Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2024 08:00 Jóhann Berg Guðmundsson ber fyrirliðabandið í liði Íslands í kvöld Getty/Ahmad Mora Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar og fyrirliði liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, býst við því að Íslendingar þurfi að standa í hárinu á brjáluðum Walesverjum. „Það er gaman að allt sé undir í svona leik,“ segir Jóhann Berg en Wales dugir jafntefli til að tryggja sér umsspilssætið. „Vonandi bara skemmtilegur leikur framundan. Leikurinn okkar við þá í Reykjavík var hið minnsta skemmtilegur þó svo að eftir á hyggja við hefðum geta unnið hann. En þegar að þú kemur til baka eftir að hafa lent 2-0 undir tekurðu stigið á sama bandi. Við erum komnir í úrslitaleik. Það er geggjað.“ Fyrri leikur liðanna var fjörugur og ekki von á neinu öðru í kvöld þegar að þau mætast öðru sinni. „Þó að fyrri hálfleikurinn hafi ekki verið slæmur á móti Wales þá voru þetta tvö atvik þar sem að þeir komust í gegnum okkur. Við vorum töluvert betri í seinni hálfleik þar sem að við sköpuðum urmul af færum. Þetta verður skemmtilegur leikur við þá. Þeir mæta örugglega brjálaðir til leiks fyrsti tuttugu mínúturnar. Fólkið með þeim hérna. Við þurfum að vera slakir þessar fyrstu tuttugu og vera klárir í allt sem þeir bjóða upp á.“ En hvar liggur lykillinn fyrir íslenska landsliðið að sigri gegn Wales í kvöld? „Það er auðvitað að hafa sjálfstraust á boltanum. Þora að halda í boltann. En að sama skapi vitum við að við erum með tvo frábæra framherja og getum sett á bakvið þá. Það eru ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða. Vonandi koma þau út á morgun.“ Viðtalið við Jóhann Berg, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Gaman að allt sé undir Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Sjá meira
„Það er gaman að allt sé undir í svona leik,“ segir Jóhann Berg en Wales dugir jafntefli til að tryggja sér umsspilssætið. „Vonandi bara skemmtilegur leikur framundan. Leikurinn okkar við þá í Reykjavík var hið minnsta skemmtilegur þó svo að eftir á hyggja við hefðum geta unnið hann. En þegar að þú kemur til baka eftir að hafa lent 2-0 undir tekurðu stigið á sama bandi. Við erum komnir í úrslitaleik. Það er geggjað.“ Fyrri leikur liðanna var fjörugur og ekki von á neinu öðru í kvöld þegar að þau mætast öðru sinni. „Þó að fyrri hálfleikurinn hafi ekki verið slæmur á móti Wales þá voru þetta tvö atvik þar sem að þeir komust í gegnum okkur. Við vorum töluvert betri í seinni hálfleik þar sem að við sköpuðum urmul af færum. Þetta verður skemmtilegur leikur við þá. Þeir mæta örugglega brjálaðir til leiks fyrsti tuttugu mínúturnar. Fólkið með þeim hérna. Við þurfum að vera slakir þessar fyrstu tuttugu og vera klárir í allt sem þeir bjóða upp á.“ En hvar liggur lykillinn fyrir íslenska landsliðið að sigri gegn Wales í kvöld? „Það er auðvitað að hafa sjálfstraust á boltanum. Þora að halda í boltann. En að sama skapi vitum við að við erum með tvo frábæra framherja og getum sett á bakvið þá. Það eru ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða. Vonandi koma þau út á morgun.“ Viðtalið við Jóhann Berg, sem tekið var eftir æfingu landsliðsins á Cardiff City leikvanginum í gær, má sjá hér fyrir neðan. Leikur Wales og Íslands hefs klukkan korter í átta í kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Klippa: Gaman að allt sé undir
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Sjá meira