Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sindri Sverrisson skrifar 19. nóvember 2024 12:32 Daniel Dubois rotaði Anthony Joshua á Wembley í september og er heimsmeistari í þungavigt. Getty/Bradley Collyer Hnefaleikakappinn Daniel Dubois, heimsmeistari í þungavigt, hefur boðið Jake Paul í hringinn eftir að Paul hafði betur gegn hinum 58 ára gamla Mike Tyson á föstudaginn. Paul, sem aflaði sér vinsælda á YouTube en hóf svo boxferil sinn fyrir sex árum, birti í dag skilaboð sem hann fékk frá Dubois. Þar spurði Dubois einfaldlega hvort að Paul hefði áhuga á að berjast um „alvöru heimsmeistaratitilinn í þungavigt“, og skoraði á hann að segja já. Paul svaraði því til að Dubois þyrfti einfaldlega að fara í röð, og vill greinilega meina að mikil eftirspurn sé um að fá næsta bardaga á eftir Tyson. Paul skrifaði á Twitter: „Maðurinn er búinn að boxa í 12 ár, með yfir 100 bardaga frá áhugamennsku í atvinnumennsku og barðist í upphitunarbardaga fyrir mig… hahaha,“ en árið 2021 mætti Paul MMA-bardagakappanum Tyron Woodley og einn af fyrri bardögum þess kvölds var þegar Dubois rotaði Joe Cusumano. Man been boxing for 12 years, has over 100 fights between amateur and pro and fought on my undercard…hahahaBut fuck it…I’m going to have Nakisa talk to Frankie Warren and get you in line for the throne. Unlike Artur, at least you have a few thousand fans pic.twitter.com/J2CWIkYRZQ— Jake Paul (@jakepaul) November 19, 2024 Paul virðist hins vegar opinn fyrir því að mæta Dubois. „En fjandinn hafi það… Ég ætla að láta Nakisa [Bidarian, aðstoðarmann Pauls] tala við [Frank] Warren svo þú getir komist í röðina í átt að krúnunni. Öfugt við Artur [Beterbiev] þá ertu alla vega með nokkur þúsund aðdáendur,“ sagði Paul. Artur Beterbiev, heimsmeistari í léttþungavigt, hafði gefið til kynna á samfélagsmiðlum að hann vildi berjast við Paul. „Eftir fjögur ár þá er kominn tími á alvöru áskorun. Sá þig hvorki samþykkja né hafna. Svo hvað ætlarðu að gera?“ skrifaði Beterviev til Paul á Twitter. Box Tengdar fréttir Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. 17. nóvember 2024 09:01 Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
Paul, sem aflaði sér vinsælda á YouTube en hóf svo boxferil sinn fyrir sex árum, birti í dag skilaboð sem hann fékk frá Dubois. Þar spurði Dubois einfaldlega hvort að Paul hefði áhuga á að berjast um „alvöru heimsmeistaratitilinn í þungavigt“, og skoraði á hann að segja já. Paul svaraði því til að Dubois þyrfti einfaldlega að fara í röð, og vill greinilega meina að mikil eftirspurn sé um að fá næsta bardaga á eftir Tyson. Paul skrifaði á Twitter: „Maðurinn er búinn að boxa í 12 ár, með yfir 100 bardaga frá áhugamennsku í atvinnumennsku og barðist í upphitunarbardaga fyrir mig… hahaha,“ en árið 2021 mætti Paul MMA-bardagakappanum Tyron Woodley og einn af fyrri bardögum þess kvölds var þegar Dubois rotaði Joe Cusumano. Man been boxing for 12 years, has over 100 fights between amateur and pro and fought on my undercard…hahahaBut fuck it…I’m going to have Nakisa talk to Frankie Warren and get you in line for the throne. Unlike Artur, at least you have a few thousand fans pic.twitter.com/J2CWIkYRZQ— Jake Paul (@jakepaul) November 19, 2024 Paul virðist hins vegar opinn fyrir því að mæta Dubois. „En fjandinn hafi það… Ég ætla að láta Nakisa [Bidarian, aðstoðarmann Pauls] tala við [Frank] Warren svo þú getir komist í röðina í átt að krúnunni. Öfugt við Artur [Beterbiev] þá ertu alla vega með nokkur þúsund aðdáendur,“ sagði Paul. Artur Beterbiev, heimsmeistari í léttþungavigt, hafði gefið til kynna á samfélagsmiðlum að hann vildi berjast við Paul. „Eftir fjögur ár þá er kominn tími á alvöru áskorun. Sá þig hvorki samþykkja né hafna. Svo hvað ætlarðu að gera?“ skrifaði Beterviev til Paul á Twitter.
Box Tengdar fréttir Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. 17. nóvember 2024 09:01 Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17 Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Sjá meira
Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Mike Tyson mátti sætta sig við tap í bardaga gegn YouTube-stjörnunni Jake Paul á aðfaranótt laugardags. Tyson segir í færslu á X að hann hafi verið nálægt því að deyja í júní. 17. nóvember 2024 09:01
Vildi ekki rota og meiða Tyson Jake Paul segist ekki hafa viljað rota Mike Tyson í bardaga þeirra í nótt. Paul vann hinn 58 ára Tyson á stigum. 16. nóvember 2024 11:17
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn