegar faðir brúðarinnar leiðir hana að altarinu og afhendir hana tilvonandi eiginmanni. Þessi hugmynd um eignarhald karla á konum hefur einnig verið nefnd sem ástæða kvennamorða. Síðari ranghugmyndin er að um stundarbrjálæði eða hjónarifrildi sé að ræða og sú hugmynd er svo lífseig að einungis áratugur er síðan að karlar sem myrtu kvenkyns maka sinn fengu vægara dóma en aðrir morðingjar í Danmörku. Jane Monckton Smith, prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Gloucestershire hefur skipt hegðunarmynstri morðingja í nánum samböndum í átta stig, þar sem næst síðasta stigið er undirbúningur morðisins, en það síðasta er morðið sjálft. Rannsóknir hennar og fleiri fræðimanna sýna að morð í nánum samböndum eru alveg jafn undirbúin og óafsakanleg og önnur morð og er ekki „hjónarifrildi sem endaði illa“. Ójöfn staða kynjanna er orsökin Til að snúa við árþúsundagamalli kúgun þarf meiriháttar samhent átak. Engin getur gert allt en öll geta gert eitthvað. Til þess að stöðva kvennamorð þarf að binda enda á rót þess: ójafna stöðu kynjanna og valdastrúktúr feðraveldisins. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Femicide watch í Danmörku 308 konur hafa verið myrtar í Danmörku frá aldamótum vegna kyns síns, það er 308 kvennamorð (e. femicide) hafa verið framin í Danmörku á 21. öldinni. Kvennamorð er kynbundið ofbeldi þar sem konur eða stúlkur eru myrtar vegna kyns síns. Af þessum 308 kvennamorðum í Danmörku 2000-2023 voru 203 eða tveir þriðju framin af maka eða fyrrverandi maka. Í yfirgnæfandi meirihluta morða í nánum samböndum eru það karlmenn sem myrða konur. Kvennamorð á Íslandi Á Íslandi eru sem betur fer fá morð framin þrátt fyrir ógnvænlega fjölgun undanfarið. Hluti þessara morða eru kvennamorð þar sem úreltar hugmyndir feðraveldisins eru orsakavaldurinn. Íslensk rannsókn á morðum á konum 1994-2014 sýndi að sex kvennamorð voru framin á tímabilinu. Hefðirnar: konur sem eign Samkvæmt hefðunum má karlmaður fara með eign sína eins og honum sýnist og konur voru og eru enn í sumum löndum eign karlmanna. Þannig miðuðu fyrstu lög um nauðganir við skaða sem feður/eiginmenn/bræður brotaþola urðu fyrir vegna brotsins, skaði brotaþolans skipti ekki máli. Í 43 löndum í heiminum er nauðgun innan hjónabands ekki lögbrot og í 20 löndum geta nauðgarar sloppið við refsingu ef þeir fallast á að giftast þolandanum. Af þessu hugarfari eimir enn á Norðurlöndunum og það lýsir sé í kynbundu ofbeldi, en tíðni morða í nánum samböndum er svipuð á öllum Norðurlöndunum og hefur lækkað sem betur fer á undanförnum árum þó nú séu blikur á lofti. Ranghugmyndir sem milda viðhorf til kvennamorða Karlmönnum sem myrða konurnar sínar hefur á stundum verið mætt með meiri samúð og skilningi heldur en öðrum morðingjum. Líklega spila þar að minnsta kosti tvær ranghugmyndir inn í. Sú fyrri er að kona sé eign maka síns, arfleið þess tíma þegar konur voru gefnar eiginmönnum sínum af feðrum. Við sjáum þetta enn í flestum brúðkaupum þegar faðir brúðarinnar leiðir hana að altarinu og afhendir hana tilvonandi eiginmanni. Þessi hugmynd um eignarhald karla á konum hefur einnig verið nefnd sem ástæða kvennamorða. Síðari ranghugmyndin er að um stundarbrjálæði eða hjónarifrildi sé að ræða og sú hugmynd er svo lífseig að einungis áratugur er síðan að karlar sem myrtu kvenkyns maka sinn fengu vægara dóma en aðrir morðingjar í Danmörku. Jane Monckton Smith, prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Gloucestershire hefur skipt hegðunarmynstri morðingja í nánum samböndum í átta stig, þar sem næst síðasta stigið er undirbúningur morðisins, en það síðasta er morðið sjálft. Rannsóknir hennar og fleiri fræðimanna sýna að morð í nánum samböndum eru alveg jafn undirbúin og óafsakanleg og önnur morð og er ekki „hjónarifrildi sem endaði illa“. Ójöfn staða kynjanna er orsökin Til að snúa við árþúsundagamalli kúgun þarf meiriháttar samhent átak. Engin getur gert allt en öll geta gert eitthvað. Til þess að stöðva kvennamorð þarf að binda enda á rót þess: ójafna stöðu kynjanna og valdastrúktúr feðraveldisins. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun