„Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. nóvember 2024 22:16 Kjartan Atli ræðir við sína menn í leikhléi. Vísir/Anton Brink Álftanes vann Grindavík 90-88 í háspennuleik. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var ánægður með sigurinn en vildi þó ekki meina að liðið hafi átt eitthvað inni eftir að hafa tapað tveimur leikjum í framlengingu. „Þetta var frábær leikur og hann var ótrúlega jafn. Þetta var mjög góð frammistaða á báðum endum fannst mér í 40 mínútur,“ sagði Kjartan Atli í viðtali eftir leik. Heimamenn fóru vel af stað og voru verðskuldað níu stigum yfir í hálfleik 54-45. Að mati Kjartans gekk nánast allt upp. „Við vorum að gera allt vel nema að brjóta á þeim. Þeir voru að hitta þokkalega en við vorum að spila vel sóknarlega og komast að körfunni. Mér fannst þeir aðeins ná að svara því í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik vorum við að finna skytturnar og þetta leit vel út í hálfleik.“ „Grindavík er þannig lið að þú getur ekki slakað á. Grindvíkingar eiga alltaf 1-2 endurkomur og þetta var hörkuleikur.“ Framan af leik var mikill munur á villum liðsins. Álftanes endaði með 26 villur og Kjartan fór yfir breyttar áherslur dómara frá því á síðasta tímabili. „Ég er búinn að bíða eftir því að einhver sem er að fjalla um deildina tali um þetta og það er best að ríða á vaðið eftir sigurleik og ræða þetta. Á síðustu leiktíð voru dæmdar 15.2 villur að meðaltali á hvert lið og meðaltalið er komið upp í 19 villur sem er 25 prósent aukning á villum sem er stórt stökk.“ „Mér finnst þetta ekki vera rætt og ég veit ekki ástæðuna fyrir því. Í fyrra vorum við 3, 4, 5 villum undir meðaltali í Evrópu þannig að það var mikil harka leyfð á síðasta tímabili og ég er ánægður með að þetta sé að koma til baka og við erum að vera nær þeim. Við erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af en það er eins og það er.“ Kjartan Atli fór yfir fjórða leikhluta sem var sveiflukenndur. Álftanes fór illa af stað og gerði ekki stig í tæplega fjórar mínútur en endaði á að vinna leikinn á dramatískan hátt. „Í byrjun vorum við að fá góð skot en ekki að hitta ofan í og sóknarleikur gengur út á að búa til góð skot.“ „Við unnum boltann, keyrðum upp og náðum í seinni bylgju sókn að komast á hringinn og þetta var vel klárað hjá Andrew Jones. Við gerðum síðan vel í vörninni og stóðum þetta af okkur,“ sagði Kjartan Atli að lokum. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
„Þetta var frábær leikur og hann var ótrúlega jafn. Þetta var mjög góð frammistaða á báðum endum fannst mér í 40 mínútur,“ sagði Kjartan Atli í viðtali eftir leik. Heimamenn fóru vel af stað og voru verðskuldað níu stigum yfir í hálfleik 54-45. Að mati Kjartans gekk nánast allt upp. „Við vorum að gera allt vel nema að brjóta á þeim. Þeir voru að hitta þokkalega en við vorum að spila vel sóknarlega og komast að körfunni. Mér fannst þeir aðeins ná að svara því í seinni hálfleik en í fyrri hálfleik vorum við að finna skytturnar og þetta leit vel út í hálfleik.“ „Grindavík er þannig lið að þú getur ekki slakað á. Grindvíkingar eiga alltaf 1-2 endurkomur og þetta var hörkuleikur.“ Framan af leik var mikill munur á villum liðsins. Álftanes endaði með 26 villur og Kjartan fór yfir breyttar áherslur dómara frá því á síðasta tímabili. „Ég er búinn að bíða eftir því að einhver sem er að fjalla um deildina tali um þetta og það er best að ríða á vaðið eftir sigurleik og ræða þetta. Á síðustu leiktíð voru dæmdar 15.2 villur að meðaltali á hvert lið og meðaltalið er komið upp í 19 villur sem er 25 prósent aukning á villum sem er stórt stökk.“ „Mér finnst þetta ekki vera rætt og ég veit ekki ástæðuna fyrir því. Í fyrra vorum við 3, 4, 5 villum undir meðaltali í Evrópu þannig að það var mikil harka leyfð á síðasta tímabili og ég er ánægður með að þetta sé að koma til baka og við erum að vera nær þeim. Við erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af en það er eins og það er.“ Kjartan Atli fór yfir fjórða leikhluta sem var sveiflukenndur. Álftanes fór illa af stað og gerði ekki stig í tæplega fjórar mínútur en endaði á að vinna leikinn á dramatískan hátt. „Í byrjun vorum við að fá góð skot en ekki að hitta ofan í og sóknarleikur gengur út á að búa til góð skot.“ „Við unnum boltann, keyrðum upp og náðum í seinni bylgju sókn að komast á hringinn og þetta var vel klárað hjá Andrew Jones. Við gerðum síðan vel í vörninni og stóðum þetta af okkur,“ sagði Kjartan Atli að lokum.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira