Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2024 22:31 Dalton Knecht fagnar einni af þriggja stiga körfum sinum fyrir Los Angeles Lakers á móti Utah Jazz. Getty/Harry How Það er ný stjarna að fæðast í Los Angeles. Sá heitir Dalton Knecht og spilar með liði LA Lakers í NBA deildinni í körfubolta. Knecht er nýliði í deildinni en skoraði 37 stig í nótt í 124-118 sigri Lakers á Utah Jazz. Strákurinn skoraði meðal annars níu þrista í leiknum og jafnaði þar með nýliðametið yfir flesta þrista í einum leik. Metið var þó ekki í eigu Steph Curry sem skoraði mest sjö þrista í leik á nýliðaárinu sínu með Golden State Warriors. Metið áttu þeir Keyonte George (15. febrúar 2024), Yogi Ferrell (3. febrúar 2017) og Rodrigue Beaubois (27. mars 2010) saman en núna hefur sá fjórði bæst við í hópinn. Knecht skoraði 21 stig á síðustu fjórum mínútum í þriðja leikhluta þar sem hann hitti meðal annars úr fjórum þristum í röð. Hann endaði með því að hitta úr 12 af 16 skotum sínum í leiknum þar af 9 af 12 fyrir utan þriggja stiga línuna. Dalton Knecht was UNSTOPPABLE 🔥37 PTS9 3PM12-16 FGLakers got one at No. 17 💎 pic.twitter.com/3IX6yidjp3— Bleacher Report (@BleacherReport) November 20, 2024 Knecht var svo sjóðandi heitur að hann tók meðal annars upp á því að herma eftir frægum viðbrögðum Michael Jordan frá því í lokaúrslitum 1992. Það gerði Knecht með því að yppta öxlum eftir að enn einn þristurinn hans söng í netinu. Lakers valdi Knecht númer sautján í nýliðavalinu. „Við uppgötvuðum ekki DK. Hin sextán félögin klúðruðu þessu bara. Horfði enginn á hann spila? Þú uppgötvar ekki leikmann ársins í SEC deildinni,“ sagði LeBron James, að sjálfsögðu ánægður með liðsfélaga sinn en um leið hneykslaður á því hvernig gat dottið alla leið niður í sæti sautján á nýliðavalinu. „Hann er óttalaus og stórt vopn fyrir okkar hóp en ekki bara í því að skora. Hann er orkugjafi fyrir liðið okkar,“ sagði þjálfarinn JJ Redick sem sjálfur var mikil skytta. Redick náði einu sinni að skora níu þrista í leik í sínum 940 NBA leikjum en nýliðinn var að ná því í sinum fjórtánda leik í NBA. DALTON KNECHT HAD HIMSELF A NIGHT:🔥 37 PTS (career high)🔥 9 3PM (ties rookie record)🔥 Scored 22 straight for LA@Lakers move 2-0 in #EmiratesNBACup play and are undefeated going back to last season 💯 pic.twitter.com/OjMOeKxY4p— NBA (@NBA) November 20, 2024 NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Knecht er nýliði í deildinni en skoraði 37 stig í nótt í 124-118 sigri Lakers á Utah Jazz. Strákurinn skoraði meðal annars níu þrista í leiknum og jafnaði þar með nýliðametið yfir flesta þrista í einum leik. Metið var þó ekki í eigu Steph Curry sem skoraði mest sjö þrista í leik á nýliðaárinu sínu með Golden State Warriors. Metið áttu þeir Keyonte George (15. febrúar 2024), Yogi Ferrell (3. febrúar 2017) og Rodrigue Beaubois (27. mars 2010) saman en núna hefur sá fjórði bæst við í hópinn. Knecht skoraði 21 stig á síðustu fjórum mínútum í þriðja leikhluta þar sem hann hitti meðal annars úr fjórum þristum í röð. Hann endaði með því að hitta úr 12 af 16 skotum sínum í leiknum þar af 9 af 12 fyrir utan þriggja stiga línuna. Dalton Knecht was UNSTOPPABLE 🔥37 PTS9 3PM12-16 FGLakers got one at No. 17 💎 pic.twitter.com/3IX6yidjp3— Bleacher Report (@BleacherReport) November 20, 2024 Knecht var svo sjóðandi heitur að hann tók meðal annars upp á því að herma eftir frægum viðbrögðum Michael Jordan frá því í lokaúrslitum 1992. Það gerði Knecht með því að yppta öxlum eftir að enn einn þristurinn hans söng í netinu. Lakers valdi Knecht númer sautján í nýliðavalinu. „Við uppgötvuðum ekki DK. Hin sextán félögin klúðruðu þessu bara. Horfði enginn á hann spila? Þú uppgötvar ekki leikmann ársins í SEC deildinni,“ sagði LeBron James, að sjálfsögðu ánægður með liðsfélaga sinn en um leið hneykslaður á því hvernig gat dottið alla leið niður í sæti sautján á nýliðavalinu. „Hann er óttalaus og stórt vopn fyrir okkar hóp en ekki bara í því að skora. Hann er orkugjafi fyrir liðið okkar,“ sagði þjálfarinn JJ Redick sem sjálfur var mikil skytta. Redick náði einu sinni að skora níu þrista í leik í sínum 940 NBA leikjum en nýliðinn var að ná því í sinum fjórtánda leik í NBA. DALTON KNECHT HAD HIMSELF A NIGHT:🔥 37 PTS (career high)🔥 9 3PM (ties rookie record)🔥 Scored 22 straight for LA@Lakers move 2-0 in #EmiratesNBACup play and are undefeated going back to last season 💯 pic.twitter.com/OjMOeKxY4p— NBA (@NBA) November 20, 2024
NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira