Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2024 06:25 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir ekki um að ræða faraldur. Vísir/Arnar Nokkrir einstaklingar hér á landi hafa greinst með bráða lifrarbólgu B á síðustu mánuðum en svo virðist sem um sé að ræða smit sem hefur átt sér stað við kynmök. Frá þessu greinir Morgunblaðið. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó ekki um að ræða faraldur en sýni séu enn í vinnslu og einstaklingar í eftirliti. Smitaðir séu ekki í sóttkví og ekki talið þörf á frekari aðgerðum en gripið hefur verið til. „Þetta eru nokkrir einstaklingar og einhverjir af þeim tengjast, en það er ekki alveg búið að rekja þetta og ekki vitað hvort allir tengist,“ hefur Morgunblaðið eftir Guðrúnu. „Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til eru að vekja athygli á þessu og hvetja til meiri skimunar á lifrarbólgu B, til dæmis þegar fólk greinist með kynsjúkdóm. Eins bendum við á bólusetningu fyrir áhættuhópa.“ Á Heilsuveru segir um lifrarbólgu B: „Lifrarbólga B er veirusýking sem berst með blóði eða öðrum líkamsvessum milli einstaklinga. Sjúkdómurinn getur smitast þegar nálum er deilt, við stunguslys eða við notkun rakvéla eða tannbursta frá sýktum einstaklingi. Einnig getur sjúkdómurinn smitast við samfarir án smokks. Flest sem smitast af lifrarbólgu B jafna sig á nokkrum mánuðum. Hluti þeirra sem smitast af lifrarbólgu B losa sig ekki við veiruna og fær langvinna sýkingu. Fólk sem smitast ungt af lifrarbólgu B, til dæmis frá móður í fæðingu, er í mestri hættu á að fá langvinna sýkingu sem getur leitt til skorpulifrar og krabbameins í lifur. Lifrarbólga B er greind með blóðprufu og hægt er að meðhöndla sjúkdóminn með veirulyfjum. Mælt er með að eftirfarandi einstaklingar í áhættuhópum fái bólusetningu: Heilbrigðisstarfsfólk Fólk sem notar sprautulyf Samkynhneigðir karlmenn Börn mæðra með lifrarbólgu B Fólk sem ferðast til svæða þar sem sýkingin er algeng Bóluefnið veitir vörn gegn Lifrarbólgu B. Einnig er mælt með notkun smokka til að koma í veg fyrir smit.“ Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir þó ekki um að ræða faraldur en sýni séu enn í vinnslu og einstaklingar í eftirliti. Smitaðir séu ekki í sóttkví og ekki talið þörf á frekari aðgerðum en gripið hefur verið til. „Þetta eru nokkrir einstaklingar og einhverjir af þeim tengjast, en það er ekki alveg búið að rekja þetta og ekki vitað hvort allir tengist,“ hefur Morgunblaðið eftir Guðrúnu. „Þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til eru að vekja athygli á þessu og hvetja til meiri skimunar á lifrarbólgu B, til dæmis þegar fólk greinist með kynsjúkdóm. Eins bendum við á bólusetningu fyrir áhættuhópa.“ Á Heilsuveru segir um lifrarbólgu B: „Lifrarbólga B er veirusýking sem berst með blóði eða öðrum líkamsvessum milli einstaklinga. Sjúkdómurinn getur smitast þegar nálum er deilt, við stunguslys eða við notkun rakvéla eða tannbursta frá sýktum einstaklingi. Einnig getur sjúkdómurinn smitast við samfarir án smokks. Flest sem smitast af lifrarbólgu B jafna sig á nokkrum mánuðum. Hluti þeirra sem smitast af lifrarbólgu B losa sig ekki við veiruna og fær langvinna sýkingu. Fólk sem smitast ungt af lifrarbólgu B, til dæmis frá móður í fæðingu, er í mestri hættu á að fá langvinna sýkingu sem getur leitt til skorpulifrar og krabbameins í lifur. Lifrarbólga B er greind með blóðprufu og hægt er að meðhöndla sjúkdóminn með veirulyfjum. Mælt er með að eftirfarandi einstaklingar í áhættuhópum fái bólusetningu: Heilbrigðisstarfsfólk Fólk sem notar sprautulyf Samkynhneigðir karlmenn Börn mæðra með lifrarbólgu B Fólk sem ferðast til svæða þar sem sýkingin er algeng Bóluefnið veitir vörn gegn Lifrarbólgu B. Einnig er mælt með notkun smokka til að koma í veg fyrir smit.“
Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira