Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar 11. nóvember 2024 07:15 Hvernig viljum við sem þjóð koma fram við kynslóðina sem ól okkur upp og lagði grunninn að þeim lífsgæðum sem við fáum að njóta í þessu landi? Skert lífsgæði og aukin sóun á skattfé Þau úrræði við þjónustu við aldraða sem hámarka þeirra lífsgæði og lágmarka kostnað ríkissjóðs eru verulega vanfjármögnuð. Þar á ég einkum við um heilsueflingu, dagdvöl og heimaþjónustu. Þessi úrræði eiga það sameiginlegt að vera til þess fallin að gera þeim kleift að búa sem lengst heima hjá sér og hámarka þannig lífsgæðin. Það kaldhæðnislegasta við þetta er að þessi úrræði eru ekki einungis vanfjármögnuð heldur einnig þau hagkvæmustu fyrir ríkið sem völ er á. Fyrir vikið er ríkið að sóa gríðarlegum fjármunum í að vista fjölda aldraðra einstaklinga á sjúkrahúsum þótt þeir eigi þar ekkert erindi. Við losnum ekki svo auðveldlega við kaldhæðnina í þessu sambandi því dvöl á sjúkrahúsi er í senn bæði dýrasta og versta úrræðið. Einna sorglegast við þetta er að núverandi ástand er löngu fyrirséð enda hefur þróun lífaldurs þjóðarinnar legið lengi fyrir og auðvelt hefur verið að spá fyrir um hana. Því hefði verið fyrir löngu hægt að gera langtímaáætlanir um hvernig þjónustunni skyldi háttað með árangur, hagkvæmni og skilvirkni í huga, eins og lög um opinber fjármál gera kröfu um. Það ófremdarástand sem nú ríkir sannar í reynd að heilbrigðisráðuneytið hefur vanrækt sínar skyldur í þessum málaflokki. Fyrir vikið búa aldraðir við verri þjónustu á sama tíma og skattfé er sóað. Hagkvæmustu og bestu úrræðin vannýtt Til að setja hlutina í samhengi, þá er kostnaður við heimaþjónustu, þ.e. heimahjúkrun og félagsþjónustu, í kringum 2 milljónir á þjónustuþega á ári. Kostnaður við dagdvöl er enn lægri en sú þjónusta er á höndum sveitarfélaga. Eitt af meginmarkmiðum hennar er að auka félagslega virkni þjónustuþeganna og fresta því að þeir þurfi að leita í verri og dýrari úrræði. Tilraunaverkefni sem heppnaðist vel en ekkert meira gert Í þessu sambandi má nefna ákveðið tilraunaverkefni um eflingu heimahjúkrunar fyrir um áratug síðan. Þar var hópi aldraðra sem hafði ítrekað leitað á bráðamóttöku Landspítala veitt aukin þjónusta heima með það að markmiði að gera þeim kleift að vera heima og þurfa því ekki að leita á eins oft bráðamóttökuna. Verkefnið heppnaðist afar vel en engu að síður var því hætt enda var bara um tilraunaverkefni að ræða. Maður spyr sig, hvers vegna að ráðast í tilraunaverkefni yfir höfuð ef ekkert eigi að gera við það sem heppnast vel? Heilsuefling aldraðra Ásamt dagdvöl, þá er heilsuefling aldraðra eitt allra hagkvæmasta og árangursríkasta úrræðið sem völ er á. Ástæða þess er sú að markmiðið þess er að gera fólki kleift að vera lengur á vinnumarkaði og búa lengur heima. Með því móti seinkar þörf þeirra skjólstæðinga fyrir dýrari úrræðum á borð við hjúkrunarheimili og sjúkrahúsþjónustu. Sem dæmi um slíka heilsueflingu er Janusar verkefnið, hvers árangur er flestum kunnur. Þannig liggur í augum uppi að slík verkefni munu spara ríkinu ómældar fjárhæðir á komandi árum. Því vekur furðu að þau séu aðeins í boði í einstaka sveitarfélögum sem þá þurfa að bera uppi kostnaðinn af þeim. Afleiðing slíkrar vanrækslu heilbrigðisráðuneytisins, að tryggja að ekki að slík úrræði séu ekki í boði um allt land, leiðir til þess að fjöldi aldraðra fer á mis við þau auknu lífsgæði sem felast í slíkum úrræðum. Að sama skapi fer ríkið á mis við aukið hagræði í rekstri þar sem að önnur en hagkvæmustu úrræðin verða fyrir valinu, með tilheyrandi aukaálagi á sjúkrahúsþjónustuna. Áhersla lögð á dýrustu og verstu úrræðin Kostnaður við hvert hjúkrunarrými á ári er í kringum 20 milljónir og einhvers staðar á bilinu 50-70 milljónir fyrir pláss á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir þessar staðreyndir og að fjölgun aldraðra hefur verið fyrirsjáanleg svo áratugum skiptir hefur vanræksla í rekstri ríkisins ollið því að Landspítalinn hefur núna um áraskeið verið fullur af öldruðum sem lokið hafa meðferð og eiga því ekkert erindi á spítalanum. Réttur þeirra til að komast á hjúkrunarheimili er vanvirtur, starfsemi spítalans er stórskert og skattgreiðendur sitja uppi með sárt ennið. Við erum því hreinlega að bjóða heilbrigðisstarfsfólki, sjúklingum og aðstandendum þeirra upp á ómannneskjulegt umhverfi. Lítinn tíma þyrfti til að bæta þjónustuna Til að bæta gráu ofan á svart í ríkisrekstrinum, þá eru hagkvæmustu úrræðin í þjónustu við aldraða ekki húsnæðisfrek og því er það ekki hindrun í að hægt væri að efla þau með skömmum fyrirvara. Þar sem að það er ekki gert, neyðist fólk til að flytja óþarflega fljótt af heimilum sínum á stofnanir og skattgreiðendur borga brúsann sem fyrr segir. Alvarleg vanræksla kerfisins Það er því alger vanræksla á meðferð opinbers fjár að hagkvæmustu úrræðin séu kerfisbundið fjársvelt yfir langan tíma. Engu að síður er það látið viðgangast enda hafa kjörnir fulltrúar ekki nægilegan aðgang að þekkingu um brotalamirnar og reiða sig á embættismennina sem kunna að hafa meiri hagsmuni af því að vernda eigið kerfi en að bæta rekstur ríkisins. Það jákvæða fyrir fólkið í landinu í þessari stöðu er sú staðreynd að flestir finna fyrir þeim alvarlegu brotalömum í þjónustu ríkisins sem þeir eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá, lögum og reglugerðum. Þar af leiðandi geta stjórnvöld ekki komist upp með að dreifa ryki í augu fólks um að allt sé í himnalagi. Niðurstaða Verulega breytinga er þörf á rekstri ríkisins en hætt er við að embættismannakerfið mun berjast gegn því sem og ráðherrar sem hafa ekki nægilega þekkingu á málaflokknum og staldra við í takmarkaðan tíma. Jafnvel þótt stjórnmálaflokkarnir hafa lengi verið að búa sig undir kosningar er ekki að sjá að neinn þeirra hafi boðað aðgerðir til að taka á þeirri sóun sem nú ríkir í rekstri ríkisins. Embættismennirnir hafa síðustu áratugi fengið okkar atkvæði, burtséð frá því hvaða flokk við kjósum. Við höfum, síðustu kjörtímabil, verið að kjósa sóun á skattfé, niðurskurð og háa skatta. Höfundur er doktor í endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Markús Ingólfur Eiríksson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Hvernig viljum við sem þjóð koma fram við kynslóðina sem ól okkur upp og lagði grunninn að þeim lífsgæðum sem við fáum að njóta í þessu landi? Skert lífsgæði og aukin sóun á skattfé Þau úrræði við þjónustu við aldraða sem hámarka þeirra lífsgæði og lágmarka kostnað ríkissjóðs eru verulega vanfjármögnuð. Þar á ég einkum við um heilsueflingu, dagdvöl og heimaþjónustu. Þessi úrræði eiga það sameiginlegt að vera til þess fallin að gera þeim kleift að búa sem lengst heima hjá sér og hámarka þannig lífsgæðin. Það kaldhæðnislegasta við þetta er að þessi úrræði eru ekki einungis vanfjármögnuð heldur einnig þau hagkvæmustu fyrir ríkið sem völ er á. Fyrir vikið er ríkið að sóa gríðarlegum fjármunum í að vista fjölda aldraðra einstaklinga á sjúkrahúsum þótt þeir eigi þar ekkert erindi. Við losnum ekki svo auðveldlega við kaldhæðnina í þessu sambandi því dvöl á sjúkrahúsi er í senn bæði dýrasta og versta úrræðið. Einna sorglegast við þetta er að núverandi ástand er löngu fyrirséð enda hefur þróun lífaldurs þjóðarinnar legið lengi fyrir og auðvelt hefur verið að spá fyrir um hana. Því hefði verið fyrir löngu hægt að gera langtímaáætlanir um hvernig þjónustunni skyldi háttað með árangur, hagkvæmni og skilvirkni í huga, eins og lög um opinber fjármál gera kröfu um. Það ófremdarástand sem nú ríkir sannar í reynd að heilbrigðisráðuneytið hefur vanrækt sínar skyldur í þessum málaflokki. Fyrir vikið búa aldraðir við verri þjónustu á sama tíma og skattfé er sóað. Hagkvæmustu og bestu úrræðin vannýtt Til að setja hlutina í samhengi, þá er kostnaður við heimaþjónustu, þ.e. heimahjúkrun og félagsþjónustu, í kringum 2 milljónir á þjónustuþega á ári. Kostnaður við dagdvöl er enn lægri en sú þjónusta er á höndum sveitarfélaga. Eitt af meginmarkmiðum hennar er að auka félagslega virkni þjónustuþeganna og fresta því að þeir þurfi að leita í verri og dýrari úrræði. Tilraunaverkefni sem heppnaðist vel en ekkert meira gert Í þessu sambandi má nefna ákveðið tilraunaverkefni um eflingu heimahjúkrunar fyrir um áratug síðan. Þar var hópi aldraðra sem hafði ítrekað leitað á bráðamóttöku Landspítala veitt aukin þjónusta heima með það að markmiði að gera þeim kleift að vera heima og þurfa því ekki að leita á eins oft bráðamóttökuna. Verkefnið heppnaðist afar vel en engu að síður var því hætt enda var bara um tilraunaverkefni að ræða. Maður spyr sig, hvers vegna að ráðast í tilraunaverkefni yfir höfuð ef ekkert eigi að gera við það sem heppnast vel? Heilsuefling aldraðra Ásamt dagdvöl, þá er heilsuefling aldraðra eitt allra hagkvæmasta og árangursríkasta úrræðið sem völ er á. Ástæða þess er sú að markmiðið þess er að gera fólki kleift að vera lengur á vinnumarkaði og búa lengur heima. Með því móti seinkar þörf þeirra skjólstæðinga fyrir dýrari úrræðum á borð við hjúkrunarheimili og sjúkrahúsþjónustu. Sem dæmi um slíka heilsueflingu er Janusar verkefnið, hvers árangur er flestum kunnur. Þannig liggur í augum uppi að slík verkefni munu spara ríkinu ómældar fjárhæðir á komandi árum. Því vekur furðu að þau séu aðeins í boði í einstaka sveitarfélögum sem þá þurfa að bera uppi kostnaðinn af þeim. Afleiðing slíkrar vanrækslu heilbrigðisráðuneytisins, að tryggja að ekki að slík úrræði séu ekki í boði um allt land, leiðir til þess að fjöldi aldraðra fer á mis við þau auknu lífsgæði sem felast í slíkum úrræðum. Að sama skapi fer ríkið á mis við aukið hagræði í rekstri þar sem að önnur en hagkvæmustu úrræðin verða fyrir valinu, með tilheyrandi aukaálagi á sjúkrahúsþjónustuna. Áhersla lögð á dýrustu og verstu úrræðin Kostnaður við hvert hjúkrunarrými á ári er í kringum 20 milljónir og einhvers staðar á bilinu 50-70 milljónir fyrir pláss á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir þessar staðreyndir og að fjölgun aldraðra hefur verið fyrirsjáanleg svo áratugum skiptir hefur vanræksla í rekstri ríkisins ollið því að Landspítalinn hefur núna um áraskeið verið fullur af öldruðum sem lokið hafa meðferð og eiga því ekkert erindi á spítalanum. Réttur þeirra til að komast á hjúkrunarheimili er vanvirtur, starfsemi spítalans er stórskert og skattgreiðendur sitja uppi með sárt ennið. Við erum því hreinlega að bjóða heilbrigðisstarfsfólki, sjúklingum og aðstandendum þeirra upp á ómannneskjulegt umhverfi. Lítinn tíma þyrfti til að bæta þjónustuna Til að bæta gráu ofan á svart í ríkisrekstrinum, þá eru hagkvæmustu úrræðin í þjónustu við aldraða ekki húsnæðisfrek og því er það ekki hindrun í að hægt væri að efla þau með skömmum fyrirvara. Þar sem að það er ekki gert, neyðist fólk til að flytja óþarflega fljótt af heimilum sínum á stofnanir og skattgreiðendur borga brúsann sem fyrr segir. Alvarleg vanræksla kerfisins Það er því alger vanræksla á meðferð opinbers fjár að hagkvæmustu úrræðin séu kerfisbundið fjársvelt yfir langan tíma. Engu að síður er það látið viðgangast enda hafa kjörnir fulltrúar ekki nægilegan aðgang að þekkingu um brotalamirnar og reiða sig á embættismennina sem kunna að hafa meiri hagsmuni af því að vernda eigið kerfi en að bæta rekstur ríkisins. Það jákvæða fyrir fólkið í landinu í þessari stöðu er sú staðreynd að flestir finna fyrir þeim alvarlegu brotalömum í þjónustu ríkisins sem þeir eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá, lögum og reglugerðum. Þar af leiðandi geta stjórnvöld ekki komist upp með að dreifa ryki í augu fólks um að allt sé í himnalagi. Niðurstaða Verulega breytinga er þörf á rekstri ríkisins en hætt er við að embættismannakerfið mun berjast gegn því sem og ráðherrar sem hafa ekki nægilega þekkingu á málaflokknum og staldra við í takmarkaðan tíma. Jafnvel þótt stjórnmálaflokkarnir hafa lengi verið að búa sig undir kosningar er ekki að sjá að neinn þeirra hafi boðað aðgerðir til að taka á þeirri sóun sem nú ríkir í rekstri ríkisins. Embættismennirnir hafa síðustu áratugi fengið okkar atkvæði, burtséð frá því hvaða flokk við kjósum. Við höfum, síðustu kjörtímabil, verið að kjósa sóun á skattfé, niðurskurð og háa skatta. Höfundur er doktor í endurskoðun.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun