Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2024 10:01 Aron Einar Gunnarsson mætir ekki á sinn gamla heimavöll í Cardiff í kvöld. Hvorki sem leikmaður né áhorfandi. VÍSIR/VILHELM Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Aron Einar Gunnarsson mun ekki geta tekið þátt í leiknum á sínum gamla heimavelli og þá verður hann ekki á vellinum á meðan á leik stendur. Aron er að glíma við meiðsli og er á leið aftur heim til Katar. Aron meiddist í fyrri hálfleik í leik Íslands og Svartfjallalands í Niksic á dögunum og er ljóst að meiðslin halda honum frá keppni í kvöld. Skellur ekki bara fyrir íslenska landsliðið, heldur einnig Aron Einar sem er mikils metinn í Cardiff eftir frábæran tíma sem leikmaður Cardiff City hér á árum áður. „Hann fór í myndatöku og við vorum búnir að bíða eftir niðurstöðu. Þess vegna kölluðum við ekki nýjan leikmann inn í hópinn. Hann er meiddur og verður ekki klár í þennan leik,“ sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í viðtali við íþróttadeild í gær. „Hann flýgur því aftur til Katar á morgun. Síðan verðum við að bíða og sjá hvernig við bregðumst við því.“ Aron verður því ekki viðstaddur á Cardiff City leikvanginum þar sem að félag hans vildi fá hann heim til Katar sem fyrst til að taka stöðuna á meiðslunum og hefja endurhæfingu. „Hann var hérna í átta ár. Hér þekkja hann allir og hann var mjög vonsvikinn með að geta ekki spilað þennan leik. Ég skil hann fullkomlega. Hann þjáist mikið á þessari stundu en verður núna fyrst og fremst að einblína á að ná fullum bata. Hann er ávallt öðrum leikmönnum mikill innblástur. Hann hefur verið frábær í kringum hópinn undanfarna daga. Hugarfar hans og áran í kringum hann smitar út frá sér. Það hefur verið gott að hafa hann með okkur.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Aron meiddist í fyrri hálfleik í leik Íslands og Svartfjallalands í Niksic á dögunum og er ljóst að meiðslin halda honum frá keppni í kvöld. Skellur ekki bara fyrir íslenska landsliðið, heldur einnig Aron Einar sem er mikils metinn í Cardiff eftir frábæran tíma sem leikmaður Cardiff City hér á árum áður. „Hann fór í myndatöku og við vorum búnir að bíða eftir niðurstöðu. Þess vegna kölluðum við ekki nýjan leikmann inn í hópinn. Hann er meiddur og verður ekki klár í þennan leik,“ sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í viðtali við íþróttadeild í gær. „Hann flýgur því aftur til Katar á morgun. Síðan verðum við að bíða og sjá hvernig við bregðumst við því.“ Aron verður því ekki viðstaddur á Cardiff City leikvanginum þar sem að félag hans vildi fá hann heim til Katar sem fyrst til að taka stöðuna á meiðslunum og hefja endurhæfingu. „Hann var hérna í átta ár. Hér þekkja hann allir og hann var mjög vonsvikinn með að geta ekki spilað þennan leik. Ég skil hann fullkomlega. Hann þjáist mikið á þessari stundu en verður núna fyrst og fremst að einblína á að ná fullum bata. Hann er ávallt öðrum leikmönnum mikill innblástur. Hann hefur verið frábær í kringum hópinn undanfarna daga. Hugarfar hans og áran í kringum hann smitar út frá sér. Það hefur verið gott að hafa hann með okkur.“ Viðtalið við Hareide, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Hareide ætlar að binda endi á hveitibrauðsdaga Bellamy
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira