Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2024 09:31 Adriano hefur glímt við alkahólisma í mörg ár. Adriano segir að ferill sinn sé mesta sóun á hæfileikum í fótboltanum. Brasilíumaðurinn glímir við alkahólisma og margir höfðu áhyggjur af honum eftir að myndband af honum þamba bjór úti á götu fór í dreifingu. Adriano þótti einn besti framherji heims á sínum tíma og skoraði 27 mörk í 48 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Bestu ár sín átti hann hjá Inter en ferilinn fjaraði smám saman út og lauk 2016. Brasilíumaðurinn hefur nú tjáð sig um líf sitt við The Players Tribune. Þar segist hann hafa kastað hæfileikum sínum á glæ. „Veistu hvernig það er að vera vonarstjarna? Ég veit það. Meðal annars að uppfylla ekki allar væntingar. Mesta sóun á hæfileikum í fótboltanum? Það er ég,“ sagði Adriano. „Ég er hrifinn af þessu orði: sóun. Ekki aðeins hvernig það hljómar heldur því ég er heltekinn af því að sólunda lífi mínu. Ég nota ekki eiturlyf eins og þeir reyna að sanna. Ég er ekki glæpamaður en ég hefði að sjálfsögðu getað leiðst inn á þá braut. Ég fer ekki mikið út að skemmta mér. Ég drekk á hverjum degi. Hvernig endar maður í þeirri stöðu? Ég er ekki fyrir það að útskýra það fyrir öðrum. En hér er ein útskýring. Ég drekk því ég það er ekki auðvelt að vera vonarstjarna sem stendur í skuld. Og þetta versnar með árunum.“ Þegar Adriano var á hátindi ferilsins lést faðir hans og eftir það hallaði hratt undan fæti hjá honum og alkahólisminn náði tökum á honum. Sem fyrr sagði óttuðust margir um Adriano eftir að myndband af honum drukknum úti á götu fór á flug á samfélagsmiðlum. Adriano ráfaði berfættur um miðjan dag, út úr heiminum vegna drykkju og í skelfilegu ástandi. 👎Preocupante: #Adriano reapareció en un video en el que se lo ve alcoholizado en medio de una favela❗️El fallecimiento de su padre cambió todo, dejó de cuidarse y comenzó su problema con la bebida ❌️A los 34 años, dejó el fútbol, la vida de lujos y es noticia por este tipo… pic.twitter.com/CGGhpHxIRI— doble amarilla ⭐️⭐️⭐️ (@okdobleamarilla) November 1, 2024 Fótbolti Brasilía Áfengi og tóbak Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira
Adriano þótti einn besti framherji heims á sínum tíma og skoraði 27 mörk í 48 leikjum fyrir brasilíska landsliðið. Bestu ár sín átti hann hjá Inter en ferilinn fjaraði smám saman út og lauk 2016. Brasilíumaðurinn hefur nú tjáð sig um líf sitt við The Players Tribune. Þar segist hann hafa kastað hæfileikum sínum á glæ. „Veistu hvernig það er að vera vonarstjarna? Ég veit það. Meðal annars að uppfylla ekki allar væntingar. Mesta sóun á hæfileikum í fótboltanum? Það er ég,“ sagði Adriano. „Ég er hrifinn af þessu orði: sóun. Ekki aðeins hvernig það hljómar heldur því ég er heltekinn af því að sólunda lífi mínu. Ég nota ekki eiturlyf eins og þeir reyna að sanna. Ég er ekki glæpamaður en ég hefði að sjálfsögðu getað leiðst inn á þá braut. Ég fer ekki mikið út að skemmta mér. Ég drekk á hverjum degi. Hvernig endar maður í þeirri stöðu? Ég er ekki fyrir það að útskýra það fyrir öðrum. En hér er ein útskýring. Ég drekk því ég það er ekki auðvelt að vera vonarstjarna sem stendur í skuld. Og þetta versnar með árunum.“ Þegar Adriano var á hátindi ferilsins lést faðir hans og eftir það hallaði hratt undan fæti hjá honum og alkahólisminn náði tökum á honum. Sem fyrr sagði óttuðust margir um Adriano eftir að myndband af honum drukknum úti á götu fór á flug á samfélagsmiðlum. Adriano ráfaði berfættur um miðjan dag, út úr heiminum vegna drykkju og í skelfilegu ástandi. 👎Preocupante: #Adriano reapareció en un video en el que se lo ve alcoholizado en medio de una favela❗️El fallecimiento de su padre cambió todo, dejó de cuidarse y comenzó su problema con la bebida ❌️A los 34 años, dejó el fútbol, la vida de lujos y es noticia por este tipo… pic.twitter.com/CGGhpHxIRI— doble amarilla ⭐️⭐️⭐️ (@okdobleamarilla) November 1, 2024
Fótbolti Brasilía Áfengi og tóbak Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Sjá meira