Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 14:01 Matt Choi þótti fara yfir strikið með framgöngu sinni í New York maraþoninu. Samsett/Getty/Instagram Hinn 29 ára gamli Matt Choi frá Texas, áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, hefur verið úrskurðaður í ævilangt bann frá New York maraþoninu vegna hegðunar sinnar í þessu gríðarlega vinsæla maraþonhlaupi. Choi tók þátt í hlaupinu um síðustu helgi en var með myndatökumenn með sér sem fylgdu honum á rafmagnshjólum, og trufluðu aðra keppendur í hlaupinu. New York Road Runners, sem skipuleggur hlaupið, segir í yfirlýsingu að Choi hafi með þessu brotið keppnisreglur hlaupsins sem og reglur alþjóða frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Eitt af því sem NYRR var tilkynnt um var að Choi hefði hlaupið með aðstoð tveggja manna, án heimildar, sem ferðuðust um brautina á rafmagnshjólum og hindruðu aðra hlaupara,“ segir í yfirlýsingu NYRR. Choi kláraði hlaupið á 2:57:15 klukkustundum, eða um 50 mínútum á eftir Abdi Nageeye sem fór með sigur af hólmi í karlaflokki. Vakti reiði annarra hlaupara Ljóst er að hegðun Choi vakti pirring og reiði annarra hlaupara. AP vitnar í skrif eins þeirra á Reddit sem sagði: „Fyrir mig sem hlaupara þá var stórkostlegt að sjá hann. Það gaf mér enn meira hungur í að fara framhjá honum og sjá til þess að ég þyrfti ekki að sjá hann eða þessa heimsku myndatökumenn hans það sem eftir var hlaupsins.“ Choi, sem er með yfir 400.000 fylgjendur á Instagram, virðist hafa séð að sér því hann hefur nú beðist afsökunar í myndbandsfærslu. Choi viðurkennir þar að með því að láta taka upp hlaup sitt hafi hann stofnað öðrum keppendum í hættu og mögulega komið í veg fyrir að þeir næðu sínum besta tíma, eða kæmust til að ná sér í drykki á drykkjarstöðvum. Yfir 55.000 manns kláruðu hlaupið, þar sem farið var í gegnum stóru hverfin fimm í New York. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Það er ekkert sem afsakar það sem ég gerði. Ég var eigingjarn á sunnudaginn, með því að fá bróður minn og myndatökumanninn minn til að fylgja mér eftir á rafmagnshjólum, og það hafði alvarlegar afleiðingar. Á meðan að New York maraþonið á að snúast um alla aðra og samfélagið þá lét ég það snúast um sjálfan mig. Ég vil biðja alla sem þetta bitnaði á afsökunar. Svo það sé á hreinu þá átti ég 100% sök á þessu,“ segir Choi sem kveðst ekki ætla að áfrýja banni NYRR. Hlaup Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Sjá meira
Choi tók þátt í hlaupinu um síðustu helgi en var með myndatökumenn með sér sem fylgdu honum á rafmagnshjólum, og trufluðu aðra keppendur í hlaupinu. New York Road Runners, sem skipuleggur hlaupið, segir í yfirlýsingu að Choi hafi með þessu brotið keppnisreglur hlaupsins sem og reglur alþjóða frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Eitt af því sem NYRR var tilkynnt um var að Choi hefði hlaupið með aðstoð tveggja manna, án heimildar, sem ferðuðust um brautina á rafmagnshjólum og hindruðu aðra hlaupara,“ segir í yfirlýsingu NYRR. Choi kláraði hlaupið á 2:57:15 klukkustundum, eða um 50 mínútum á eftir Abdi Nageeye sem fór með sigur af hólmi í karlaflokki. Vakti reiði annarra hlaupara Ljóst er að hegðun Choi vakti pirring og reiði annarra hlaupara. AP vitnar í skrif eins þeirra á Reddit sem sagði: „Fyrir mig sem hlaupara þá var stórkostlegt að sjá hann. Það gaf mér enn meira hungur í að fara framhjá honum og sjá til þess að ég þyrfti ekki að sjá hann eða þessa heimsku myndatökumenn hans það sem eftir var hlaupsins.“ Choi, sem er með yfir 400.000 fylgjendur á Instagram, virðist hafa séð að sér því hann hefur nú beðist afsökunar í myndbandsfærslu. Choi viðurkennir þar að með því að láta taka upp hlaup sitt hafi hann stofnað öðrum keppendum í hættu og mögulega komið í veg fyrir að þeir næðu sínum besta tíma, eða kæmust til að ná sér í drykki á drykkjarstöðvum. Yfir 55.000 manns kláruðu hlaupið, þar sem farið var í gegnum stóru hverfin fimm í New York. View this post on Instagram A post shared by Matt Choi (@mattchoi_6) „Það er ekkert sem afsakar það sem ég gerði. Ég var eigingjarn á sunnudaginn, með því að fá bróður minn og myndatökumanninn minn til að fylgja mér eftir á rafmagnshjólum, og það hafði alvarlegar afleiðingar. Á meðan að New York maraþonið á að snúast um alla aðra og samfélagið þá lét ég það snúast um sjálfan mig. Ég vil biðja alla sem þetta bitnaði á afsökunar. Svo það sé á hreinu þá átti ég 100% sök á þessu,“ segir Choi sem kveðst ekki ætla að áfrýja banni NYRR.
Hlaup Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Fleiri fréttir Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Sjá meira