Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2024 14:54 Sandra Erlingsdóttir varð markahæst Íslands á HM fyrir ári síðan, þá nýbúin að komast að því að hún væri ólétt. IHF Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, segir því hafa fylgt jákvæður hausverkur að velja hópinn sem fer á Evrópumótið í Austurríki síðar í þessum mánuði. Lilja Ágústsdóttir og Sandra Erlingsdóttir eru meðal þeirra sem ekki verða með á mótinu að þessu sinni. Sandra varð markahæst Íslands á HM fyrir ári síðan, þá nýbúin að komast að því að hún væri ólétt, og Lilja var yngsti leikmaður HM-hópsins. Lilja meiddist hins vegar í landsliðsverkefni í lok september og Sandra eignaðist sitt fyrsta barn í sumar. Þrátt fyrir að vera komin aftur af stað með sínu félagsliði, og að hafa verið valin í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikina við Pólland á dögunum, þá fer Sandra ekki á EM. „Lilja er búin að vera hjá okkur í vinstra horninu í nokkur ár. Hún því miður meiddist í verkefninu í septemberlok og hefur lítið spilað,“ sagði Arnar á blaðamannafundi HSÍ í dag. „Við kölluðum Söndru inn í síðasta verkefni til að tékka á stöðunni. Hún leit mjög vel út og er á réttri leið en við hefðum hugsanlega þurft 1-2 mánuði í viðbót. Það eru ekki nema rétt um fjórir mánuðir síðan að Martin Leo kom í heiminn,“ sagði Arnar. Átján manna hópinn hans má sjá í fréttinni hér að neðan. „Þetta var hausverkur og það eru þarna leikmenn sem við þurftum að taka erfiðar ákvarðanir með,“ sagði Arnar á blaðamannafundinum en nánari viðbrögð frá honum birtast á Vísi síðar í dag. Arnar segir það hafa verið markmiðið síðustu fjögur ár að spila á EM í ár, en þar að auki fékk Ísland svo sæti á HM fyrir ári síðan og stelpurnar okkar mæta því reynslunni ríkari á sitt annað stórmót í röð. Íslenski hópurinn kemur saman til æfinga á Íslandi á mánudaginn og æfir hér í þrjá daga. Á fimmtudaginn eftir rúma viku verður svo haldið til Sviss og spilað við heimakonur í vináttulandsleikjum, föstudaginn 22. nóvember og sunnudaginn 24. nóvember. Þriðjudaginn 26. nóvember ferðast íslenska liðið svo til Innsbruck í Austurríki. Fyrsti leikur á EM er gegn Hollandi 29. nóvember. Liðið mætir svo Úkraínu 1. desember og Þýskalandi 3. desember. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins sem keppir á EM 2024 var kynntur. 13. nóvember 2024 13:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Haukar völtuðu yfir ÍR Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Lilja Ágústsdóttir og Sandra Erlingsdóttir eru meðal þeirra sem ekki verða með á mótinu að þessu sinni. Sandra varð markahæst Íslands á HM fyrir ári síðan, þá nýbúin að komast að því að hún væri ólétt, og Lilja var yngsti leikmaður HM-hópsins. Lilja meiddist hins vegar í landsliðsverkefni í lok september og Sandra eignaðist sitt fyrsta barn í sumar. Þrátt fyrir að vera komin aftur af stað með sínu félagsliði, og að hafa verið valin í landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikina við Pólland á dögunum, þá fer Sandra ekki á EM. „Lilja er búin að vera hjá okkur í vinstra horninu í nokkur ár. Hún því miður meiddist í verkefninu í septemberlok og hefur lítið spilað,“ sagði Arnar á blaðamannafundi HSÍ í dag. „Við kölluðum Söndru inn í síðasta verkefni til að tékka á stöðunni. Hún leit mjög vel út og er á réttri leið en við hefðum hugsanlega þurft 1-2 mánuði í viðbót. Það eru ekki nema rétt um fjórir mánuðir síðan að Martin Leo kom í heiminn,“ sagði Arnar. Átján manna hópinn hans má sjá í fréttinni hér að neðan. „Þetta var hausverkur og það eru þarna leikmenn sem við þurftum að taka erfiðar ákvarðanir með,“ sagði Arnar á blaðamannafundinum en nánari viðbrögð frá honum birtast á Vísi síðar í dag. Arnar segir það hafa verið markmiðið síðustu fjögur ár að spila á EM í ár, en þar að auki fékk Ísland svo sæti á HM fyrir ári síðan og stelpurnar okkar mæta því reynslunni ríkari á sitt annað stórmót í röð. Íslenski hópurinn kemur saman til æfinga á Íslandi á mánudaginn og æfir hér í þrjá daga. Á fimmtudaginn eftir rúma viku verður svo haldið til Sviss og spilað við heimakonur í vináttulandsleikjum, föstudaginn 22. nóvember og sunnudaginn 24. nóvember. Þriðjudaginn 26. nóvember ferðast íslenska liðið svo til Innsbruck í Austurríki. Fyrsti leikur á EM er gegn Hollandi 29. nóvember. Liðið mætir svo Úkraínu 1. desember og Þýskalandi 3. desember. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í milliriðla.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins sem keppir á EM 2024 var kynntur. 13. nóvember 2024 13:30 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir Haukar völtuðu yfir ÍR Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins sem keppir á EM 2024 var kynntur. 13. nóvember 2024 13:30