Nebraska heyrir sögunni til Jón Þór Stefánsson skrifar 7. nóvember 2024 17:24 Nebraska var til húsa við Barónsstíg. Vísir/Anton Brink Veitingastaðnum og tískuvöruversluninni Nebraska, sem var til húsa á Barónsstíg 6, hefur verið lokað. Staðurinn opnaði í desember 2021, en það var Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður, sem rak fyrirtækið. Benedikt Andrason og Kjartan Óli Guðmundsson höfðu verið með honum í rekstrinum, en sá fyrrnefndi hætti í fyrra og sá síðarnefndi í byrjun árs samkvæmt heimildum fréttastofu. Þegar staðurinn opnaði var greint frá því að hjónin Davíð Másson og Lilja Einarsdóttir og félagi þeirra Finnur Björn Harðarson væru bakhjarlar verkefnisins og helstu fjárfestar. Nebraska var bæði veitingastaður og fatavöruverslun. Guðmundur sagði í Íslandi í dag í apríl síðastliðnum að hann hefði gengið lengi með hugmyndina í maganum. „Fataverslun og tíska er svolítið stíft og mörgum finnst óþægilegt að koma inn í svona búðir. Þá verður allt afslappaðra þegar þú ert kominn með mat og vín, og eitthvað sem er hægt að tala um,“ sagði Guðmundur í Íslandi í dag. Í fatabúðinni mátti finna merkjavörur frá Heliot Emil, Suicoke og Racer Woldwide svo fátt eitt sé nefnt. Á veitingastaðnum var boðið upp á fjölbreyttan matseðil. Einnig var vínbar á Nebraska með gott úrval af veigum. „Nafnið er mjög tilviljanakennt, við fíluðum bara útlitið á nafninu Nebraska. Innblásturinn er kannski Bruce Springsteen platan Nebraska, hugmyndin kemur kannski svolítið þaðan. En þetta er ekki tilvísun í neitt sérstakt, þetta er bara flott nafn, eins og íslenskt orð líka, hart og flott,“ sagði Guðmundur um nafnavalið við Vísi um það leyti sem staðurinn opnaði 2021. Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Ramsay snæddi á Nebraska og lenti í árekstri á Edition Stjörnukokkurinn og annálaði Íslandsvinurinn Gordon Ramsay er enn eina ferðina mættur hingað til lands. Þótt bókunum ferðamanna á gistingu hér á landi hafi farið fækkandi á milli ára þá missir Ramsay ekki úr Íslandsferð. 25. júlí 2024 12:36 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Staðurinn opnaði í desember 2021, en það var Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður, sem rak fyrirtækið. Benedikt Andrason og Kjartan Óli Guðmundsson höfðu verið með honum í rekstrinum, en sá fyrrnefndi hætti í fyrra og sá síðarnefndi í byrjun árs samkvæmt heimildum fréttastofu. Þegar staðurinn opnaði var greint frá því að hjónin Davíð Másson og Lilja Einarsdóttir og félagi þeirra Finnur Björn Harðarson væru bakhjarlar verkefnisins og helstu fjárfestar. Nebraska var bæði veitingastaður og fatavöruverslun. Guðmundur sagði í Íslandi í dag í apríl síðastliðnum að hann hefði gengið lengi með hugmyndina í maganum. „Fataverslun og tíska er svolítið stíft og mörgum finnst óþægilegt að koma inn í svona búðir. Þá verður allt afslappaðra þegar þú ert kominn með mat og vín, og eitthvað sem er hægt að tala um,“ sagði Guðmundur í Íslandi í dag. Í fatabúðinni mátti finna merkjavörur frá Heliot Emil, Suicoke og Racer Woldwide svo fátt eitt sé nefnt. Á veitingastaðnum var boðið upp á fjölbreyttan matseðil. Einnig var vínbar á Nebraska með gott úrval af veigum. „Nafnið er mjög tilviljanakennt, við fíluðum bara útlitið á nafninu Nebraska. Innblásturinn er kannski Bruce Springsteen platan Nebraska, hugmyndin kemur kannski svolítið þaðan. En þetta er ekki tilvísun í neitt sérstakt, þetta er bara flott nafn, eins og íslenskt orð líka, hart og flott,“ sagði Guðmundur um nafnavalið við Vísi um það leyti sem staðurinn opnaði 2021.
Matur Veitingastaðir Reykjavík Tengdar fréttir Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02 Ramsay snæddi á Nebraska og lenti í árekstri á Edition Stjörnukokkurinn og annálaði Íslandsvinurinn Gordon Ramsay er enn eina ferðina mættur hingað til lands. Þótt bókunum ferðamanna á gistingu hér á landi hafi farið fækkandi á milli ára þá missir Ramsay ekki úr Íslandsferð. 25. júlí 2024 12:36 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Jör og félagar opna stemningsstaðinn Nebraska Guðmundur Jörundsson hefur verið áberandi í íslenskum verslunarrekstri og fatahönnun. Hann sneri aftur í íslenskt viðskiptalíf fyrir tæpum tveimur árum og stækkar nú við veldi sitt með nýrri verslun og veitingastað á Barónsstíg. 5. desember 2021 08:02
Ramsay snæddi á Nebraska og lenti í árekstri á Edition Stjörnukokkurinn og annálaði Íslandsvinurinn Gordon Ramsay er enn eina ferðina mættur hingað til lands. Þótt bókunum ferðamanna á gistingu hér á landi hafi farið fækkandi á milli ára þá missir Ramsay ekki úr Íslandsferð. 25. júlí 2024 12:36