Innherji

„Var­huga­vert“ að fella líf­eyris­sjóði undir sama reglu­verk og gildir um banka

Hörður Ægisson skrifar
Seðlabankinn boðaði til lokaðs fundar fyrr í þessum mánuði með fulltrúum nokkurra lífeyrissjóða til að ræða nýja skýrslu um umsvif lífeyrissjóða á fjármálamarkaði og æskilegar umbætur á löggjöfinni um starfsemi sjóðanna.
Seðlabankinn boðaði til lokaðs fundar fyrr í þessum mánuði með fulltrúum nokkurra lífeyrissjóða til að ræða nýja skýrslu um umsvif lífeyrissjóða á fjármálamarkaði og æskilegar umbætur á löggjöfinni um starfsemi sjóðanna.

Tillögur Seðlabankans um að réttast sé að láta sama laga- og regluverk ná til starfsemi lífeyrissjóðanna og gildir um banka og tryggingafélög eru „varhugaverðar,“ að mati fulltrúa sjóðanna, enda hafi þeir meðal annars sérstöðu vegna aðkomu aðila vinnumarkaðarins ásamt því að vera með „ákveðið“ félagslegt hlutverk. Forseti ASÍ gagnrýnir „ásælni“ Seðlabankans í að hafa enn meiri áhrif á lífeyrissjóðakerfið og skipta sér af því hvernig staðið er að stjórnarkjöri í sjóðina.


Tengdar fréttir

Telur æski­legt að líf­eyris­sjóðir beiti sér líkt og aðrir fjár­festar í skráðum fé­lögum

Seðlabankinn er þeirrar skoðunar að það sé „æskilegt“ að lífeyrissjóðir, sem eru langsamlega stærstu fjárfestarnir á innlendum verðbréfamarkaði, beiti áhrifum sínum sem hluthafar í skráðum félögum í Kauphöllinni líkt og aðrir fjárfestar. Bankinn brýnir hins vegar fyrir lífeyrissjóðunum mikilvægi þess að stjórnarmenn séu sjálfstæðir í störfum sínum og eigi að gæta að hagsmunum sjóðsfélaga við að „hámarka ávöxtun eigna.“

Vilja fella niður margar tak­markanir á fjár­festingar­heimildum líf­eyris­sjóða

Seðlabankastjóri tekur undir með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) um að rétt sé að afnema margar af þeim magnbundnu takmörkunum sem gilda um íslensku lífeyrissjóðanna, eins og meðal annars hámark á eignarhald í einstökum félögum, samhliða auknu eftirliti með starfsemi þeirra og bættri áhættustýringu. Starfshópur sem vinnur að grænbók um lífeyrissjóðakerfið er nú með til skoðunar að leggja til slíkar breytingar.  

Ó­ljóst hvernig SÍ vill taka á um­svifum líf­eyris­sjóða á lána­markaði

Æðstu stjórnendur Seðlabanka Íslands hafa síðustu misserum kallað eftir því að regluverkinu í kringum lífeyrissjóði verði breytt í samræmi við aukin umsvif sjóðanna á húsnæðislánamarkaði og hefur jafnvel komið fram í máli seðlabankastjóra að honum hugnist ekki þátttaka lífeyrissjóða á markaðinum. En þrátt fyrir að stjórnendur bankans hafi haft uppi stór orð um auknar kröfur gagnvart lífeyrissjóðum er ekki ljóst hvernig þeir vilja taka á lánastarfsemi sjóðanna nú þegar hlutdeild þeirra á markaðinum fer aftur vaxandi.

„Hættan við of sam­ræmdar reglur á fjár­mála­markaði er sam­ræmið“

Ítrekaðar athugasemdir Seðlabanka Íslands og erlendra stofnana við stjórnarhætti lífeyrissjóða og áhættustýringu þeirra rista ekki nógu djúpt að sögn framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs. Hann varar við því að tilraunir til að endurskoða reglur um áhættustýringu hjá sjóðunum – í því skyni að samræma regluverkið á fjármálamarkaði – geti leitt til þess að allir bregðist við áhættu á sama hátt og þannig magnað upp áhættu á markaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×