„Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2024 21:01 Elvar Örn Jónsson hefur verið frábær með félagsliði sínu á leiktíðinni. Getty Images/Tom Weller „Alltaf mjög gaman að koma heim, hitta strákana og spila fyrir Ísland. Það er alltaf geggjað,“ sagði Elvar Örn Jónsson, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta og Melsungen í Þýskalandi. Ísland mætir Bosníu í Laugardalshöll annað kvöld, miðvikudag, í því sem er fyrsti leikur liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer 2026. Eftir það ferðast liðið til Georgíu og mætir heimamönnum þann 10. nóvember næstkomandi. Elvar Örn og lið hans Melsungen hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu og eftir níu leiki trónir það á toppi deildarinnar með 16 stig. Í Evrópubikarnum er liðið með fullt hús stiga í F-riðli sem inniheldur Porto, Vardar og Val. „Við erum búnir að byrja gríðarlega vel, bæði í þýsku deildinni og í Evrópukeppninni. Búið að vera mikið leikjaálag en maður vill frekar vera að spila en að æfa þannig þetta er allt í lagi.“ „Mér finnst það hafa hjálpað okkur, það kemur ákveðin leikja-rútína. Svona fílingur sem maður er með þegar maður er að spila mikið, mér finnst það bara jákvætt.“ „Við erum með breiðan hóp úti og þjálfarinn búinn að vera duglegur að nota alla þannig að maður er bara ferskur.“ Klippa: „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Um komandi landsliðsverkefni „Tveir mikilvægir leikir til að koma okkur á EM, við þurfum að mæta á fullu í þá og klára þetta.“ „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg, við munum ekkert hittast aftur fyrr en í undirbúningnum fyrir næsta stórmót svo við þurfum að nýta þessa viku vel til að fara yfir ákveðna hluti og þróa okkar leik.“ „Ég er fyrst og fremst að hugsa um okkur. Við viljum vinna þessa leiki, það er okkar markmið. Viljum vera í efsta sæti í þessum riðli, til þess þurfum við að vinna þessa tvo leiki.“ „Að spila í Höllinni er alltaf geggjað, það besta sem maður getur gert,“ sagði Elvar Örn að lokum. Viðtalið við Elvar Örn má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Handbolti Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Eldamennskan hefur reynst stærsta áskorun handboltamannsins Benedikts Gunnars Óskarssonar sem hefur byrjað vel á nýjum stað í Noregi. Landsliðið er næst á dagskrá. 5. nóvember 2024 08:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
Ísland mætir Bosníu í Laugardalshöll annað kvöld, miðvikudag, í því sem er fyrsti leikur liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer 2026. Eftir það ferðast liðið til Georgíu og mætir heimamönnum þann 10. nóvember næstkomandi. Elvar Örn og lið hans Melsungen hefur farið frábærlega af stað á tímabilinu og eftir níu leiki trónir það á toppi deildarinnar með 16 stig. Í Evrópubikarnum er liðið með fullt hús stiga í F-riðli sem inniheldur Porto, Vardar og Val. „Við erum búnir að byrja gríðarlega vel, bæði í þýsku deildinni og í Evrópukeppninni. Búið að vera mikið leikjaálag en maður vill frekar vera að spila en að æfa þannig þetta er allt í lagi.“ „Mér finnst það hafa hjálpað okkur, það kemur ákveðin leikja-rútína. Svona fílingur sem maður er með þegar maður er að spila mikið, mér finnst það bara jákvætt.“ „Við erum með breiðan hóp úti og þjálfarinn búinn að vera duglegur að nota alla þannig að maður er bara ferskur.“ Klippa: „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Um komandi landsliðsverkefni „Tveir mikilvægir leikir til að koma okkur á EM, við þurfum að mæta á fullu í þá og klára þetta.“ „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg, við munum ekkert hittast aftur fyrr en í undirbúningnum fyrir næsta stórmót svo við þurfum að nýta þessa viku vel til að fara yfir ákveðna hluti og þróa okkar leik.“ „Ég er fyrst og fremst að hugsa um okkur. Við viljum vinna þessa leiki, það er okkar markmið. Viljum vera í efsta sæti í þessum riðli, til þess þurfum við að vinna þessa tvo leiki.“ „Að spila í Höllinni er alltaf geggjað, það besta sem maður getur gert,“ sagði Elvar Örn að lokum. Viðtalið við Elvar Örn má sjá í heild sinni ofar í fréttinni.
Handbolti Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Eldamennskan stærsta áskorunin Eldamennskan hefur reynst stærsta áskorun handboltamannsins Benedikts Gunnars Óskarssonar sem hefur byrjað vel á nýjum stað í Noregi. Landsliðið er næst á dagskrá. 5. nóvember 2024 08:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
Eldamennskan stærsta áskorunin Eldamennskan hefur reynst stærsta áskorun handboltamannsins Benedikts Gunnars Óskarssonar sem hefur byrjað vel á nýjum stað í Noregi. Landsliðið er næst á dagskrá. 5. nóvember 2024 08:00