Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Sindri Sverrisson skrifar 21. nóvember 2024 12:28 Alfreð Finnbogason hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Hann var heiðraður fyrir sín störf í þágu þjóðar, fyrir leikinn í gær. vísir/Anton Alfreð Finnbogason hefur nú formlega lokið knattspyrnuferli sínum sem leikmaður en hann tilkynnti þetta á Instagram í dag. Alfreð, sem er 35 ára gamall, tilkynnti í ágúst að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Hans síðasti leikur á ferlinum var með belgíska liðinu Eupen í ágúst en síðan þá hefur hann verið án félags, og óvissa ríkt um framhaldið. Í færslu á Instagram í dag skrifar Alfreð hins vegar stutt kveðjubréf til fótboltans. View this post on Instagram A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) „Kæri fótbolti. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu. Þessi fimm ára strákur átti sér einn draum. Ég var nógu heppinn að fá að upplifa hann á hverjum degi, og svo mikið meira. Bless.“ Alfreð er uppalinn í Grindavík en bjó einnig í Skotlandi í tvö ár og æfði svo einnig með yngri flokkum Fjölnis og Breiðabliks. Hann hóf svo meistaraflokksferil sinn með Breiðabliki, þar sem hann sló í gegn sumarið 2009 og skoraði þrettán mörk í efstu deild, í aðeins átján leikjum, og hlaut bronsskóinn. Markið gegn Argentínu og mörkin sem komu Íslandi á HM Þessi mikli markahrókur var þar með kominn á kortið og átti eftir að raða inn mörkum víða um Evrópu. Hann náði sérstaklega miklu flugi sem framherji Heerenveen í Hollandi, þar sem hann gerði heil 53 mörk í 65 leikjum í efstu deild, og hjá Augsburg í Þýskalandi, þar sem hann dvaldi lengst eða sex ár, en lék einnig í Belgíu, á Spáni og í Danmörku. Fyrir Ísland skoraði hann átján mörk í 73 A-landsleikjum og það eftirminnilegasta í hugum flestra er eflaust markið gegn Argentínu 2018, það fyrsta sem Ísland skoraði á heimsmeistaramóti. 🇮🇸🌍🥳#OnThisDay in 2018, Iceland became the smallest nation ever to compete at the #WorldCup - and marked the occasion by drawing 1-1 with Messi's Argentina. @footballiceland | @A_Finnbogason pic.twitter.com/KhD9rwMeud— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2021 Hann skoraði einnig þrjú dýrmæt mörk á leið Íslands á sitt fyrsta HM, í leikjum við Úkraínu, Finnland og Tyrkland í undankeppninni. Tæknilegur rágjafi Breiðabliks Ljóst er að Alfreð verður áfram við störf í knattspyrnuheiminum en í byrjun ágúst var tilkynnt að hann hefði verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks, félagsins sem hann fagnaði bæði Íslands- og bikarmeistaratitli með á sínum tíma. Alfreð sagði þegar ráðningin var tilkynnt að fótboltaferill sinn yrði áfram í forgangi en nú er ljóst að hann spilar ekki fleiri leiki. „Þegar Breiðablik leitaði til mín varðandi það að hjálpa þeim að móta stefnu næstu ára ásamt því að vera þeirra ráðgjafi varðandi fótbolta tengdar ákvarðanir, þá þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Við áttum góð samtöl og vorum sammála um að á meðan margt er í mjög góðum farvegi hjá Breiðablik, þá eru atriði sem hægt er að gera betur í sameiningu með rétta teyminu. Mikilvægast er að Breiðablik haldi áfram því frábæra starfi sem það er þekkt fyrir síðustu 15 árin, sem er að spila góðan og árangursríkan fótbolta, ásamt þvi að gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og hefðin hefur verið. Minn fótboltaferill mun áfram vera mitt forgangsatriði ásamt því núna að vera Breiðablik til halds og traust þegar það á við,“ sagði Alfreð í ágúst. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Sjá meira
Alfreð, sem er 35 ára gamall, tilkynnti í ágúst að hann væri hættur að spila fyrir íslenska landsliðið. Hans síðasti leikur á ferlinum var með belgíska liðinu Eupen í ágúst en síðan þá hefur hann verið án félags, og óvissa ríkt um framhaldið. Í færslu á Instagram í dag skrifar Alfreð hins vegar stutt kveðjubréf til fótboltans. View this post on Instagram A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) „Kæri fótbolti. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu. Þessi fimm ára strákur átti sér einn draum. Ég var nógu heppinn að fá að upplifa hann á hverjum degi, og svo mikið meira. Bless.“ Alfreð er uppalinn í Grindavík en bjó einnig í Skotlandi í tvö ár og æfði svo einnig með yngri flokkum Fjölnis og Breiðabliks. Hann hóf svo meistaraflokksferil sinn með Breiðabliki, þar sem hann sló í gegn sumarið 2009 og skoraði þrettán mörk í efstu deild, í aðeins átján leikjum, og hlaut bronsskóinn. Markið gegn Argentínu og mörkin sem komu Íslandi á HM Þessi mikli markahrókur var þar með kominn á kortið og átti eftir að raða inn mörkum víða um Evrópu. Hann náði sérstaklega miklu flugi sem framherji Heerenveen í Hollandi, þar sem hann gerði heil 53 mörk í 65 leikjum í efstu deild, og hjá Augsburg í Þýskalandi, þar sem hann dvaldi lengst eða sex ár, en lék einnig í Belgíu, á Spáni og í Danmörku. Fyrir Ísland skoraði hann átján mörk í 73 A-landsleikjum og það eftirminnilegasta í hugum flestra er eflaust markið gegn Argentínu 2018, það fyrsta sem Ísland skoraði á heimsmeistaramóti. 🇮🇸🌍🥳#OnThisDay in 2018, Iceland became the smallest nation ever to compete at the #WorldCup - and marked the occasion by drawing 1-1 with Messi's Argentina. @footballiceland | @A_Finnbogason pic.twitter.com/KhD9rwMeud— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) June 16, 2021 Hann skoraði einnig þrjú dýrmæt mörk á leið Íslands á sitt fyrsta HM, í leikjum við Úkraínu, Finnland og Tyrkland í undankeppninni. Tæknilegur rágjafi Breiðabliks Ljóst er að Alfreð verður áfram við störf í knattspyrnuheiminum en í byrjun ágúst var tilkynnt að hann hefði verið ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks, félagsins sem hann fagnaði bæði Íslands- og bikarmeistaratitli með á sínum tíma. Alfreð sagði þegar ráðningin var tilkynnt að fótboltaferill sinn yrði áfram í forgangi en nú er ljóst að hann spilar ekki fleiri leiki. „Þegar Breiðablik leitaði til mín varðandi það að hjálpa þeim að móta stefnu næstu ára ásamt því að vera þeirra ráðgjafi varðandi fótbolta tengdar ákvarðanir, þá þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Við áttum góð samtöl og vorum sammála um að á meðan margt er í mjög góðum farvegi hjá Breiðablik, þá eru atriði sem hægt er að gera betur í sameiningu með rétta teyminu. Mikilvægast er að Breiðablik haldi áfram því frábæra starfi sem það er þekkt fyrir síðustu 15 árin, sem er að spila góðan og árangursríkan fótbolta, ásamt þvi að gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og hefðin hefur verið. Minn fótboltaferill mun áfram vera mitt forgangsatriði ásamt því núna að vera Breiðablik til halds og traust þegar það á við,“ sagði Alfreð í ágúst.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Sjá meira