Jana heldur uppi heimasíðunni jana.is þar sem hún deilir hinum ýmsu uppskriftum en hér má sjá uppskriftina að auðveldu gulrótarsalati sem rífur í bragðlaukana:
Salatið má bera fram eitt og sér eða sem meðlæti.
Auðvelt gulrótarsalat sem rífur í
Hráefni:
3 msk chili olía. Einnig hægt að nota góða ólífuolíu og setja þá chili flögur út í.
Smá rifin fersk engifer rót.
1 stk. pressað hvítlauksrif.
Rifinn börkur og safi af 1/2 sítrónu.
1 tsk. grænmetiskryddblanda.
Salt og pipar.
Hálft eða eitt heilt box saxað kóríander.
2 msk sesamfræ.
5-6 stk. gulrætur - fer eftir stærð og hversu mikið salat þú vilt. Mæli með fleirum en færri.
Aðferð:
Setjið öll hráefni saman í skál. Flysjið svo gulrætur út í og hrærið.
Einfalt og fljótlegt.