Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 11:47 Sem ráðherra nýsköpunar hef ég lagt sérstaka áherslu á að styðja við nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Ég, eins og raunar langflestir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem ég hef rætt við, er sannfærð um nauðsyn þess að ryðja braut nýrra strauma, hugsunar og aðferða í heilbrigðiskerfinu. Í heilbrigðiskerfinu starfar fólk sem setur velferð okkar í fyrsta sæti. Í þeim hópi leynast víða miklir frumkvöðlar með góðar og mikilvægar hugmyndir. Við þurfum að nýta nýjar lausnir til að létta á álagi og styðja betur við starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks um leið og bætum þjónustu við sjúklinga, styttum biðlista og aukum hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Nýsköpun og nýting gervigreindar eru forsenda þess að okkur takist að nýta betur sameiginlega fjármuni sem renna til heilbrigðiskerfisins og um leið tryggja að sú mikla þekking og hæfileikar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn búa yfir, sé ekki sóað í skriffinnsku vegna gamaldags kerfis. Spennitreyja skriffinsku Ég hef litið á það sem skyldu mína að berjast fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk verði leyst úr spennitreyju skriffinnsku sem um leið tryggir sjúklingum betri, öruggari og skjótari þjónustu. En kerfið leggur því miður stein í götu frumkvöðla og heilbrigðisstarfsmanna sem þróa nýjar lausnir – lausnir sem munu spara ómælda fjármuni og gjörbreyta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til hins betra, draga úr álagi og gera þeim kleift að verja meiri tíma í að sinna sjúklingum. Við megum ekki vera hrædd við að nýta okkur tækni og hugvit við að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Ég hef átt fjölmörg samtöl við lækna og frumkvöðla á síðustu árum um nýsköpun. Áhuginn og þekkingin er svo sannarlega fyrir hendi. En oft er kerfið áhugalaust. Gagnrýnin beinist ekki síst að landlæknisembættinu og því hversu seint og flókið ferlið getur verið koma nýjum tæknilausnum í gegnum nálarauga kerfisins. Þeir sem starfa innan heilbrigðisgeirans hafa lýst því hvernig þróun og innleiðing tæknilausna, svo sem rafrænna sjúkraskráa eða annarra stafrænna lausna, taki óhóflega langan tíma vegna tregðu kerfisins. Þetta hefur haft þau áhrif að nýjungar sem geta bætt þjónustu við sjúklinga og einfaldað vinnu heilbrigðisstarfsfólks eru settar á bið, jafnvel svo árum skiptir. Ég vakti athygli á þessu í grein á Vísi fyrir nokkrum dögum m.a. í ljósi frétta af ágreiningi og málaferlum Landlæknis gegn nýsköpunarfyrirtækjum. Ekki í fyrsta skipti. Með hliðsjón af því að Samfylkingin teflir landlækni fram sem ráðherraefni í heilbrigðisráðuneytinu var illa undan því vikist að draga það fram í dagsljósið hve litla samleið landlæknir og nýsköpun hafa átt á síðustu árum. Í greininni benti ég á dæmi um hvernig kerfið hefur hreinlega beitt sér gegn nýsköpunarfyrirtækjum. Það þarf meira til Greinin vakti hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna Samfylkingar og kerfisins. Það kom ekki á óvart. Gagnrýnin mín og ábendingar standa óhögguð. Aldrei var ég að mælast gegn því að nýsköpunarfyrirtækjum og nýjum lausnum séu settar skýrar leiðbeiningar, né að nýsköpun sé innleidd í blindni. En ég hef skilning á, að þeim svíði undan skrifum sem vilja verja Samfylkinguna og óbreytt ástand og vilji afvegaleiða umræðuna frá því sem ég var raunverulega að benda á og skiptir sköpum. Það skiptir okkur öll miklu að landlæknir ýti undir skapandi hugsun allra sem starfa innan heilbrigðiskerfisins alveg með sama hætti og heilbrigðisráðherra tryggi að framsæknar hugmyndir og nýjar lausnir fái að blómstra. Í stað þess að reisa hindranir gagnvart frumkvöðlum eiga yfirvöld heilbrigðismála að leggjast á árarnar með hugvitinu. Lausnin er ekki svo einföld að heimilislæknir á mann dugi til. Við vitum öll að það þarf meira til. Það er allt undir nú þegar þjóðin eldist og lífsstílssjúkdómar fara vaxandi að við getum tekið umræðu um lýðheilsu og heilsueflingu. Við eigum að efla og hjálpa einstaklingum að taka ábyrgð á sinni eigin heilsu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í verki sýnt hve mikla áherslu hann leggur á nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins – ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Ég er og verð alltaf í liði með fólki og hugvitinu. Samfylkingin er í einhverju allt öðru liði. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Nýsköpun Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Sem ráðherra nýsköpunar hef ég lagt sérstaka áherslu á að styðja við nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Ég, eins og raunar langflestir starfsmenn heilbrigðiskerfisins sem ég hef rætt við, er sannfærð um nauðsyn þess að ryðja braut nýrra strauma, hugsunar og aðferða í heilbrigðiskerfinu. Í heilbrigðiskerfinu starfar fólk sem setur velferð okkar í fyrsta sæti. Í þeim hópi leynast víða miklir frumkvöðlar með góðar og mikilvægar hugmyndir. Við þurfum að nýta nýjar lausnir til að létta á álagi og styðja betur við starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks um leið og bætum þjónustu við sjúklinga, styttum biðlista og aukum hagkvæmni og skilvirkni kerfisins. Nýsköpun og nýting gervigreindar eru forsenda þess að okkur takist að nýta betur sameiginlega fjármuni sem renna til heilbrigðiskerfisins og um leið tryggja að sú mikla þekking og hæfileikar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn búa yfir, sé ekki sóað í skriffinnsku vegna gamaldags kerfis. Spennitreyja skriffinsku Ég hef litið á það sem skyldu mína að berjast fyrir því að heilbrigðisstarfsfólk verði leyst úr spennitreyju skriffinnsku sem um leið tryggir sjúklingum betri, öruggari og skjótari þjónustu. En kerfið leggur því miður stein í götu frumkvöðla og heilbrigðisstarfsmanna sem þróa nýjar lausnir – lausnir sem munu spara ómælda fjármuni og gjörbreyta starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til hins betra, draga úr álagi og gera þeim kleift að verja meiri tíma í að sinna sjúklingum. Við megum ekki vera hrædd við að nýta okkur tækni og hugvit við að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. Ég hef átt fjölmörg samtöl við lækna og frumkvöðla á síðustu árum um nýsköpun. Áhuginn og þekkingin er svo sannarlega fyrir hendi. En oft er kerfið áhugalaust. Gagnrýnin beinist ekki síst að landlæknisembættinu og því hversu seint og flókið ferlið getur verið koma nýjum tæknilausnum í gegnum nálarauga kerfisins. Þeir sem starfa innan heilbrigðisgeirans hafa lýst því hvernig þróun og innleiðing tæknilausna, svo sem rafrænna sjúkraskráa eða annarra stafrænna lausna, taki óhóflega langan tíma vegna tregðu kerfisins. Þetta hefur haft þau áhrif að nýjungar sem geta bætt þjónustu við sjúklinga og einfaldað vinnu heilbrigðisstarfsfólks eru settar á bið, jafnvel svo árum skiptir. Ég vakti athygli á þessu í grein á Vísi fyrir nokkrum dögum m.a. í ljósi frétta af ágreiningi og málaferlum Landlæknis gegn nýsköpunarfyrirtækjum. Ekki í fyrsta skipti. Með hliðsjón af því að Samfylkingin teflir landlækni fram sem ráðherraefni í heilbrigðisráðuneytinu var illa undan því vikist að draga það fram í dagsljósið hve litla samleið landlæknir og nýsköpun hafa átt á síðustu árum. Í greininni benti ég á dæmi um hvernig kerfið hefur hreinlega beitt sér gegn nýsköpunarfyrirtækjum. Það þarf meira til Greinin vakti hörð viðbrögð meðal stuðningsmanna Samfylkingar og kerfisins. Það kom ekki á óvart. Gagnrýnin mín og ábendingar standa óhögguð. Aldrei var ég að mælast gegn því að nýsköpunarfyrirtækjum og nýjum lausnum séu settar skýrar leiðbeiningar, né að nýsköpun sé innleidd í blindni. En ég hef skilning á, að þeim svíði undan skrifum sem vilja verja Samfylkinguna og óbreytt ástand og vilji afvegaleiða umræðuna frá því sem ég var raunverulega að benda á og skiptir sköpum. Það skiptir okkur öll miklu að landlæknir ýti undir skapandi hugsun allra sem starfa innan heilbrigðiskerfisins alveg með sama hætti og heilbrigðisráðherra tryggi að framsæknar hugmyndir og nýjar lausnir fái að blómstra. Í stað þess að reisa hindranir gagnvart frumkvöðlum eiga yfirvöld heilbrigðismála að leggjast á árarnar með hugvitinu. Lausnin er ekki svo einföld að heimilislæknir á mann dugi til. Við vitum öll að það þarf meira til. Það er allt undir nú þegar þjóðin eldist og lífsstílssjúkdómar fara vaxandi að við getum tekið umræðu um lýðheilsu og heilsueflingu. Við eigum að efla og hjálpa einstaklingum að taka ábyrgð á sinni eigin heilsu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í verki sýnt hve mikla áherslu hann leggur á nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins – ekki síst í heilbrigðiskerfinu. Ég er og verð alltaf í liði með fólki og hugvitinu. Samfylkingin er í einhverju allt öðru liði. Höfundur er ráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun