Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2024 13:45 Viktor Gísli Hallgrímsson nýtur sín vel í Póllandi. VÍSIR/VILHELM Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson mætir fyrirliða sínum úr landsliðinu, Aroni Pálmarssyni, þegar Wisla Plock og Veszprém mætast í Meistaradeild Evrópu í handbolta á morgun. Viktor Gísli er í viðtali við heimasíðu EHF vegna nýrrar leikviku í Meistaradeildinni, og lýsir því hvernig sé að spila nú með pólska liðinu Plock eftir komuna frá Frakklandi, og með markverðinum magnaða Mirko Allilovic. En Viktor talar líka um það hve spennandi sé að mæta Aroni nú þegar Veszprém hefur fengið Aron frá FH. „Þetta kom mér auðvitað á óvart en þetta er frábært fyrir handboltaheiminn,“ sagði Viktor um komu Arons til Veszprém. „Aron þekkir þjálfarann þarna, Xavi Pascual, mjög vel, þekkir félagið og er enn stórkostlegur leikmaður. Hann var svo sannarlega aðalátrúnaðargoðið mitt þegar ég byrjaði í handbolta. Hann er goðsögn,“ sagði Viktor. Viktor Gísli Hallgrímsson og Aron Pálmarsson ósáttir við dómarann í leik á EM í janúar.VÍSIR/VILHELM Viktor virðist í toppmálum í Póllandi varðandi þróun síns ferils, því auk þess að æfa með Allilovic, og hinum unga Marcel Jastrzebski, þá æfir hann undir handleiðslu Marcin Wichary sem eitt sinn var aðalmarkvörður Póllands. Góðir félagar en aðeins einn getur spilað í einu „Það er virkilega svalt að æfa og spila með Mirko. Hann er með svo rosalega reynslu og veitir manni mikinn innblástur. Við markverðirnir erum allir þrír góðir félagar, en auðvitað getur bara einn spilað í einu og það er erfitt að sitja á bekknum,“ sagði Viktor. Hann segist vera að læra pólsku, en í leikmannahópi Plock eru engu að síður leikmenn af 11 þjóðernum og enska aðaltungumálið sem talað er. Wisla Plock hefur ekki gengið nægilega vel í Meistaradeildinni og aðeins unnið einn af sjö leikjum sínum. Það er þó ekki út af markvörslu og vörn því liðið hefur fengið fæst mörk á sig af liðunum 16, eða 184. „Við höfum verið að klikka á stóru stundum í leikjunum. Það hefur oft munað litlu. Það eiga öll lið erfitt með að vinna okkur og við trúum áfram á okkar kerfi,“ sagði Viktor. Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Í beinni: Valur - Malaga Costa Del Sol | Sæti í átta liða úrslitum í boði „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Sjá meira
Viktor Gísli er í viðtali við heimasíðu EHF vegna nýrrar leikviku í Meistaradeildinni, og lýsir því hvernig sé að spila nú með pólska liðinu Plock eftir komuna frá Frakklandi, og með markverðinum magnaða Mirko Allilovic. En Viktor talar líka um það hve spennandi sé að mæta Aroni nú þegar Veszprém hefur fengið Aron frá FH. „Þetta kom mér auðvitað á óvart en þetta er frábært fyrir handboltaheiminn,“ sagði Viktor um komu Arons til Veszprém. „Aron þekkir þjálfarann þarna, Xavi Pascual, mjög vel, þekkir félagið og er enn stórkostlegur leikmaður. Hann var svo sannarlega aðalátrúnaðargoðið mitt þegar ég byrjaði í handbolta. Hann er goðsögn,“ sagði Viktor. Viktor Gísli Hallgrímsson og Aron Pálmarsson ósáttir við dómarann í leik á EM í janúar.VÍSIR/VILHELM Viktor virðist í toppmálum í Póllandi varðandi þróun síns ferils, því auk þess að æfa með Allilovic, og hinum unga Marcel Jastrzebski, þá æfir hann undir handleiðslu Marcin Wichary sem eitt sinn var aðalmarkvörður Póllands. Góðir félagar en aðeins einn getur spilað í einu „Það er virkilega svalt að æfa og spila með Mirko. Hann er með svo rosalega reynslu og veitir manni mikinn innblástur. Við markverðirnir erum allir þrír góðir félagar, en auðvitað getur bara einn spilað í einu og það er erfitt að sitja á bekknum,“ sagði Viktor. Hann segist vera að læra pólsku, en í leikmannahópi Plock eru engu að síður leikmenn af 11 þjóðernum og enska aðaltungumálið sem talað er. Wisla Plock hefur ekki gengið nægilega vel í Meistaradeildinni og aðeins unnið einn af sjö leikjum sínum. Það er þó ekki út af markvörslu og vörn því liðið hefur fengið fæst mörk á sig af liðunum 16, eða 184. „Við höfum verið að klikka á stóru stundum í leikjunum. Það hefur oft munað litlu. Það eiga öll lið erfitt með að vinna okkur og við trúum áfram á okkar kerfi,“ sagði Viktor.
Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Í beinni: Valur - Malaga Costa Del Sol | Sæti í átta liða úrslitum í boði „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti