Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2024 08:01 Um leið og óhætt er að óska þeim sem standa að nýrri og endurbættri heimasíðu orkuskipta, www.orkuskipti.is, til hamingju með áfangann þurfum við á sama tíma að fara taka skilaboðin á henni alvarlega. Ísland, sem stendur öllum framar þegar kemur að endurnýjanlegri orku, er enn að flytja inn yfir eina milljón tonna af olíu á ári á sama tíma og 0,6 prósent af stærð landsins er nýtt til orkuvinnslu. Ísland greiðir 160 milljarða á ári fyrir innflutta olíu til að knýja hér áfram flugsamgöngur, skipaflotann og vegasamgöngur svo eitthvað sé nefnt. Þetta kostar um helming þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar en olían skilar þrettán teravattstundum sem er á pari við vatnsaflið sem við framleiðum hér á landi. Á mjög áhugaverðum morgunfundi í Hörpu á dögunum benti sérfræðingur EFLU verkfræðistofu á að komið er að þriðju orkuskiptunum hér á landi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, tók undir það og var nokkuð ómyrkur í máli þegar hann sagði að við þyrftum sem þjóð að fara hefja þessi orkuskipti til að dragast einfaldlega ekki aftur úr. Það er í raun nú eða aldrei ætlum við okkur að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum markaði í orkumálum framtíðarinnar. Samkvæmt orkuspá Landsnets þarf Ísland að framleiða fimm teravattstundir til viðbótar á næstu tíu árum til að halda dampi í þessum efnum og ekki má gleyma að þessi hreina orka heldur íslenskum stjórnvöldum einnig á pari við alþjóðlegt samkomulag um loftslagsaðgerðir. Orkustefna Íslands til næsta aldarfjórðungs er, að verða nær óháð olíu en þá er nokkuð augljóst hvað þarf að gera. Að virkja! Landsvirkjun er klár í bátana með Hvammsvirkjun en framkvæmdir þar hafa tafist verulega vegna kærumála. Það er alveg ljóst að einfalda þarf leyfisveitingar í þessum efnum svo hægt sé að ganga til verks. Ekki ætlum við með allar þessar auðlindir að sitja eftir í jafn stóru máli og orkuskiptum þegar við höfum allt til brunns að bera. Vitaskuld þurfum við að huga að umhverfinu hvar svo sem við ætlum að stinga niður skólfu, það segir sig sjálft. Það er þó aftur vert að benda á, að eins og staðan er í dag er ekki einu sinni eitt prósent landsins nýtt til þess að skapa þennan auð sem í landinu býr. Vel að merkja, grænan auð því á sama tíma erum við að reyna minnka notkun jarðefnaeldsneytis og búa til meira af endurnýjanlegri orku. Við höfum á síðustu 80 árum eða svo farið úr kolum í olíu í jarðvarma og nú er komið að rafmagninu. Ekki bara er það hrein orka heldur er það mat sérfræðinga að efnahagslegur ávinningur Ísland geti orðið um 1.700 milljarðar króna á næstu 25 árum. Höfundur skipar 5. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Orkuskipti Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Um leið og óhætt er að óska þeim sem standa að nýrri og endurbættri heimasíðu orkuskipta, www.orkuskipti.is, til hamingju með áfangann þurfum við á sama tíma að fara taka skilaboðin á henni alvarlega. Ísland, sem stendur öllum framar þegar kemur að endurnýjanlegri orku, er enn að flytja inn yfir eina milljón tonna af olíu á ári á sama tíma og 0,6 prósent af stærð landsins er nýtt til orkuvinnslu. Ísland greiðir 160 milljarða á ári fyrir innflutta olíu til að knýja hér áfram flugsamgöngur, skipaflotann og vegasamgöngur svo eitthvað sé nefnt. Þetta kostar um helming þess gjaldeyris sem sjávarútvegurinn aflar en olían skilar þrettán teravattstundum sem er á pari við vatnsaflið sem við framleiðum hér á landi. Á mjög áhugaverðum morgunfundi í Hörpu á dögunum benti sérfræðingur EFLU verkfræðistofu á að komið er að þriðju orkuskiptunum hér á landi. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, tók undir það og var nokkuð ómyrkur í máli þegar hann sagði að við þyrftum sem þjóð að fara hefja þessi orkuskipti til að dragast einfaldlega ekki aftur úr. Það er í raun nú eða aldrei ætlum við okkur að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum markaði í orkumálum framtíðarinnar. Samkvæmt orkuspá Landsnets þarf Ísland að framleiða fimm teravattstundir til viðbótar á næstu tíu árum til að halda dampi í þessum efnum og ekki má gleyma að þessi hreina orka heldur íslenskum stjórnvöldum einnig á pari við alþjóðlegt samkomulag um loftslagsaðgerðir. Orkustefna Íslands til næsta aldarfjórðungs er, að verða nær óháð olíu en þá er nokkuð augljóst hvað þarf að gera. Að virkja! Landsvirkjun er klár í bátana með Hvammsvirkjun en framkvæmdir þar hafa tafist verulega vegna kærumála. Það er alveg ljóst að einfalda þarf leyfisveitingar í þessum efnum svo hægt sé að ganga til verks. Ekki ætlum við með allar þessar auðlindir að sitja eftir í jafn stóru máli og orkuskiptum þegar við höfum allt til brunns að bera. Vitaskuld þurfum við að huga að umhverfinu hvar svo sem við ætlum að stinga niður skólfu, það segir sig sjálft. Það er þó aftur vert að benda á, að eins og staðan er í dag er ekki einu sinni eitt prósent landsins nýtt til þess að skapa þennan auð sem í landinu býr. Vel að merkja, grænan auð því á sama tíma erum við að reyna minnka notkun jarðefnaeldsneytis og búa til meira af endurnýjanlegri orku. Við höfum á síðustu 80 árum eða svo farið úr kolum í olíu í jarðvarma og nú er komið að rafmagninu. Ekki bara er það hrein orka heldur er það mat sérfræðinga að efnahagslegur ávinningur Ísland geti orðið um 1.700 milljarðar króna á næstu 25 árum. Höfundur skipar 5. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar