„Fundarefnið er áherslur flokkanna í jafnréttismálum og hvort þeir muni tryggja að kröfur Kvennaárs rati í málefnasamning næstu ríkisstjórnar. Kröfur kvennaárs er að finna á kvennaar.is. Öllum framboðum á landsvísu hefur verið boðið til fundarins og hafa átta staðfest komu sína,“ segir í tilkynningu um viðburðinn.
Fundarstjórar verða Kristín Ástgeirsdóttir, og Ragnheiður Davíðsdóttir. Hægt verður að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan. Þátttakendur í umræðum verða:
- Arnar Þór Jónsson, Lýðræðisflokknum
- Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokknum
- Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Framsóknarflokknum
- Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Miðflokknum
- Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistum
- Svandís Svavarsdóttir, Vinstri græn
- Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Viðreisn
- Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Pírötum
- Þórunn Sveinbjarnardóttir, Samfylkingu