Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar 23. nóvember 2024 08:03 Hreinn meirihluti kjósenda telur mikilvægt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á komandi kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Alls segja 55% það mikilvægt , 21% í meðallagi mikilvægt en 24% lítilvægt. Þessi niðurstaða er mjög afgerandi. Í þessu samhengi er fróðlegt að skoða viðhorf stjórnmálaflokkanna til að halda slíka atkvæðagreiðslu á komandi kjördæmabili. Evrópuhreyfinginn spurði flokkana tveggja einfaldra spurninga um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Spurning eitt Mun flokkurinn beita sér fyrir því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB? Já Píratar og Viðreisn svara játandi. Samfylkingin er jákvæð en ekki afdráttarlaus. Nei Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Sósíalistar svara allir nei. Óljóst Vinstri græn svara spurningunni með óljósum hætti en verða hér felld í þann flokk að þau muni ekki beita sér fyrir slíkri atkvæðagreiðslu. Spurning tvö Mun flokkurinn beita sér gegn því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB? Nei Flokkur fólksins, Píratar, Samfylking, Sósíalistar og Viðreisn svara því afdráttarlaust neitandi að þessir flokkar muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Já Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn svara því afdráttarlaust játandi að þeir muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Óljóst Vinstri græn svara spurningunni með afar óljósum hætti og ekki unnt að átta sig á því hvaða afstöðu þau muni taka. Eigum við ekki að kjósa þau sem treysta okkur til að kjósa? Vilji þjóðarirnnar stendur til þess að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna. Um það verður ekki deilt. Tveir til þrír flokkar segjast munu beita sér fyrir slíkri atkvæðagreiðslu og hljóta því að leggja fram tillögu þess efnis á Alþingi á næstu misserum. Þrír flokkar segjast munu beita sér gegn slíkri tillögu en fimm flokkar munu ekki gera það og óljóst hvað einn muni gera. Auðvitað á eftir að koma í ljós hvað þeir flokkar sem á annað borð ná inn á Alþingi gera þegar á reynir en leiðarvísir kjósenda er nokkuð skýr í þessum efnum. Sama gildir um afstöðu flokkanna. Könnun Maskínu leiðir einnig í ljós að meirihluti stuðningsfólks sex af níu flokkum sem könnunin nær til telja mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á komandi kjörtímabili. Er ekki rétt að flokkarnir leggi við hlustir? Við í Evrópuhreyfingunni fögnum því að allt útlit er fyrir að Alþingi standi frammi fyrir því verkefni að ákveða að treysta þjóðinni. Henni verði falið að taka afstöðu til þess hvort áfram skuli haldið með viðræður Íslands og Evrópusambandsins um aðild Íslands að ESB. (Nánari upplýsingar um könnun Maskínu, spurningar Evrópuhreyfingarinnar og svör flokkanna eru birtar á vefnum www.evropa.is. Þar gefst líka tækifæri til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni.) Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Utanríkismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Evrópusambandið Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Hreinn meirihluti kjósenda telur mikilvægt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á komandi kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Alls segja 55% það mikilvægt , 21% í meðallagi mikilvægt en 24% lítilvægt. Þessi niðurstaða er mjög afgerandi. Í þessu samhengi er fróðlegt að skoða viðhorf stjórnmálaflokkanna til að halda slíka atkvæðagreiðslu á komandi kjördæmabili. Evrópuhreyfinginn spurði flokkana tveggja einfaldra spurninga um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Spurning eitt Mun flokkurinn beita sér fyrir því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB? Já Píratar og Viðreisn svara játandi. Samfylkingin er jákvæð en ekki afdráttarlaus. Nei Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Sósíalistar svara allir nei. Óljóst Vinstri græn svara spurningunni með óljósum hætti en verða hér felld í þann flokk að þau muni ekki beita sér fyrir slíkri atkvæðagreiðslu. Spurning tvö Mun flokkurinn beita sér gegn því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á næsta kjörtímabili um framhald aðildarviðræðna Íslands og ESB? Nei Flokkur fólksins, Píratar, Samfylking, Sósíalistar og Viðreisn svara því afdráttarlaust neitandi að þessir flokkar muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Já Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn svara því afdráttarlaust játandi að þeir muni beita sér gegn slíkri atkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. Óljóst Vinstri græn svara spurningunni með afar óljósum hætti og ekki unnt að átta sig á því hvaða afstöðu þau muni taka. Eigum við ekki að kjósa þau sem treysta okkur til að kjósa? Vilji þjóðarirnnar stendur til þess að á næsta kjörtímabili fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna. Um það verður ekki deilt. Tveir til þrír flokkar segjast munu beita sér fyrir slíkri atkvæðagreiðslu og hljóta því að leggja fram tillögu þess efnis á Alþingi á næstu misserum. Þrír flokkar segjast munu beita sér gegn slíkri tillögu en fimm flokkar munu ekki gera það og óljóst hvað einn muni gera. Auðvitað á eftir að koma í ljós hvað þeir flokkar sem á annað borð ná inn á Alþingi gera þegar á reynir en leiðarvísir kjósenda er nokkuð skýr í þessum efnum. Sama gildir um afstöðu flokkanna. Könnun Maskínu leiðir einnig í ljós að meirihluti stuðningsfólks sex af níu flokkum sem könnunin nær til telja mikilvægt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á komandi kjörtímabili. Er ekki rétt að flokkarnir leggi við hlustir? Við í Evrópuhreyfingunni fögnum því að allt útlit er fyrir að Alþingi standi frammi fyrir því verkefni að ákveða að treysta þjóðinni. Henni verði falið að taka afstöðu til þess hvort áfram skuli haldið með viðræður Íslands og Evrópusambandsins um aðild Íslands að ESB. (Nánari upplýsingar um könnun Maskínu, spurningar Evrópuhreyfingarinnar og svör flokkanna eru birtar á vefnum www.evropa.is. Þar gefst líka tækifæri til þess að ganga til liðs við okkur í Evrópuhreyfingunni.) Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun