Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Árni Sæberg skrifar 20. nóvember 2024 15:41 Þýskur fríhafnarisi mun taka við rekstri fríhafna í Leifsstöð fljótlega. Vísir/Sigurjón Isavia ohf. hefur tekið tilboði þýska fyrirtækisins Heinemann í rekstur fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli til næstu átta ára. Tilboðið er valið út frá fyrir fram ákveðnum valforsendum útboðs. Fjórir aðilar buðu í reksturinn. Heinemann rekur fjölda verslana um allan heim, meðal annars fríhafnarverslanirnar á Gardermoen-flugvelli í Osló og Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Í fréttatilkynningu þess efnis er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli, að hann fagni niðurstöðu útboðsins. „Við vildum kanna hvort hægt væri, með samstarfi við nýjan rekstraraðila með reynslu í rekstri fríhafnarverslana, að tryggja ávinning umfram núverandi fyrirkomulag. Niðurstaðan er sú að með þessari breytingu aukast tekjur flugvallarins verulega um leið og hægt er að auka þjónustu og bæta vöruúrval. Ákvörðunin um töku tilboðsins byggir eingöngu á því mati að þessi breyting skili ávinningi fyrir farþega, flugvöllinn og samfélagið í heild,“ er haft eftir honum. Leggja áherslu á íslenskar vörur Í útboðsferlinu hafi verið lögð mikil áhersla á að gestir á flugvellinum finni fyrir því og upplifi það hjá nýjum rekstraraðila að þeir séu á flugvelli á Íslandi þegar þeir fari um fríhafnarverslanirnar í Leifsstöð. Í útboðinu hafi meðal annars komið fram að ein leið til þess væri að leggja mikla áherslu á íslenskar vörur í fríhafnarverslununum. Gerð hafi verið markaðskönnun sem auglýst var á evrópska efnahagssvæðinu í september 2023 og formlegt útboðsferli hafist í kjölfarið. Boðið hafi verið út sérleyfi á rekstri fríhafnarverslana sem í dag séu reknar undir merkjum Fríhafnarinnar ehf., dótturfélags Isavia ohf. Útboðið hafi verið með sama fyrirkomulagi og þegar boðin er út aðstaða fyrir aðrar verslanir og veitingastaði í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Taka við í mars Nú taki við svonefndur biðtími næstu tvær vikurnar þar sem þeir aðilar sem urðu af samningnum hafa tækifæri til að gera athugasemdir við niðurstöðuna telji þeir ástæðu til. Að því tímabili liðnu verði gengið til samninga og gert ráð fyrir að Heinemann taki við rekstrinum í mars næstkomandi. Keflavíkurflugvöllur Verslun Þýskaland Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis er haft eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli, að hann fagni niðurstöðu útboðsins. „Við vildum kanna hvort hægt væri, með samstarfi við nýjan rekstraraðila með reynslu í rekstri fríhafnarverslana, að tryggja ávinning umfram núverandi fyrirkomulag. Niðurstaðan er sú að með þessari breytingu aukast tekjur flugvallarins verulega um leið og hægt er að auka þjónustu og bæta vöruúrval. Ákvörðunin um töku tilboðsins byggir eingöngu á því mati að þessi breyting skili ávinningi fyrir farþega, flugvöllinn og samfélagið í heild,“ er haft eftir honum. Leggja áherslu á íslenskar vörur Í útboðsferlinu hafi verið lögð mikil áhersla á að gestir á flugvellinum finni fyrir því og upplifi það hjá nýjum rekstraraðila að þeir séu á flugvelli á Íslandi þegar þeir fari um fríhafnarverslanirnar í Leifsstöð. Í útboðinu hafi meðal annars komið fram að ein leið til þess væri að leggja mikla áherslu á íslenskar vörur í fríhafnarverslununum. Gerð hafi verið markaðskönnun sem auglýst var á evrópska efnahagssvæðinu í september 2023 og formlegt útboðsferli hafist í kjölfarið. Boðið hafi verið út sérleyfi á rekstri fríhafnarverslana sem í dag séu reknar undir merkjum Fríhafnarinnar ehf., dótturfélags Isavia ohf. Útboðið hafi verið með sama fyrirkomulagi og þegar boðin er út aðstaða fyrir aðrar verslanir og veitingastaði í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Taka við í mars Nú taki við svonefndur biðtími næstu tvær vikurnar þar sem þeir aðilar sem urðu af samningnum hafa tækifæri til að gera athugasemdir við niðurstöðuna telji þeir ástæðu til. Að því tímabili liðnu verði gengið til samninga og gert ráð fyrir að Heinemann taki við rekstrinum í mars næstkomandi.
Keflavíkurflugvöllur Verslun Þýskaland Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira