Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 12:47 Velferð er byggð á öflugu atvinnulífi, það er forsenda framfara. Þetta vitum við Sjálfstæðismenn. Það á að vera eftirsóknarvert að stofna og reka fyrirtæki á Íslandi. Við þurfum að tryggja stöðugleika, hóflega skattheimtu og einfalt regluverk. Við fjármögnum ekki velferðarkerfið okkar með aukinni skattpíningu - eins og vinstri flokkarnir keppast nú um að boða. Við fjármögnum velferðina okkar með stærra og öflugra atvinnulífi. Sjálfstæðisflokkurinn vill létta undir með heimilum landsins, við viljum minni verðbólgu, lægri vexti, lægri skatta og þannig skilja meira eftir í vösum vinnandi fólks. Við eigum að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft og styðja þau sem á raunverulegum stuðning þurfa að halda. Flestir vilja búa í eigin húsnæði, við viljum gera fólki það kleift og stöndum vörð um séreignarstefnuna. Ryðjum í burtu hindrunum sem standa í veginum. Byggjum meira, lækkum vexti og aðstoðum ungt fólk við að komast inn á fasteignamarkaðinn. Jöfn tækifæri allra eru forsenda framfara og velferðar. Þjóðir sem ná árangri í menntamálum búa við fleiri tækifæri og betri lífskjör. Þess vegna boðar Sjálfstæðisflokkurinn stórsókn og umbreytingu á menntakerfinu. Við viljum heilbrigðisþjónustu fyrir fólkið en ekki kerfið, þar sem þjónusta er veitt tímanlega og er aðgengileg öllum óháð efnahag. Sjálfstæðisflokkurinn vill aukna nýsköpun og fjölbreyttari rekstrarform sem stuðlar að betri þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn vill verja fullveldi, sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar og tryggja enn frekar efnahagslegt sjálfstæði landsins með frjálsum viðskiptum og greiðum aðgangi að alþjóðamörkuðum. Við viljum ekki ganga í Evrópusambandið. Hagvöxtur er enda meiri hér en í ESB, atvinnuleysi er minna og fleiri búa í eigin fasteign hér á landi en í ESB. Lífið er einfaldlega betra utan ESB. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn og tryggjum meiri árangur fyrir okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Velferð er byggð á öflugu atvinnulífi, það er forsenda framfara. Þetta vitum við Sjálfstæðismenn. Það á að vera eftirsóknarvert að stofna og reka fyrirtæki á Íslandi. Við þurfum að tryggja stöðugleika, hóflega skattheimtu og einfalt regluverk. Við fjármögnum ekki velferðarkerfið okkar með aukinni skattpíningu - eins og vinstri flokkarnir keppast nú um að boða. Við fjármögnum velferðina okkar með stærra og öflugra atvinnulífi. Sjálfstæðisflokkurinn vill létta undir með heimilum landsins, við viljum minni verðbólgu, lægri vexti, lægri skatta og þannig skilja meira eftir í vösum vinnandi fólks. Við eigum að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft og styðja þau sem á raunverulegum stuðning þurfa að halda. Flestir vilja búa í eigin húsnæði, við viljum gera fólki það kleift og stöndum vörð um séreignarstefnuna. Ryðjum í burtu hindrunum sem standa í veginum. Byggjum meira, lækkum vexti og aðstoðum ungt fólk við að komast inn á fasteignamarkaðinn. Jöfn tækifæri allra eru forsenda framfara og velferðar. Þjóðir sem ná árangri í menntamálum búa við fleiri tækifæri og betri lífskjör. Þess vegna boðar Sjálfstæðisflokkurinn stórsókn og umbreytingu á menntakerfinu. Við viljum heilbrigðisþjónustu fyrir fólkið en ekki kerfið, þar sem þjónusta er veitt tímanlega og er aðgengileg öllum óháð efnahag. Sjálfstæðisflokkurinn vill aukna nýsköpun og fjölbreyttari rekstrarform sem stuðlar að betri þjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn vill verja fullveldi, sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar og tryggja enn frekar efnahagslegt sjálfstæði landsins með frjálsum viðskiptum og greiðum aðgangi að alþjóðamörkuðum. Við viljum ekki ganga í Evrópusambandið. Hagvöxtur er enda meiri hér en í ESB, atvinnuleysi er minna og fleiri búa í eigin fasteign hér á landi en í ESB. Lífið er einfaldlega betra utan ESB. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn og tryggjum meiri árangur fyrir okkur öll. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar