Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 08:30 Leikmenn KV hafa spjarað sig afar vel á fyrstu leiktíð liðsins í 1. deildinni. KV Í efstu tveimur deildum karla í körfubolta er mikill fjöldi erlendra leikmanna. Eitt lið sker sig þó úr en það er KV, venslalið KR í Vesturbænum, sem eingöngu er skipað Íslendingum og hefur staðið sig afar vel á sinni fyrstu leiktíð í 1. deildinni. „Við erum allir strákar úr Vesturbænum sem tókum okkur saman og stofnuðum körfuboltalið. Það gekk bara ógeðslega vel, myndaðist mikil stemning í kringum okkur og við komumst upp í 1. deildina,“ segir Veigar Már Helgason sem gengur í flest störf hjá KV því hann er leikmaður, formaður, markaðsstjóri og gjaldkeri félagsins. Eftir sigur gegn Þór á Akureyri um síðustu helgi, og sigur gegn Skallagrími í Vesturbænum í gærkvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, hefur KV nú unnið fimm af fyrstu átta leikjum sínum, gegn liðum sem öll eru með áberandi, erlenda atvinnumenn í sínum röðum. Hjá KV eru það íslensku strákarnir sem fá að láta ljós sitt skína. „Það er það sem hreif mig til að koma og taka þátt í þessu verkefni,“ segir reynsluboltinn og Keflvíkingurinn Falur Harðarson, sem tók við þjálfun KV í haust. Hér að neðan má sjá viðtalið við þá Veigar úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld, sem tekið var fyrir leikinn við Skallagrím: „Þetta er að hluta gert fyrir strákana sem eru kannski ekki bestir í heimi en vilja vera partur af skemmtilegu verkefni,“ segir Veigar og bendir á mikilvægi liða á borð við KV til að stemma stigu við brottfalli úr íþróttum. „Það er fullt af ungum strákum hérna sem hafa verið við dyrnar að meistaraflokknum, eða spilað einhver tímabil í efstu og næstefstu deild. Svo erum við með þrjá stráka á venslasamning úr KR. Þetta er frábært tækifæri til að gefa ungum, ferskum strákum tækifæri til að spila,“ segir Falur. „Þetta er ekkert Miðflokkurinn“ Ýmsir hafa kallað eftir strangari reglum um fjölda erlendra leikmanna, til að fjölga tækifærum ungra, íslenskra leikmanna, og Falur er þar á meðal. Erlendir leikmenn eru þó velkomnir eins og aðrir í Vesturbæinn: „Þetta er ekkert Miðflokkurinn,“ grínast Veigar. „Við Vesturbæingar erum bara nógu góðir til að geta verið í þessari deild og erum byrjaðir að sýna það,“ bætir hann við. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það ætti að vera lágmark á því hve margir heimamenn mættu vera inni á vellinum í einu. Svo veltur það bara á vilja félaganna í landinu nákvæmlega hve margir,“ segir Falur og hefur greinilega sterka skoðun á málinu. „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Í dag er engin regla og hægt að vera með fimm erlenda leikmenn inni á vellinum í einu. Mér finnst það ekki eiga að vera svoleiðis. Það er bara mín skoðun. Við þurfum að finna vettvang fyrir unga leikmenn, bæði karlmenn og konur, til að spila, og þetta verður að vera gaman. Það nennir enginn að sitja á rassinum í 3-4 ár, og spila ekki neitt,“ segir Falur. KV-ingar eru meðvitaðir um mikilvægi þess að hafa gaman af því sem þeir eru að gera og eru líflegri á samfélagsmiðlum en mörg úrvalsdeildarfélög. Á dögunum kynntu þeir samfélagsmiðlastjörnu til leiks, Gumma Emil, sem var með KV í sigrinum gegn Skallagrími í gær. View this post on Instagram A post shared by Körfuboltadeild Knattspyrnufélags Vesturbæjar (@kv_karfa) „Þetta er ógeðslega gaman og bara geggjuð stemning með okkur,“ segir Veigar. Þjálfarinn Falur gætir þess hins vegar að gamanið sé á réttum forsendum: „Eins og ég hef oft sagt þegar ég er að þjálfa, þá ætlum við að hafa gaman af að spila góðan körfubolta. Við ætlum ekki að hafa „ha ha“-gaman, heldur af því að spila saman góðan körfubolta og gera vel. Það þarf alltaf einhvern til að stýra mannskepnunni og ég var fenginn í það. Ég er ekki að segja að ég sé einhver snillingur en þetta væri öðruvísi ef þeir væru bara sjálfir.“ Körfubolti KV Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira
„Við erum allir strákar úr Vesturbænum sem tókum okkur saman og stofnuðum körfuboltalið. Það gekk bara ógeðslega vel, myndaðist mikil stemning í kringum okkur og við komumst upp í 1. deildina,“ segir Veigar Már Helgason sem gengur í flest störf hjá KV því hann er leikmaður, formaður, markaðsstjóri og gjaldkeri félagsins. Eftir sigur gegn Þór á Akureyri um síðustu helgi, og sigur gegn Skallagrími í Vesturbænum í gærkvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, hefur KV nú unnið fimm af fyrstu átta leikjum sínum, gegn liðum sem öll eru með áberandi, erlenda atvinnumenn í sínum röðum. Hjá KV eru það íslensku strákarnir sem fá að láta ljós sitt skína. „Það er það sem hreif mig til að koma og taka þátt í þessu verkefni,“ segir reynsluboltinn og Keflvíkingurinn Falur Harðarson, sem tók við þjálfun KV í haust. Hér að neðan má sjá viðtalið við þá Veigar úr Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld, sem tekið var fyrir leikinn við Skallagrím: „Þetta er að hluta gert fyrir strákana sem eru kannski ekki bestir í heimi en vilja vera partur af skemmtilegu verkefni,“ segir Veigar og bendir á mikilvægi liða á borð við KV til að stemma stigu við brottfalli úr íþróttum. „Það er fullt af ungum strákum hérna sem hafa verið við dyrnar að meistaraflokknum, eða spilað einhver tímabil í efstu og næstefstu deild. Svo erum við með þrjá stráka á venslasamning úr KR. Þetta er frábært tækifæri til að gefa ungum, ferskum strákum tækifæri til að spila,“ segir Falur. „Þetta er ekkert Miðflokkurinn“ Ýmsir hafa kallað eftir strangari reglum um fjölda erlendra leikmanna, til að fjölga tækifærum ungra, íslenskra leikmanna, og Falur er þar á meðal. Erlendir leikmenn eru þó velkomnir eins og aðrir í Vesturbæinn: „Þetta er ekkert Miðflokkurinn,“ grínast Veigar. „Við Vesturbæingar erum bara nógu góðir til að geta verið í þessari deild og erum byrjaðir að sýna það,“ bætir hann við. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það ætti að vera lágmark á því hve margir heimamenn mættu vera inni á vellinum í einu. Svo veltur það bara á vilja félaganna í landinu nákvæmlega hve margir,“ segir Falur og hefur greinilega sterka skoðun á málinu. „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Í dag er engin regla og hægt að vera með fimm erlenda leikmenn inni á vellinum í einu. Mér finnst það ekki eiga að vera svoleiðis. Það er bara mín skoðun. Við þurfum að finna vettvang fyrir unga leikmenn, bæði karlmenn og konur, til að spila, og þetta verður að vera gaman. Það nennir enginn að sitja á rassinum í 3-4 ár, og spila ekki neitt,“ segir Falur. KV-ingar eru meðvitaðir um mikilvægi þess að hafa gaman af því sem þeir eru að gera og eru líflegri á samfélagsmiðlum en mörg úrvalsdeildarfélög. Á dögunum kynntu þeir samfélagsmiðlastjörnu til leiks, Gumma Emil, sem var með KV í sigrinum gegn Skallagrími í gær. View this post on Instagram A post shared by Körfuboltadeild Knattspyrnufélags Vesturbæjar (@kv_karfa) „Þetta er ógeðslega gaman og bara geggjuð stemning með okkur,“ segir Veigar. Þjálfarinn Falur gætir þess hins vegar að gamanið sé á réttum forsendum: „Eins og ég hef oft sagt þegar ég er að þjálfa, þá ætlum við að hafa gaman af að spila góðan körfubolta. Við ætlum ekki að hafa „ha ha“-gaman, heldur af því að spila saman góðan körfubolta og gera vel. Það þarf alltaf einhvern til að stýra mannskepnunni og ég var fenginn í það. Ég er ekki að segja að ég sé einhver snillingur en þetta væri öðruvísi ef þeir væru bara sjálfir.“
Körfubolti KV Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Sjá meira