Heimildir CNN innan bandaríska stjórnkerfisins herma þetta en Rússar sendu nýverið um 50 þúsund hermenn til Kúrskhéraðs Rússlandsmegin við landamærin þar sem Úkraínumenn gerðu innrás fyrr á árinu.
Í fréttaflutningi CNN kemur einnig fram að ákvörðunin sé tekin í ljósi þeirra áhyggna sem Bandaríkin hafa af nýlegri inngöngu Norður-Kóreu í stríðið milli Rússlands og Úkraínu en hermenn þaðan hafa gert sér leið á víglínuna á undanförnum vikum.
Þessi ákvörðun hefur verið til skoðunar í fleiri mánuði. Bandarískir embættismenn hafi verið mjög ósammála um þessa niðurstöðu og óttast þess að hún muni leiða til stigmögnun stríðsins.
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur þrýst á valdamenn í Washington lengi varðandi málið en hann telur að það að geta beitt langdrægum vopnum innan Rússlands komi til með að skipta sköpum um útkomu stríðsins.