Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2024 08:01 Um leið og óhætt er að óska þeim sem standa að nýrri og endurbættri heimasíðu orkuskipta, www.orkuskipti.is, til hamingju með áfangann þurfum við á sama tíma að fara taka skilaboðin á henni alvarlega. Ísland, sem stendur öllum framar þegar kemur að endurnýjanlegri orku, er enn að flytja inn yfir eina milljón tonna af olíu á ári á sama tíma og 0,6 prósent af stærð landsins er nýtt til orkuvinnslu. Ísland greiðir 160 milljarða á ári fyrir innflutta olíu til að knýja hér áfram flugsamgöngur, skipaflotann og vegasamgöngur svo eitthvað sé nefnt. Þetta kostar um helming þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar en olían skilar þrettán teravattstundum sem er á pari við vatnsaflið sem við framleiðum hér á landi. Á mjög áhugaverðum morgunfundi í Hörpu á dögunum benti sérfræðingur EFLU verkfræðistofu á að komið er að þriðju orkuskiptunum hér á landi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, tók undir það og var nokkuð ómyrkur í máli þegar hann sagði að við þyrftum sem þjóð að fara hefja þessi orkuskipti til að dragast einfaldlega ekki aftur úr. Það er í raun nú eða aldrei ætlum við okkur að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum markaði í orkumálum framtíðarinnar. Samkvæmt orkuspá Landsnets þarf Ísland að framleiða fimm teravattstundir til viðbótar á næstu tíu árum til að halda dampi í þessum efnum og ekki má gleyma að þessi hreina orka heldur íslenskum stjórnvöldum einnig á pari við alþjóðlegt samkomulag um loftslagsaðgerðir. Orkustefna Íslands til næsta aldarfjórðungs er, að verða nær óháð olíu en þá er nokkuð augljóst hvað þarf að gera. Að virkja! Landsvirkjun er klár í bátana með Hvammsvirkjun en framkvæmdir þar hafa tafist verulega vegna kærumála. Það er alveg ljóst að einfalda þarf leyfisveitingar í þessum efnum svo hægt sé að ganga til verks. Ekki ætlum við með allar þessar auðlindir að sitja eftir í jafn stóru máli og orkuskiptum þegar við höfum allt til brunns að bera. Vitaskuld þurfum við að huga að umhverfinu hvar svo sem við ætlum að stinga niður skólfu, það segir sig sjálft. Það er þó aftur vert að benda á, að eins og staðan er í dag er ekki einu sinni eitt prósent landsins nýtt til þess að skapa þennan auð sem í landinu býr. Vel að merkja, grænan auð því á sama tíma erum við að reyna minnka notkun jarðefnaeldsneytis og búa til meira af endurnýjanlegri orku. Við höfum á síðustu 80 árum eða svo farið úr kolum í olíu í jarðvarma og nú er komið að rafmagninu. Ekki bara er það hrein orka heldur er það mat sérfræðinga að efnahagslegur ávinningur Ísland geti orðið um 1.700 milljarðar króna á næstu 25 árum. Höfundur skipar 5. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Orkuskipti Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Um leið og óhætt er að óska þeim sem standa að nýrri og endurbættri heimasíðu orkuskipta, www.orkuskipti.is, til hamingju með áfangann þurfum við á sama tíma að fara taka skilaboðin á henni alvarlega. Ísland, sem stendur öllum framar þegar kemur að endurnýjanlegri orku, er enn að flytja inn yfir eina milljón tonna af olíu á ári á sama tíma og 0,6 prósent af stærð landsins er nýtt til orkuvinnslu. Ísland greiðir 160 milljarða á ári fyrir innflutta olíu til að knýja hér áfram flugsamgöngur, skipaflotann og vegasamgöngur svo eitthvað sé nefnt. Þetta kostar um helming þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar en olían skilar þrettán teravattstundum sem er á pari við vatnsaflið sem við framleiðum hér á landi. Á mjög áhugaverðum morgunfundi í Hörpu á dögunum benti sérfræðingur EFLU verkfræðistofu á að komið er að þriðju orkuskiptunum hér á landi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, tók undir það og var nokkuð ómyrkur í máli þegar hann sagði að við þyrftum sem þjóð að fara hefja þessi orkuskipti til að dragast einfaldlega ekki aftur úr. Það er í raun nú eða aldrei ætlum við okkur að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum markaði í orkumálum framtíðarinnar. Samkvæmt orkuspá Landsnets þarf Ísland að framleiða fimm teravattstundir til viðbótar á næstu tíu árum til að halda dampi í þessum efnum og ekki má gleyma að þessi hreina orka heldur íslenskum stjórnvöldum einnig á pari við alþjóðlegt samkomulag um loftslagsaðgerðir. Orkustefna Íslands til næsta aldarfjórðungs er, að verða nær óháð olíu en þá er nokkuð augljóst hvað þarf að gera. Að virkja! Landsvirkjun er klár í bátana með Hvammsvirkjun en framkvæmdir þar hafa tafist verulega vegna kærumála. Það er alveg ljóst að einfalda þarf leyfisveitingar í þessum efnum svo hægt sé að ganga til verks. Ekki ætlum við með allar þessar auðlindir að sitja eftir í jafn stóru máli og orkuskiptum þegar við höfum allt til brunns að bera. Vitaskuld þurfum við að huga að umhverfinu hvar svo sem við ætlum að stinga niður skólfu, það segir sig sjálft. Það er þó aftur vert að benda á, að eins og staðan er í dag er ekki einu sinni eitt prósent landsins nýtt til þess að skapa þennan auð sem í landinu býr. Vel að merkja, grænan auð því á sama tíma erum við að reyna minnka notkun jarðefnaeldsneytis og búa til meira af endurnýjanlegri orku. Við höfum á síðustu 80 árum eða svo farið úr kolum í olíu í jarðvarma og nú er komið að rafmagninu. Ekki bara er það hrein orka heldur er það mat sérfræðinga að efnahagslegur ávinningur Ísland geti orðið um 1.700 milljarðar króna á næstu 25 árum. Höfundur skipar 5. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun