Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 26. nóvember 2024 09:02 Femicide watch í Danmörku 308 konur hafa verið myrtar í Danmörku frá aldamótum vegna kyns síns, það er 308 kvennamorð (e. femicide) hafa verið framin í Danmörku á 21. öldinni. Kvennamorð er kynbundið ofbeldi þar sem konur eða stúlkur eru myrtar vegna kyns síns. Af þessum 308 kvennamorðum í Danmörku 2000-2023 voru 203 eða tveir þriðju framin af maka eða fyrrverandi maka. Í yfirgnæfandi meirihluta morða í nánum samböndum eru það karlmenn sem myrða konur. Kvennamorð á Íslandi Á Íslandi eru sem betur fer fá morð framin þrátt fyrir ógnvænlega fjölgun undanfarið. Hluti þessara morða eru kvennamorð þar sem úreltar hugmyndir feðraveldisins eru orsakavaldurinn. Íslensk rannsókn á morðum á konum 1994-2014 sýndi að sex kvennamorð voru framin á tímabilinu. Hefðirnar: konur sem eign Samkvæmt hefðunum má karlmaður fara með eign sína eins og honum sýnist og konur voru og eru enn í sumum löndum eign karlmanna. Þannig miðuðu fyrstu lög um nauðganir við skaða sem feður/eiginmenn/bræður brotaþola urðu fyrir vegna brotsins, skaði brotaþolans skipti ekki máli. Í 43 löndum í heiminum er nauðgun innan hjónabands ekki lögbrot og í 20 löndum geta nauðgarar sloppið við refsingu ef þeir fallast á að giftast þolandanum. Af þessu hugarfari eimir enn á Norðurlöndunum og það lýsir sé í kynbundu ofbeldi, en tíðni morða í nánum samböndum er svipuð á öllum Norðurlöndunum og hefur lækkað sem betur fer á undanförnum árum þó nú séu blikur á lofti. Ranghugmyndir sem milda viðhorf til kvennamorða Karlmönnum sem myrða konurnar sínar hefur á stundum verið mætt með meiri samúð og skilningi heldur en öðrum morðingjum. Líklega spila þar að minnsta kosti tvær ranghugmyndir inn í. Sú fyrri er að kona sé eign maka síns, arfleið þess tíma þegar konur voru gefnar eiginmönnum sínum af feðrum. Við sjáum þetta enn í flestum brúðkaupum þegar faðir brúðarinnar leiðir hana að altarinu og afhendir hana tilvonandi eiginmanni. Þessi hugmynd um eignarhald karla á konum hefur einnig verið nefnd sem ástæða kvennamorða. Síðari ranghugmyndin er að um stundarbrjálæði eða hjónarifrildi sé að ræða og sú hugmynd er svo lífseig að einungis áratugur er síðan að karlar sem myrtu kvenkyns maka sinn fengu vægara dóma en aðrir morðingjar í Danmörku. Jane Monckton Smith, prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Gloucestershire hefur skipt hegðunarmynstri morðingja í nánum samböndum í átta stig, þar sem næst síðasta stigið er undirbúningur morðisins, en það síðasta er morðið sjálft. Rannsóknir hennar og fleiri fræðimanna sýna að morð í nánum samböndum eru alveg jafn undirbúin og óafsakanleg og önnur morð og er ekki „hjónarifrildi sem endaði illa“. Ójöfn staða kynjanna er orsökin Til að snúa við árþúsundagamalli kúgun þarf meiriháttar samhent átak. Engin getur gert allt en öll geta gert eitthvað. Til þess að stöðva kvennamorð þarf að binda enda á rót þess: ójafna stöðu kynjanna og valdastrúktúr feðraveldisins. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Femicide watch í Danmörku 308 konur hafa verið myrtar í Danmörku frá aldamótum vegna kyns síns, það er 308 kvennamorð (e. femicide) hafa verið framin í Danmörku á 21. öldinni. Kvennamorð er kynbundið ofbeldi þar sem konur eða stúlkur eru myrtar vegna kyns síns. Af þessum 308 kvennamorðum í Danmörku 2000-2023 voru 203 eða tveir þriðju framin af maka eða fyrrverandi maka. Í yfirgnæfandi meirihluta morða í nánum samböndum eru það karlmenn sem myrða konur. Kvennamorð á Íslandi Á Íslandi eru sem betur fer fá morð framin þrátt fyrir ógnvænlega fjölgun undanfarið. Hluti þessara morða eru kvennamorð þar sem úreltar hugmyndir feðraveldisins eru orsakavaldurinn. Íslensk rannsókn á morðum á konum 1994-2014 sýndi að sex kvennamorð voru framin á tímabilinu. Hefðirnar: konur sem eign Samkvæmt hefðunum má karlmaður fara með eign sína eins og honum sýnist og konur voru og eru enn í sumum löndum eign karlmanna. Þannig miðuðu fyrstu lög um nauðganir við skaða sem feður/eiginmenn/bræður brotaþola urðu fyrir vegna brotsins, skaði brotaþolans skipti ekki máli. Í 43 löndum í heiminum er nauðgun innan hjónabands ekki lögbrot og í 20 löndum geta nauðgarar sloppið við refsingu ef þeir fallast á að giftast þolandanum. Af þessu hugarfari eimir enn á Norðurlöndunum og það lýsir sé í kynbundu ofbeldi, en tíðni morða í nánum samböndum er svipuð á öllum Norðurlöndunum og hefur lækkað sem betur fer á undanförnum árum þó nú séu blikur á lofti. Ranghugmyndir sem milda viðhorf til kvennamorða Karlmönnum sem myrða konurnar sínar hefur á stundum verið mætt með meiri samúð og skilningi heldur en öðrum morðingjum. Líklega spila þar að minnsta kosti tvær ranghugmyndir inn í. Sú fyrri er að kona sé eign maka síns, arfleið þess tíma þegar konur voru gefnar eiginmönnum sínum af feðrum. Við sjáum þetta enn í flestum brúðkaupum þegar faðir brúðarinnar leiðir hana að altarinu og afhendir hana tilvonandi eiginmanni. Þessi hugmynd um eignarhald karla á konum hefur einnig verið nefnd sem ástæða kvennamorða. Síðari ranghugmyndin er að um stundarbrjálæði eða hjónarifrildi sé að ræða og sú hugmynd er svo lífseig að einungis áratugur er síðan að karlar sem myrtu kvenkyns maka sinn fengu vægara dóma en aðrir morðingjar í Danmörku. Jane Monckton Smith, prófessor í afbrotafræði við Háskólann í Gloucestershire hefur skipt hegðunarmynstri morðingja í nánum samböndum í átta stig, þar sem næst síðasta stigið er undirbúningur morðisins, en það síðasta er morðið sjálft. Rannsóknir hennar og fleiri fræðimanna sýna að morð í nánum samböndum eru alveg jafn undirbúin og óafsakanleg og önnur morð og er ekki „hjónarifrildi sem endaði illa“. Ójöfn staða kynjanna er orsökin Til að snúa við árþúsundagamalli kúgun þarf meiriháttar samhent átak. Engin getur gert allt en öll geta gert eitthvað. Til þess að stöðva kvennamorð þarf að binda enda á rót þess: ójafna stöðu kynjanna og valdastrúktúr feðraveldisins. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun