Bragi og félagar unnu öruggan 96-49 sigur á Pfeiffer skólanum i fyrsta leik tímabilsins. Campbell spilar í fyrstu deild bandaríska háskólakörfuboltans.
Bragi skoraði fimmtán stig á átján mínútum í leiknum en það sem meira er að hann hitti úr öllum skotum sínum. Hann kom mjög sterkur inn af bekknum og gerir tilkall til þess að fá sæti í byrjunarliðinu.
Bragi hitti úr öllum þremur skotum sínum utan af velli og síðan úr öllum átta vítaskotum sínum. Eitt af skotunum var fyrir utan þriggja stiga línuna.
Bragi var langstigahæsti leikmaðurinn í sínu liði, sá næsti skoraði tíu stig, en hann var einnig með sex fráköst, tvo stolna bolta og eina stoðsendingu.
Bragi lék með Penn State í fyrra en færði sig yfir til Campbell í sumar.