„Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:53 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var eðlilega svekktur eftir að hafa horft á sína menn kasta frá sér sigrinum gegn stórliði Vardar í Evrópukeppni karla í handbolta í kvöld. „Maður hafði góða tilfinningu þegar við komumst í 29-26. Við hefðum kannski átt að vera búnir að skipta aðeins fyrr, en þegar maður er í taktinum þá er það erfitt,“ sagði Óskar Bjarni í leikslok. „Þá hafði ég bara á tilfinningunni að við ættum að vinna þá með 4-5 mörkum og fannst við vera komnir með smá tak á þeim. Svo missum við leikinn frá okkur, missum mann út af og vorum komnir undir. Þannig mér fannst líka karakter að snúa þessu aftur við.“ „Ég sá ekki þetta bíó þarna í lokin, en dómararnir sáu þetta og þetta var líklega rétt, en við áttum að vera búnir að gera út um leikinn fyrr. Ekki setja sjálfa okkur í þessa stöðu,“ bætti Óskar við. Reynsluleysi í spennu Bíóið sem Óskar talar um var atvik á síðustu sekúndunum þar sem Kristófer Máni Jónasson tafði töku aukakasts Vardar og fékk fyrir það dæmt á sig víti og beint rautt spjald þegar laiktíminn var liðinn. Víti sem Vardar skoraði úr og jafnaði þar með leikinn. „Það sem gerist þarna hjá okkur er bara það að ef við berum saman til dæmis handbolta og körfubolta þá er nánast í hverjum einasta leik í körfunni einhver spenna í lokin á meðan það líða kannski 40 leikir á milli þess í handboltanum. Það gerist bara of sjaldan.“ „Eins og ég segi þá sá ég þetta ekki, en við áttum bara að vera búnir að gera út um leikinn. Það er ekkert við Mána að sakast. Þetta er bara leiðinlegt atvik og leiðinlegt að þeir nái að jafna á þessu því að með sigri þá hefðum við farið til Portúgal enn með möguleika á því að fara áfram. Það hefði verið skemmtileg pressa og að vinna heimaleik hefði líka bara verið gaman. En það er margt gott í þessu og það má ekki alveg tapa sér.“ Þá vill Óskar meina að Valsliðið hafi verið sinn versti óvinur í leik kvöldsins. „Ég vil nú meina að þetta hafi bara verið okkur að kenna. Við erum klaufar, erum í undirtölu og förum með tvær sóknir allt of snemma í fyrri hálfleik og missum þetta hratt niður. Erum líka svolítið að koma með menn kalda inn og það er hægt að skrifa það á mig.“ „Í stöðunni 29-26 hleypum við þeim aftur of snemma inn í þetta og erum með aulatæknifeila. Mér fannst þegar við náðum góðu tempói í sóknarleikinn og skoti á mark þá endaði boltinn eiginlega alltaf inni. Það var algjör óþarfi að vera með einhverja tæknfeila því þeir voru ekki að verja vel,“ bætti Óskar við. Ætla að klára keppnina með stæl Þrátt fyrir að möguleiki Vals um að komast upp úr riðlinum sé úr sögunni á liðið þá enn einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. „Við förum til Porto og mætum þar stórliði með marga frábæra leikmenn og Þorstein Leó. Þeir spila í skemmtilegri höll og við skemmtilegar aðstæður. Það gefur okkar liði mjög mikið.“ „Sumir eru mjög reyndir í þessari keppni eins og Björgvin Páll og Alexander Petersson, en svo eru aðrir sem eru bara að fá nasaþefinn. Auðvitað hefði verið gaman að vera með aðeins meira í húfi, en fyrirfram bjuggumst við ekkert við því að það yrði eitthvað svoleiðis þegar það var dregið í riðla. Ég vil samt meina að við hefðum getað gert betur í mörgum af þessum leikjum. Örlítið betur. Alltaf vill maður meira,“ sagði Óskar að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
„Maður hafði góða tilfinningu þegar við komumst í 29-26. Við hefðum kannski átt að vera búnir að skipta aðeins fyrr, en þegar maður er í taktinum þá er það erfitt,“ sagði Óskar Bjarni í leikslok. „Þá hafði ég bara á tilfinningunni að við ættum að vinna þá með 4-5 mörkum og fannst við vera komnir með smá tak á þeim. Svo missum við leikinn frá okkur, missum mann út af og vorum komnir undir. Þannig mér fannst líka karakter að snúa þessu aftur við.“ „Ég sá ekki þetta bíó þarna í lokin, en dómararnir sáu þetta og þetta var líklega rétt, en við áttum að vera búnir að gera út um leikinn fyrr. Ekki setja sjálfa okkur í þessa stöðu,“ bætti Óskar við. Reynsluleysi í spennu Bíóið sem Óskar talar um var atvik á síðustu sekúndunum þar sem Kristófer Máni Jónasson tafði töku aukakasts Vardar og fékk fyrir það dæmt á sig víti og beint rautt spjald þegar laiktíminn var liðinn. Víti sem Vardar skoraði úr og jafnaði þar með leikinn. „Það sem gerist þarna hjá okkur er bara það að ef við berum saman til dæmis handbolta og körfubolta þá er nánast í hverjum einasta leik í körfunni einhver spenna í lokin á meðan það líða kannski 40 leikir á milli þess í handboltanum. Það gerist bara of sjaldan.“ „Eins og ég segi þá sá ég þetta ekki, en við áttum bara að vera búnir að gera út um leikinn. Það er ekkert við Mána að sakast. Þetta er bara leiðinlegt atvik og leiðinlegt að þeir nái að jafna á þessu því að með sigri þá hefðum við farið til Portúgal enn með möguleika á því að fara áfram. Það hefði verið skemmtileg pressa og að vinna heimaleik hefði líka bara verið gaman. En það er margt gott í þessu og það má ekki alveg tapa sér.“ Þá vill Óskar meina að Valsliðið hafi verið sinn versti óvinur í leik kvöldsins. „Ég vil nú meina að þetta hafi bara verið okkur að kenna. Við erum klaufar, erum í undirtölu og förum með tvær sóknir allt of snemma í fyrri hálfleik og missum þetta hratt niður. Erum líka svolítið að koma með menn kalda inn og það er hægt að skrifa það á mig.“ „Í stöðunni 29-26 hleypum við þeim aftur of snemma inn í þetta og erum með aulatæknifeila. Mér fannst þegar við náðum góðu tempói í sóknarleikinn og skoti á mark þá endaði boltinn eiginlega alltaf inni. Það var algjör óþarfi að vera með einhverja tæknfeila því þeir voru ekki að verja vel,“ bætti Óskar við. Ætla að klára keppnina með stæl Þrátt fyrir að möguleiki Vals um að komast upp úr riðlinum sé úr sögunni á liðið þá enn einn leik eftir þegar liðið heimsækir Þorstein Leó Gunnarsson og félaga í Porto. „Við förum til Porto og mætum þar stórliði með marga frábæra leikmenn og Þorstein Leó. Þeir spila í skemmtilegri höll og við skemmtilegar aðstæður. Það gefur okkar liði mjög mikið.“ „Sumir eru mjög reyndir í þessari keppni eins og Björgvin Páll og Alexander Petersson, en svo eru aðrir sem eru bara að fá nasaþefinn. Auðvitað hefði verið gaman að vera með aðeins meira í húfi, en fyrirfram bjuggumst við ekkert við því að það yrði eitthvað svoleiðis þegar það var dregið í riðla. Ég vil samt meina að við hefðum getað gert betur í mörgum af þessum leikjum. Örlítið betur. Alltaf vill maður meira,“ sagði Óskar að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira