Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar 6. nóvember 2024 09:00 Vatn, húsaskjól, matur snýst allt um viðskipti, en allt eru þetta grunnþarfir samkvæmt Maslow pýramídanum. Hvers konar heim erum við að byggja þegar farið er með grunnþarfir fólks sem vörur háðar gróða? Það ýtir okkur í örvætningafylgni eftir peningum og ýtir undir óöryggi sem er önnur grunnþörf að mati Maslows. Lagalega séð sést að það eru augljós tengsl milli þess að alast upp án þessara skilyrða og á ofbeldishegðun og að fremja strætisglæpi sem gerir líkurnar á að brjóta lög með þessum hætti verulegar. Heilsulega séð getur það valdið gífurlegum skaða heima fyrir ef að foreldrar upplifa óöryggi þar sem börnin þeirra eru einnig líkleg til þess að upplifa óöryggi. Einstaklingar sem upplifa óöryggi eru einnig líklegri til þess að neyta ofur unnar matvörur, eigast við fíkn, geðræn og líkamlega lífstílstengda sjúkdóma. Heimurinn sem ég er að lýsa endurspeglar svolítið okkar veruleika þar sem nauðsynlegar mannlegar þarfir eins og vatn, matur, húsnæði og öryggi - eru vörumerktar og seldar í hagnaðarskyni í staðinn fyrir að þetta séu almenn réttindi fyrir alla. Þetta kerfi sem er knúið áfram af markaðsöflum, hefur tilhneigingu til að forgangsraða þá sem hafa efni á að borga uppsett verð án þess að fá hnút í magann. Á meðan margir sem ekki geta staðið undir þessum kostnaði standa berskjaldaðir. Hugmyndin um að meðhöndla nauðsynjar sem viðskiptavörur getur leitt til mjög djúpstæð misrétti, þar sem aðgangur að lífsnauðsynjum verður forréttindi frekar en trygging. Sem er tap fyrir allt samfélagið. Þessi kaldi veruleiki hefur veruleg siðferðileg og félagsleg áhrif. Það vekur upp spurningar um hvers konar samfélag við viljum skapa. Viljum við samfélag sem er knúið áfram af hagnaði eða byggt á sameiginlegri mannúð og velferð allra? Þegar farið er með grunnþarfir manna sem hagnaðardrifin öfl, er hætta á að skapa vandamál sem við höfum séð í Íslensku samfélagi og annarsstaðar í heiminum, þar sem auðvaldið ræður aðgangi að auðlindum sem eru mikilvægar til þess að lifa af. Í grunninn getur þetta grafið undan félagslegri samheldni og kynt undir ójöfnuð, sem að lokum leiðir okkur í samfélagslegan óstöðugleika. Mannkynið stendur á tímamótum við að ákvarða hvort hagvöxtur og gróði eigi að hafa forgang fram yfir sanngjarnan aðgang að lífsnauðsynjum, eða hvort það eigi að leggja meiri áherslu á sanngirni, sjálfbærni og sameiginlega ábyrgð á velferð hvers annars. Höfundur er einkaþjálfari og yoga kennari sem rekur instagram síðuna wholehealth_wisdom. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Aron Routley Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Vatn, húsaskjól, matur snýst allt um viðskipti, en allt eru þetta grunnþarfir samkvæmt Maslow pýramídanum. Hvers konar heim erum við að byggja þegar farið er með grunnþarfir fólks sem vörur háðar gróða? Það ýtir okkur í örvætningafylgni eftir peningum og ýtir undir óöryggi sem er önnur grunnþörf að mati Maslows. Lagalega séð sést að það eru augljós tengsl milli þess að alast upp án þessara skilyrða og á ofbeldishegðun og að fremja strætisglæpi sem gerir líkurnar á að brjóta lög með þessum hætti verulegar. Heilsulega séð getur það valdið gífurlegum skaða heima fyrir ef að foreldrar upplifa óöryggi þar sem börnin þeirra eru einnig líkleg til þess að upplifa óöryggi. Einstaklingar sem upplifa óöryggi eru einnig líklegri til þess að neyta ofur unnar matvörur, eigast við fíkn, geðræn og líkamlega lífstílstengda sjúkdóma. Heimurinn sem ég er að lýsa endurspeglar svolítið okkar veruleika þar sem nauðsynlegar mannlegar þarfir eins og vatn, matur, húsnæði og öryggi - eru vörumerktar og seldar í hagnaðarskyni í staðinn fyrir að þetta séu almenn réttindi fyrir alla. Þetta kerfi sem er knúið áfram af markaðsöflum, hefur tilhneigingu til að forgangsraða þá sem hafa efni á að borga uppsett verð án þess að fá hnút í magann. Á meðan margir sem ekki geta staðið undir þessum kostnaði standa berskjaldaðir. Hugmyndin um að meðhöndla nauðsynjar sem viðskiptavörur getur leitt til mjög djúpstæð misrétti, þar sem aðgangur að lífsnauðsynjum verður forréttindi frekar en trygging. Sem er tap fyrir allt samfélagið. Þessi kaldi veruleiki hefur veruleg siðferðileg og félagsleg áhrif. Það vekur upp spurningar um hvers konar samfélag við viljum skapa. Viljum við samfélag sem er knúið áfram af hagnaði eða byggt á sameiginlegri mannúð og velferð allra? Þegar farið er með grunnþarfir manna sem hagnaðardrifin öfl, er hætta á að skapa vandamál sem við höfum séð í Íslensku samfélagi og annarsstaðar í heiminum, þar sem auðvaldið ræður aðgangi að auðlindum sem eru mikilvægar til þess að lifa af. Í grunninn getur þetta grafið undan félagslegri samheldni og kynt undir ójöfnuð, sem að lokum leiðir okkur í samfélagslegan óstöðugleika. Mannkynið stendur á tímamótum við að ákvarða hvort hagvöxtur og gróði eigi að hafa forgang fram yfir sanngjarnan aðgang að lífsnauðsynjum, eða hvort það eigi að leggja meiri áherslu á sanngirni, sjálfbærni og sameiginlega ábyrgð á velferð hvers annars. Höfundur er einkaþjálfari og yoga kennari sem rekur instagram síðuna wholehealth_wisdom.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar