Innlent

Bein út­sending: Sam­félag á kross­götum

Atli Ísleifsson skrifar
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, munu stýra umræðunum.
Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, munu stýra umræðunum. Vísir/Vilhelm

ASÍ og BSRB taka á móti formönnum flokka í framboði til alþingiskosninga á opnum fundi á Hilton Nordica milli klukkan 17 og 19 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Yfirskrift fundarins er Samfélag á krossgötum, en þar sitja formenn allra flokka í framboði á landsvísu fyrir svörum um stefnu í málum sem helst varða afkomu og lífsgæði launafólks í landinu.

„Þau verða knúin svara um þeirra sýn á hvernig samfélag þau vilja byggja og hvernig hagsmunir launafólks verði tryggðir með þeirra stefnumálum.

Pallborðinu stýra Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með í spilaranum að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×