Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 13. nóvember 2024 19:40 Gunnar Bergmann Jónsson ræðir við huldumann sem sagðist vera svissneskur fjárfestir. Fréttastofa hefur undir höndum upptökur sem sýna samtal huldumanns, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, við Gunnar Bergmann Jónsson, son Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Brot úr þessum upptökum voru sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2. Upptakan sýnir Gunnar, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri félags Hrefnuveiðimanna, að snæðingi á Edition-hótelinu. Upptökuvélin, sem virðist hafa verið leynileg, er staðsett neðarlega, rétt við borðbrúnina þar sem huldumaðurinn og Gunnar ræða saman. Í klippunni sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má hér að ofan ræða huldumaðurinn og Gunnar um mál Jóns Gunnarssonar. Gunnar vísar til samtals Jóns og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þess má geta að Jón hefur haldið því fram að sonur hans hafi þarna látið orð falla sem enginn fótur er fyrir. „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ „Þú verður að taka sæti á listanum,“ virðist Gunnar hafa eftir Bjarna í upptökunni og huldumaðurinn svarar: „Ég skil.“ „En eina sætið sem var laust var fimmta sætið. Allt í lagi, sagði hann og gaf sér nokkra daga til að hugsa málið. Á endanum sagði hann: Já, ég er tilbúinn að taka fimmta sætið, en þú þarft að gera svolítið fyrir mig. Ég þarf aðstöðu,“ segir Gunnar. „Pabbi sagði: Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu.“ „Ráðherra?“ virðist huldumaðurinn spyrja. „Ekki verða sjálfur ráðherra heldur hans maður þar, því hann þekkti vel til mála þarna,“ útskýrir Gunnar. „Við erum í þeirri stöðu nú að ekkert hvalveiðifyrirtæki hefur heimild til hvalveiða af því að vinstri flokkurinn sem stýrði ráðuneytinu höfðu nýlega skemmt fyrir. Það fyrsta sem hann gerði var að fara þarna inn og segja að hann ætlaði að […]“ „Sjá um þetta?“ spyr huldumaðurinn og Gunnar svarar játandi. „Trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks“ „Forsætisráðherrann samþykkti þetta, geri ég ráð fyrir?“ spyr huldumaðurinn og aftur svarar Gunnar játandi. „Hann gerði það, og nú starfar faðir minn fyrir ríkisstjórnina.“ Jafnframt talar Gunnar um að Jón sé byrjaður að vinna í ráðuneytinu og sé að gera allt vitlaust. „Vinstri flokkarnir eru klikkaðir. Jón ætlar að gefa þeim leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára. Og hann ætlar að gera það,“ segir Gunnar. Fjórar umsóknir um hvalveiðileyfi eru til skoðunar í ráðuneytinu. Huldumaðurinn spyr í kjölfarið: „Ef ég skil þig rétt ertu að segja að hann hafi tekið að sér þetta starf af því að þannig geti hann gefið heimildina út fyrir kosningar?“ Gunnar svarar: „Já, og margt annað. Hann mun koma nafni sínu kröftuglega á framfæri í fjölmiðlum með því að gera ýmislegt sem hann veit að vinstri flokkurinn […]“ „Muni ekki líka við?“ skýtur Huldumaðurinn inn í. „Nákvæmlega,“ svarar Gunnar. „Þeir munu berjast harkalega gegn því. Hann trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks.“ Lögreglan með málið til rannsóknar Greint var frá því fyrr í dag að greiningardeild ríkislögreglustjóra hafi ákveðið ákveðið að kanna málið sem snýr að umræddum leyniupptökum. Fram kom að lögreglan hafi þegar rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu. Í svari við fyrirspurn fréttastofu sagði að ríkislögreglustjóri væri ekki með umrætt mál til rannsóknar en að hann myndi kanna málsatvik sem varðar meinta háttsemi erlends fyrirtækis. Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hvalveiðar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Upptakan sýnir Gunnar, sem er fyrrverandi framkvæmdastjóri félags Hrefnuveiðimanna, að snæðingi á Edition-hótelinu. Upptökuvélin, sem virðist hafa verið leynileg, er staðsett neðarlega, rétt við borðbrúnina þar sem huldumaðurinn og Gunnar ræða saman. Í klippunni sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 og sjá má hér að ofan ræða huldumaðurinn og Gunnar um mál Jóns Gunnarssonar. Gunnar vísar til samtals Jóns og Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þess má geta að Jón hefur haldið því fram að sonur hans hafi þarna látið orð falla sem enginn fótur er fyrir. „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ „Þú verður að taka sæti á listanum,“ virðist Gunnar hafa eftir Bjarna í upptökunni og huldumaðurinn svarar: „Ég skil.“ „En eina sætið sem var laust var fimmta sætið. Allt í lagi, sagði hann og gaf sér nokkra daga til að hugsa málið. Á endanum sagði hann: Já, ég er tilbúinn að taka fimmta sætið, en þú þarft að gera svolítið fyrir mig. Ég þarf aðstöðu,“ segir Gunnar. „Pabbi sagði: Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu.“ „Ráðherra?“ virðist huldumaðurinn spyrja. „Ekki verða sjálfur ráðherra heldur hans maður þar, því hann þekkti vel til mála þarna,“ útskýrir Gunnar. „Við erum í þeirri stöðu nú að ekkert hvalveiðifyrirtæki hefur heimild til hvalveiða af því að vinstri flokkurinn sem stýrði ráðuneytinu höfðu nýlega skemmt fyrir. Það fyrsta sem hann gerði var að fara þarna inn og segja að hann ætlaði að […]“ „Sjá um þetta?“ spyr huldumaðurinn og Gunnar svarar játandi. „Trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks“ „Forsætisráðherrann samþykkti þetta, geri ég ráð fyrir?“ spyr huldumaðurinn og aftur svarar Gunnar játandi. „Hann gerði það, og nú starfar faðir minn fyrir ríkisstjórnina.“ Jafnframt talar Gunnar um að Jón sé byrjaður að vinna í ráðuneytinu og sé að gera allt vitlaust. „Vinstri flokkarnir eru klikkaðir. Jón ætlar að gefa þeim leyfi til hvalveiða til næstu fimm ára. Og hann ætlar að gera það,“ segir Gunnar. Fjórar umsóknir um hvalveiðileyfi eru til skoðunar í ráðuneytinu. Huldumaðurinn spyr í kjölfarið: „Ef ég skil þig rétt ertu að segja að hann hafi tekið að sér þetta starf af því að þannig geti hann gefið heimildina út fyrir kosningar?“ Gunnar svarar: „Já, og margt annað. Hann mun koma nafni sínu kröftuglega á framfæri í fjölmiðlum með því að gera ýmislegt sem hann veit að vinstri flokkurinn […]“ „Muni ekki líka við?“ skýtur Huldumaðurinn inn í. „Nákvæmlega,“ svarar Gunnar. „Þeir munu berjast harkalega gegn því. Hann trúir því að þetta muni aðeins auka fylgi okkar flokks.“ Lögreglan með málið til rannsóknar Greint var frá því fyrr í dag að greiningardeild ríkislögreglustjóra hafi ákveðið ákveðið að kanna málið sem snýr að umræddum leyniupptökum. Fram kom að lögreglan hafi þegar rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu. Í svari við fyrirspurn fréttastofu sagði að ríkislögreglustjóri væri ekki með umrætt mál til rannsóknar en að hann myndi kanna málsatvik sem varðar meinta háttsemi erlends fyrirtækis.
Upptökur á Reykjavík Edition Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Hvalveiðar Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira