„Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 12:01 Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að fyrirhugaðar tollahækkanir Trumps muni hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið. Vísir/Vilhelm Ætli Trump að efna margítrekað kosningaloforð sitt um að hækka innflutningstolla verulega mun það hafa slæm áhrif á heimshagkerfið og ýta undir verðbólgu að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Tollahækkanirnar muni hafa sérstaklega neikvæð áhrif á Ísland Meðal kosningaloforða Donalds Trumps sigurvegara í bandarísku forsetakosningunum er að hann ætlar að hækka innflutningstolla á evrópskar vörur úr tveimur prósentum í tíu. Enn fremur hyggst hann hækka verulega tolla á vörur frá Kína og Mexíkó. Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur t.d. spáð því að komi til tollahækkana Trumps gæti það rýrt landsframleiðslu Evrópuríkja um eitt prósent. Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að slíkar hækkanir muni hafa mikil áhrif. „Það er margítrekað kosningaloforð Trumps að hækka innflutningstolla. Ekki bara á kínverska bíla eða Mexíkó heldur allan innflutning. Þetta mun leiða af sér gagnaðgerðir annarra ríkja og ríkjasambanda og er afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið, þetta mun hægja á milliríkjaverslun og ýta undir verðbólgu en það hefur verið að nást árangur í baráttu við hana,“ segir Ólafur. Hann telur að áhrifin gætu orðið mikil hér á landi. „Þetta eru sérstaklega vondar fréttir fyrir Ísland sem er lítið opið hagkerfi og er háð frjálsum alþjóðlegum viðskiptum og lágum tollum. Þetta eru afskaplega slæmar fréttir fyrir okkur en við flytjum t.d. sjávarútvegsvörur og tæknibúnað til Bandaríkjanna,“ segir hann. Hann telur draum um fríverslunarsamning milli Íslands og Bandaríkjanna úti. „Stjórnmálamenn hér og sumir bandarískir stjórnmálamenn hafa viljað stefna að fríverslunarsamningi milli Bandaríkjanna og Íslands. Ég er hræddur um að það takmark sé ansi langt út í hafsauga núna,“ segir hann. Komi sínu fólki að Ólafur telur líklegt að Trump muni efna þetta kosningaloforð. „Hann er til alls líklegur. Hann hækkaði tolla á síðasta kjörtímabili. Margir sem þekkja til í bandarískum stjórnmálum telja að hann geri ekki aftur þau mistök, innan gæsalappa, að skipa fólk í stöður í stjórnkerfinu sem er ósammála honum og gæti virkað sem bremsa. Trump mun skipa jáfólk í allar stöður og ef það gerist mun tollastefna hans koma fljótt til framkvæmda,“ segir Ólafur. Markaðir tóku tíðindunum misvel í morgun. Dollarinn styrktist um tæp tvö prósent morgun gagnvart evru. Þá hækkaði gengi Bitcoin rafmyntarinnar um tæplega sjö prósent. Úrvalsvísitalan á Asíumörkuðum lækkaði víða, mest í Hong Kong um ríflega tvö prósent. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hér heima hækkaði um tæplega eitt prósent rétt fyrir hádegi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Sjávarútvegur Efnahagsmál Donald Trump Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Meðal kosningaloforða Donalds Trumps sigurvegara í bandarísku forsetakosningunum er að hann ætlar að hækka innflutningstolla á evrópskar vörur úr tveimur prósentum í tíu. Enn fremur hyggst hann hækka verulega tolla á vörur frá Kína og Mexíkó. Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur t.d. spáð því að komi til tollahækkana Trumps gæti það rýrt landsframleiðslu Evrópuríkja um eitt prósent. Ólafur Þ. Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur að slíkar hækkanir muni hafa mikil áhrif. „Það er margítrekað kosningaloforð Trumps að hækka innflutningstolla. Ekki bara á kínverska bíla eða Mexíkó heldur allan innflutning. Þetta mun leiða af sér gagnaðgerðir annarra ríkja og ríkjasambanda og er afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið, þetta mun hægja á milliríkjaverslun og ýta undir verðbólgu en það hefur verið að nást árangur í baráttu við hana,“ segir Ólafur. Hann telur að áhrifin gætu orðið mikil hér á landi. „Þetta eru sérstaklega vondar fréttir fyrir Ísland sem er lítið opið hagkerfi og er háð frjálsum alþjóðlegum viðskiptum og lágum tollum. Þetta eru afskaplega slæmar fréttir fyrir okkur en við flytjum t.d. sjávarútvegsvörur og tæknibúnað til Bandaríkjanna,“ segir hann. Hann telur draum um fríverslunarsamning milli Íslands og Bandaríkjanna úti. „Stjórnmálamenn hér og sumir bandarískir stjórnmálamenn hafa viljað stefna að fríverslunarsamningi milli Bandaríkjanna og Íslands. Ég er hræddur um að það takmark sé ansi langt út í hafsauga núna,“ segir hann. Komi sínu fólki að Ólafur telur líklegt að Trump muni efna þetta kosningaloforð. „Hann er til alls líklegur. Hann hækkaði tolla á síðasta kjörtímabili. Margir sem þekkja til í bandarískum stjórnmálum telja að hann geri ekki aftur þau mistök, innan gæsalappa, að skipa fólk í stöður í stjórnkerfinu sem er ósammála honum og gæti virkað sem bremsa. Trump mun skipa jáfólk í allar stöður og ef það gerist mun tollastefna hans koma fljótt til framkvæmda,“ segir Ólafur. Markaðir tóku tíðindunum misvel í morgun. Dollarinn styrktist um tæp tvö prósent morgun gagnvart evru. Þá hækkaði gengi Bitcoin rafmyntarinnar um tæplega sjö prósent. Úrvalsvísitalan á Asíumörkuðum lækkaði víða, mest í Hong Kong um ríflega tvö prósent. Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hér heima hækkaði um tæplega eitt prósent rétt fyrir hádegi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Sjávarútvegur Efnahagsmál Donald Trump Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira