Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Bjarki Sigurðsson skrifar 9. nóvember 2024 12:00 Jódís Skúladóttir hefur setið á þingi fyrir Vinstri græn síðan 2021. Vísir/Vilhelm Þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í fjárlaganefnd segir óábyrgt af formanni nefndarinnar að lýsa yfir því að honum þyki það ólíklegt að frumvarp um kílómetragjald nái í gegn fyrir kosningar. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið. Í gær sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, að upptaka kílómetragjalds í stað olíu- og bensíngjalda myndi ólíklega hefjast um áramótin líkt og skipulagt var. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ sagði Njáll Trausti. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, Jódís Skúladóttir, segir formanninn hins vegar bara tala fyrir sig og sitt pólitíska bakland. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið á vettvangi Alþingis. „Ég sem sit í fjárlaganefnd skil hreinlega ekki hvernig Íhaldið getur talað fyrir því að halla ríkissjóðs þurfi að minnka en ætlar svo ekki að standa við þær tekjuöflunartillögur sem það sjálft lagði fram. Þetta er ein þeirra og um 7,5 milljarðar undir,“ segir Jódís í færslu á Facebook. Fleiri áður boðaðar tillögur eigi einnig eftir að afgreiða, svo sem hækkun veiðigjalda á uppsjávarstofna og hækkun á fiskeldisgjaldi. „Það er óábyrgt að afgreiða ríkisfjármálin með pólitískri hundaflautu inn í sitt bakland með þessum hætti. Kjölfestan og ráðdeildin í hagstjórninni hvað?“ segir Jódís. Gjaldið hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum hagsmunaaðilum og félagasamtökum, svo sem bílaleigunum, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og ASÍ. Þau segja meðal annars að gjaldið komi sér illa fyrir lágtekjufólk. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser. Neytendur Skattar og tollar Bensín og olía Bílar Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Sjá meira
Í gær sagði Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, að upptaka kílómetragjalds í stað olíu- og bensíngjalda myndi ólíklega hefjast um áramótin líkt og skipulagt var. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ sagði Njáll Trausti. Fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, Jódís Skúladóttir, segir formanninn hins vegar bara tala fyrir sig og sitt pólitíska bakland. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið á vettvangi Alþingis. „Ég sem sit í fjárlaganefnd skil hreinlega ekki hvernig Íhaldið getur talað fyrir því að halla ríkissjóðs þurfi að minnka en ætlar svo ekki að standa við þær tekjuöflunartillögur sem það sjálft lagði fram. Þetta er ein þeirra og um 7,5 milljarðar undir,“ segir Jódís í færslu á Facebook. Fleiri áður boðaðar tillögur eigi einnig eftir að afgreiða, svo sem hækkun veiðigjalda á uppsjávarstofna og hækkun á fiskeldisgjaldi. „Það er óábyrgt að afgreiða ríkisfjármálin með pólitískri hundaflautu inn í sitt bakland með þessum hætti. Kjölfestan og ráðdeildin í hagstjórninni hvað?“ segir Jódís. Gjaldið hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum hagsmunaaðilum og félagasamtökum, svo sem bílaleigunum, Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og ASÍ. Þau segja meðal annars að gjaldið komi sér illa fyrir lágtekjufólk. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser.
Neytendur Skattar og tollar Bensín og olía Bílar Alþingi Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Vistvænir bílar Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“