„Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. nóvember 2024 20:07 Brynjar Karl Sigurðsson er þjálfari Aþenu. Vísir/Hulda margrét Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu mætti í viðtal fyrir leik Aþenu og Vals í Bónus-deild kvenna en leikurinn er í gangi þessa stundina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í viðtalinu sagðist Brynjar Karl ekki hafa mætt á æfingu hjá liðinu síðustu þrjár vikur. Brynjar Karl hefur vakið athygli í gegnum tíðina fyrir framgöngu sína í körfuboltanum en hann stýrði Aþenu upp í efstu deild kvenna í fyrsta sinn á síðustu leiktíð. Eftir tap Aþenu gegn Stjörnunni í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið sem er nýbúið sagði Brynjar Karl að hann væri á leiðinni í frí og að leikmenn myndu fara í gegnum glósubókina hans. Í viðtalinu fór hann einnig hörðum orðum um félagið Stjörnuna og sagði skítapakk vinna fyrir félagið. Viðtalið fyrir leikinn sem nú er í gangi var ansi áhugavert en þar var það Siggeir Ævarsson blaðamaður Vísis sem spurði spurninganna. Brynjar Karl byrjaði að svara því að hann væri fínn eftir fríið og bætti síðan við að hann hefði ekki mætt á æfingar hjá Aþenu í þrjár vikur. „Ég hef ekki mætt á æfingu í þrjár vikur. Það er bara staðreynd og ég tók alla þjálfara út. Stelpurnar eru búnar að vera að fara í gegnum glósubókina, gera þetta vel og teikna einhverjar fallegar myndir við hliðina á allri heimspekinni.“ Þá sagðist hann heldur ekki hafa tekið þátt í leikgreiningu fyrir leikinn gegn Val heldur hefði verið einblínt á fundi og heimspeki. „Nei, engum. Við erum bara að lesa heimspeki, sálfræði og hópmeðferð og alls konar svona. Ég mætti þegar æfingarnar voru búnar og það voru langir fundir eins og ég er frægur fyrir.“ „Fyndið hvað er alltaf verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu“ Því næst ræddi Brynjar um þjálfunarfræði og sagði leikplanið fyrir leikinn gegn Val hafa verið á mjög heimspekilegum nótum. Þegar blaðamaður spurði Brynjar hvernig myndi ganga að láta þetta leikplan raungerast sprakk Brynjar úr hlátri. „Sambandið er mjög gott í kvöld, reiðhjólið og allt það.“ „Þegar ég var hérna síðast í úrvalsdeild þá voru ekki svona fréttamenn með lúður í andlitinu á þér. Mér finnst alltaf svolítið fyndið hvað er verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu,“ sagði Brynjar Karl. Ég er bara að reyna að spyrja um leikinn í kvöld. „Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast og ég bara veit það aldrei. Ef ég væri að fara að spila sjálfur þá gæti ég sagt þér það. Kannski er það bara merki um hvað ég er óreyndur, kannski eru þjálfarar sem eru bara það beintengdur inn í liðið sitt og geta bara lofað þessu. Ég veit ekkert hvað ég er að fara að fá hérna.“ Allt viðtalið við Brynjar Karl má sjá í spilaranum hér ofar. Leikur Aþenu og Vals er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bónus-deild kvenna Aþena Valur Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Brynjar Karl hefur vakið athygli í gegnum tíðina fyrir framgöngu sína í körfuboltanum en hann stýrði Aþenu upp í efstu deild kvenna í fyrsta sinn á síðustu leiktíð. Eftir tap Aþenu gegn Stjörnunni í síðustu umferð fyrir landsleikjahléið sem er nýbúið sagði Brynjar Karl að hann væri á leiðinni í frí og að leikmenn myndu fara í gegnum glósubókina hans. Í viðtalinu fór hann einnig hörðum orðum um félagið Stjörnuna og sagði skítapakk vinna fyrir félagið. Viðtalið fyrir leikinn sem nú er í gangi var ansi áhugavert en þar var það Siggeir Ævarsson blaðamaður Vísis sem spurði spurninganna. Brynjar Karl byrjaði að svara því að hann væri fínn eftir fríið og bætti síðan við að hann hefði ekki mætt á æfingar hjá Aþenu í þrjár vikur. „Ég hef ekki mætt á æfingu í þrjár vikur. Það er bara staðreynd og ég tók alla þjálfara út. Stelpurnar eru búnar að vera að fara í gegnum glósubókina, gera þetta vel og teikna einhverjar fallegar myndir við hliðina á allri heimspekinni.“ Þá sagðist hann heldur ekki hafa tekið þátt í leikgreiningu fyrir leikinn gegn Val heldur hefði verið einblínt á fundi og heimspeki. „Nei, engum. Við erum bara að lesa heimspeki, sálfræði og hópmeðferð og alls konar svona. Ég mætti þegar æfingarnar voru búnar og það voru langir fundir eins og ég er frægur fyrir.“ „Fyndið hvað er alltaf verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu“ Því næst ræddi Brynjar um þjálfunarfræði og sagði leikplanið fyrir leikinn gegn Val hafa verið á mjög heimspekilegum nótum. Þegar blaðamaður spurði Brynjar hvernig myndi ganga að láta þetta leikplan raungerast sprakk Brynjar úr hlátri. „Sambandið er mjög gott í kvöld, reiðhjólið og allt það.“ „Þegar ég var hérna síðast í úrvalsdeild þá voru ekki svona fréttamenn með lúður í andlitinu á þér. Mér finnst alltaf svolítið fyndið hvað er verið að reyna að draga mann í einhverja vitleysu,“ sagði Brynjar Karl. Ég er bara að reyna að spyrja um leikinn í kvöld. „Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast og ég bara veit það aldrei. Ef ég væri að fara að spila sjálfur þá gæti ég sagt þér það. Kannski er það bara merki um hvað ég er óreyndur, kannski eru þjálfarar sem eru bara það beintengdur inn í liðið sitt og geta bara lofað þessu. Ég veit ekkert hvað ég er að fara að fá hérna.“ Allt viðtalið við Brynjar Karl má sjá í spilaranum hér ofar. Leikur Aþenu og Vals er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild kvenna Aþena Valur Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira