Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2024 10:50 Benjamín Netanjahú og Yoev Gallant. AP/Abir Sultan Ráðamenn í Ísrael hafa brugðist reiðir við ákvörðun dómara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) að gefa út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra og fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísrael. Báðir eru sakaðir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu á Gasa, þar sem Ísraelar hafa verið að gera mannskæðar árásir í rúmt ár. Margir áhrifamenn í Bandaríkjunum hafa einnig gagnrýnt dómstólinn harðlega og menn úr röðum Trump-liða heita aðgerðum. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fordæmdi ákvörðunina og sagði Ísrael hafna henni með „viðbjóði“, eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar. Dómstóllinn gaf einnig út handtökuskipun á hendur Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, eða „Deif“, æðsta hernaðarleiðtoga Hamas-samtakanna. Óljóst er hvort hann sé á lífi, en fyrr á þessu ári fór æðsti saksóknari ICC fram á handtökuskipun á hendur þeim þremur auk þeirra Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar, fyrrverandi leiðtogum Hamas-samtakanna, en þeir hafa báðir verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja að Deif sé einnig dáinn en það hefur ekki verið staðfest. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til þessara ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin, helstu bakhjarlar Ísrael, hafa ekki heldur skrifað undir sáttmálann. Það hafa Rússar né Kínverjar ekki heldur gert. Ráðamenn nokkurra ríkja sem hafa skrifað undir sáttmálann hafa lýst því yfir að ferðist Netanjahú þangað verði hann handtekinn. Frá höfuðstöðvum Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag.AP/Peter Dejong Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur lýst því yfir að Netanjahú verði ekki handtekinn þar, þó ríkið hafi skrifað undir Rómarsamþykktina. Í viðtali gagnrýndi hann dómstólinn harðlega. Biden segist standa með Ísrael Karine Jean-Pierra, talskona Bidens, sagði í gær að ferli ICC væri „gallað“. Vísaði hún til þess hvernig Karim Khan, æðsti saksóknari dómstólsins, hefði staðið að rannsókn á Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og hvernig yfirvöld í Ísrael hefðu ekki fengið tækifæri til að bregðast við aðgerðum dómstólsins. Sagði hún það draga úr trúverðugleika dómstólsins og rannsókn saksóknarans. Ríkisstjórn Bidens hefur þó neitað, enn sem komið er, að fara í aðgerðir gegn dómstólnum. Eftir að saksóknari ICC fór fram á handtökuskipanirnar í maí, samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp um að beita starfsmenn dómstólsins refsiaðgerðum. Atkvæðagreiðslan um frumvarpið fór 247-155 og var hún studd af 42 þingmönnum Demókrataflokksins. Biden sagðist mótfallinn frumvarpinu og það var aldrei tekið fyrir í öldungadeildinni. Hvíta húsið sendi í gær út yfirlýsingu þar sem handtökuskipanirnar gegn Netanjahú og Gallant voru fordæmdar og þeim hafnað. Í henni var haft eftir Biden að þær væru forkastanlegar og ómögulegt væri að setja Ísrael og Hamas á sama stall. „Við munum ávallt standa með Ísrael og öryggi þess.“ Bandarískir þingmenn hafa margir slegið á svipaða strengi og hafa sumir þeirra kallað eftir aðgerðum gegn dómstólnum. Þeirra á meðal er öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham, sem er náinn bandamaður Donalds Trump, sem flytur í Hvíta húsið í janúar. Mike Waltz, fulltrúadeildarþingmaður frá Flórída, og verðandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, lýsti því yfir að dómstóllinn hefði engan trúverðugleika og að yfirvöld Bandaríkjanna hefðu afsannað ásakanirnar gegn Netanjahú og Gallant. Hann sagði einnig að búast mætti við hörðum viðbrögðum gegn ICC og Sameinuðu þjóðunum í janúar og sakaði hann þessar stofnanir um gyðingahatur. The ICC has no credibility and these allegations have been refuted by the U.S. government. Israel has lawfully defended its people & borders from genocidal terrorists. You can expect a strong response to the antisemitic bias of the ICC & UN come January. https://t.co/jIalwzooeS— Rep. Mike Waltz (@michaelgwaltz) November 21, 2024 Þegar Trump var síðast forseti beitt hann Sakamáladómstólinn refsiaðgerðum. Hann hefur þó ekki tjáð sig um mál Netanjahús og Gallants. Í fámennum hópi Netanjahú er nú kominn í tiltölulega fámennann hóp þjóðarleiðtoga og stríðsherra sem hafa verið ákærðir af Alþjóðlega sakamáladómstólnum. Þeirra á meðal eru Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, Moammar Gadhafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, Joseph Kony, alræmdur stríðsherra frá Úganda, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Eins og í tilfelli Pútíns, þykir ólíklegt að Netanjahú og Gallant muni nokkurn tímann standa frammi fyrir dómurum ICC. Handtökuskipanirnar gætu takmarkað ferðalög þeirra um heiminn en án stuðnings Bandaríkjanna er einnig ólíklegt að þær muni hafa mikil áhrif á hernað Ísraela á Gasaströndinni. Í frétt AP segr að heilt yfir hafi ICC gefið út handtökuskipanir á hendur sextíu manns. Af þeim hefur 21 verið færður fyrir dómara. Ellefu hafa verið sakfelldir og fjórir sýknaðir. Þrjátíu eru enn taldir ganga lausir. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira
Margir áhrifamenn í Bandaríkjunum hafa einnig gagnrýnt dómstólinn harðlega og menn úr röðum Trump-liða heita aðgerðum. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, fordæmdi ákvörðunina og sagði Ísrael hafna henni með „viðbjóði“, eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar. Dómstóllinn gaf einnig út handtökuskipun á hendur Mohammed Diab Ibrahim Al-Masri, eða „Deif“, æðsta hernaðarleiðtoga Hamas-samtakanna. Óljóst er hvort hann sé á lífi, en fyrr á þessu ári fór æðsti saksóknari ICC fram á handtökuskipun á hendur þeim þremur auk þeirra Ismail Haniyeh og Yahya Sinwar, fyrrverandi leiðtogum Hamas-samtakanna, en þeir hafa báðir verið felldir af Ísraelum. Ísraelar segja að Deif sé einnig dáinn en það hefur ekki verið staðfest. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Ísrael er ekki eitt af þeim 124 ríkjum sem hafa skrifað undir Rómarsamþykktina um stofnun Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Ferðist Netanjahú eða aðrir sem dómstóllinn hefur lýst eftir til þessara ríkja, eiga þeir að vera handteknir. Bandaríkin, helstu bakhjarlar Ísrael, hafa ekki heldur skrifað undir sáttmálann. Það hafa Rússar né Kínverjar ekki heldur gert. Ráðamenn nokkurra ríkja sem hafa skrifað undir sáttmálann hafa lýst því yfir að ferðist Netanjahú þangað verði hann handtekinn. Frá höfuðstöðvum Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag.AP/Peter Dejong Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur lýst því yfir að Netanjahú verði ekki handtekinn þar, þó ríkið hafi skrifað undir Rómarsamþykktina. Í viðtali gagnrýndi hann dómstólinn harðlega. Biden segist standa með Ísrael Karine Jean-Pierra, talskona Bidens, sagði í gær að ferli ICC væri „gallað“. Vísaði hún til þess hvernig Karim Khan, æðsti saksóknari dómstólsins, hefði staðið að rannsókn á Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og hvernig yfirvöld í Ísrael hefðu ekki fengið tækifæri til að bregðast við aðgerðum dómstólsins. Sagði hún það draga úr trúverðugleika dómstólsins og rannsókn saksóknarans. Ríkisstjórn Bidens hefur þó neitað, enn sem komið er, að fara í aðgerðir gegn dómstólnum. Eftir að saksóknari ICC fór fram á handtökuskipanirnar í maí, samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp um að beita starfsmenn dómstólsins refsiaðgerðum. Atkvæðagreiðslan um frumvarpið fór 247-155 og var hún studd af 42 þingmönnum Demókrataflokksins. Biden sagðist mótfallinn frumvarpinu og það var aldrei tekið fyrir í öldungadeildinni. Hvíta húsið sendi í gær út yfirlýsingu þar sem handtökuskipanirnar gegn Netanjahú og Gallant voru fordæmdar og þeim hafnað. Í henni var haft eftir Biden að þær væru forkastanlegar og ómögulegt væri að setja Ísrael og Hamas á sama stall. „Við munum ávallt standa með Ísrael og öryggi þess.“ Bandarískir þingmenn hafa margir slegið á svipaða strengi og hafa sumir þeirra kallað eftir aðgerðum gegn dómstólnum. Þeirra á meðal er öldungadeildarþingmaðurinn Lindsey Graham, sem er náinn bandamaður Donalds Trump, sem flytur í Hvíta húsið í janúar. Mike Waltz, fulltrúadeildarþingmaður frá Flórída, og verðandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, lýsti því yfir að dómstóllinn hefði engan trúverðugleika og að yfirvöld Bandaríkjanna hefðu afsannað ásakanirnar gegn Netanjahú og Gallant. Hann sagði einnig að búast mætti við hörðum viðbrögðum gegn ICC og Sameinuðu þjóðunum í janúar og sakaði hann þessar stofnanir um gyðingahatur. The ICC has no credibility and these allegations have been refuted by the U.S. government. Israel has lawfully defended its people & borders from genocidal terrorists. You can expect a strong response to the antisemitic bias of the ICC & UN come January. https://t.co/jIalwzooeS— Rep. Mike Waltz (@michaelgwaltz) November 21, 2024 Þegar Trump var síðast forseti beitt hann Sakamáladómstólinn refsiaðgerðum. Hann hefur þó ekki tjáð sig um mál Netanjahús og Gallants. Í fámennum hópi Netanjahú er nú kominn í tiltölulega fámennann hóp þjóðarleiðtoga og stríðsherra sem hafa verið ákærðir af Alþjóðlega sakamáladómstólnum. Þeirra á meðal eru Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, Moammar Gadhafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, Joseph Kony, alræmdur stríðsherra frá Úganda, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands. Sjá einnig: Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín Eins og í tilfelli Pútíns, þykir ólíklegt að Netanjahú og Gallant muni nokkurn tímann standa frammi fyrir dómurum ICC. Handtökuskipanirnar gætu takmarkað ferðalög þeirra um heiminn en án stuðnings Bandaríkjanna er einnig ólíklegt að þær muni hafa mikil áhrif á hernað Ísraela á Gasaströndinni. Í frétt AP segr að heilt yfir hafi ICC gefið út handtökuskipanir á hendur sextíu manns. Af þeim hefur 21 verið færður fyrir dómara. Ellefu hafa verið sakfelldir og fjórir sýknaðir. Þrjátíu eru enn taldir ganga lausir.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Sjá meira