Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 12:28 Alfreð Finnbogason hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Hann var heiðraður fyrir sín störf í þágu þjóðar, fyrir leikinn í gær. vísir/Anton Alfreð Finnbogason hefur nú formlega lokið knattspyrnuferli sínum sem leikmaður en hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. Alfreð, sem er 35 ára gamall, tilkynnti í ágúst að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Hans síðasti leikur á ferlinum var með belgíska liðinu Eupen í ágúst en síðan þá hefur hann verið án félags, og óvissa ríkt um framhaldið. Í færslu á Instagram í dag skrifar Alfreð hins vegar stutt kveðjubréf til fótboltans. View this post on Instagram A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) „Kæri fótbolti. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu. Þessi fimm ára strákur átti sér einn draum. Ég var nógu heppinn að fá að upplifa hann á hverjum degi, og svo mikið meira. Bless.“ Alfreð er uppalinn í Grindavík en bjó einnig í Skotlandi í tvö ár og æfði svo einnig með yngri flokkum Fjölnis og Breiðabliks. Hann hóf svo meistaraflokksferil sinn með Breiðabliki, þar sem hann sló í gegn sumarið 2009 og skoraði þrettán mörk í efstu deild, í aðeins átján leikjum, og hlaut bronsskóinn. Markið gegn Argentínu og mörkin sem komu Íslandi á HM Þessi mikli markahrókur var þar með kominn á kortið og átti eftir að raða inn mörkum víða um Evrópu. Hann náði sérstaklega miklu flugi sem framherji Heerenveen í Hollandi, þar sem hann gerði heil 53 mörk í 65 leikjum í efstu deild, og hjá Augsburg í Þýskalandi, þar sem hann dvaldi lengst eða sex ár, en lék einnig í Belgíu, á Spáni og í Danmörku. Fyrir Ísland skoraði hann átján mörk í 73 A-landsleikjum og það eftirminnilegasta í hugum flestra er eflaust markið gegn Argentínu 2018, það fyrsta sem Ísland skoraði á heimsmeistaramóti. 🇮🇸🌍🥳#OnThisDay in 2018, Iceland became the smallest nation ever to compete at the #WorldCup - and marked the occasion by drawing 1-1 with Messi's Argentina. @footballiceland | @A_Finnbogason pic.twitter.com/KhD9rwMeud— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2021 Hann skoraði einnig þrjú dýrmæt mörk á leið Íslands á sitt fyrsta HM, í leikjum við Úkraínu, Finnland og Tyrkland í undankeppninni. Tæknilegur rágjafi Breiðabliks Ljóst er að Alfreð verður áfram við störf í knattspyrnuheiminum en í byrjun ágúst var tilkynnt að hann hefði verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks, félagsins sem hann fagnaði bæði Íslands- og bikarmeistaratitli með á sínum tíma. Alfreð sagði þegar ráðningin var tilkynnt að fótboltaferill sinn yrði áfram í forgangi en nú er ljóst að hann spilar ekki fleiri leiki. „Þegar Breiðablik leitaði til mín varðandi það að hjálpa þeim að móta stefnu næstu ára ásamt því að vera þeirra ráðgjafi varðandi fótbolta tengdar ákvarðanir, þá þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Við áttum góð samtöl og vorum sammála um að á meðan margt er í mjög góðum farvegi hjá Breiðablik, þá eru atriði sem hægt er að gera betur í sameiningu með rétta teyminu. Mikilvægast er að Breiðablik haldi áfram því frábæra starfi sem það er þekkt fyrir síðustu 15 árin, sem er að spila góðan og árangursríkan fótbolta, ásamt þvi að gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og hefðin hefur verið. Minn fótboltaferill mun áfram vera mitt forgangsatriði ásamt því núna að vera Breiðablik til halds og traust þegar það á við,“ sagði Alfreð í ágúst. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
Alfreð, sem er 35 ára gamall, tilkynnti í ágúst að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Hans síðasti leikur á ferlinum var með belgíska liðinu Eupen í ágúst en síðan þá hefur hann verið án félags, og óvissa ríkt um framhaldið. Í færslu á Instagram í dag skrifar Alfreð hins vegar stutt kveðjubréf til fótboltans. View this post on Instagram A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) „Kæri fótbolti. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu. Þessi fimm ára strákur átti sér einn draum. Ég var nógu heppinn að fá að upplifa hann á hverjum degi, og svo mikið meira. Bless.“ Alfreð er uppalinn í Grindavík en bjó einnig í Skotlandi í tvö ár og æfði svo einnig með yngri flokkum Fjölnis og Breiðabliks. Hann hóf svo meistaraflokksferil sinn með Breiðabliki, þar sem hann sló í gegn sumarið 2009 og skoraði þrettán mörk í efstu deild, í aðeins átján leikjum, og hlaut bronsskóinn. Markið gegn Argentínu og mörkin sem komu Íslandi á HM Þessi mikli markahrókur var þar með kominn á kortið og átti eftir að raða inn mörkum víða um Evrópu. Hann náði sérstaklega miklu flugi sem framherji Heerenveen í Hollandi, þar sem hann gerði heil 53 mörk í 65 leikjum í efstu deild, og hjá Augsburg í Þýskalandi, þar sem hann dvaldi lengst eða sex ár, en lék einnig í Belgíu, á Spáni og í Danmörku. Fyrir Ísland skoraði hann átján mörk í 73 A-landsleikjum og það eftirminnilegasta í hugum flestra er eflaust markið gegn Argentínu 2018, það fyrsta sem Ísland skoraði á heimsmeistaramóti. 🇮🇸🌍🥳#OnThisDay in 2018, Iceland became the smallest nation ever to compete at the #WorldCup - and marked the occasion by drawing 1-1 with Messi's Argentina. @footballiceland | @A_Finnbogason pic.twitter.com/KhD9rwMeud— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2021 Hann skoraði einnig þrjú dýrmæt mörk á leið Íslands á sitt fyrsta HM, í leikjum við Úkraínu, Finnland og Tyrkland í undankeppninni. Tæknilegur rágjafi Breiðabliks Ljóst er að Alfreð verður áfram við störf í knattspyrnuheiminum en í byrjun ágúst var tilkynnt að hann hefði verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks, félagsins sem hann fagnaði bæði Íslands- og bikarmeistaratitli með á sínum tíma. Alfreð sagði þegar ráðningin var tilkynnt að fótboltaferill sinn yrði áfram í forgangi en nú er ljóst að hann spilar ekki fleiri leiki. „Þegar Breiðablik leitaði til mín varðandi það að hjálpa þeim að móta stefnu næstu ára ásamt því að vera þeirra ráðgjafi varðandi fótbolta tengdar ákvarðanir, þá þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Við áttum góð samtöl og vorum sammála um að á meðan margt er í mjög góðum farvegi hjá Breiðablik, þá eru atriði sem hægt er að gera betur í sameiningu með rétta teyminu. Mikilvægast er að Breiðablik haldi áfram því frábæra starfi sem það er þekkt fyrir síðustu 15 árin, sem er að spila góðan og árangursríkan fótbolta, ásamt þvi að gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og hefðin hefur verið. Minn fótboltaferill mun áfram vera mitt forgangsatriði ásamt því núna að vera Breiðablik til halds og traust þegar það á við,“ sagði Alfreð í ágúst.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð